Sólin Sólin Rís 11:22 • sest 15:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:13 • Sest 13:24 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:21 • Síðdegis: 23:57 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:02 • Síðdegis: 17:42 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:22 • sest 15:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:13 • Sest 13:24 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:21 • Síðdegis: 23:57 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:02 • Síðdegis: 17:42 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvenær má borgari handtaka mann?

Ragnar Guðmundsson

Heimildir til að handtaka menn er að finna í lögum nr. 19/1991, um meðferð opinberra mála. Þar segir í 97. gr.:
  1. Lögreglu er rétt að handtaka mann ef rökstuddur grunur er á að hann hafi framið brot sem sætt getur ákæru, enda sé handtaka nauðsynleg til að koma í veg fyrir áframhaldandi brot, tryggja návist hans og öryggi eða koma í veg fyrir að hann spilli sönnunargögnum.
  2. Sams konar heimild hefur hver sá sem stendur mann að broti sem sætt getur ákæru og varðað getur fangelsi. Afhenda skal hinn handtekna lögreglunni tafarlaust ásamt upplýsingum um ástæðu handtökunnar og hvenær hún fór fram.
  3. Ef uppþot verður sem hefur í för með sér líkamsmeiðingar eða stórfelld eignaspjöll eða hættu á slíku, svo og þegar margir menn hafa tekið þátt í óeirðum, sem leitt hafa til manntjóns eða meiri háttar líkamsmeiðinga, og ekki verður með vissu bent á hinn seka eða hina seku, er lögreglunni heimilt að handtaka hvern þann sem nærstaddur er og ástæða er til að gruna um refsiverða þátttöku í brotinu.
Önnur málsgreinin hér að ofan fjallar sem sagt um það sem í daglegu tali er kölluð borgaraleg handtaka og af greininni sést að hún þarf að uppfylla ýmis skilyrði.

Í fyrsta lagi er hún bundin sömu takmörkunum og hin almenna heimild lögreglunnar sem birtist í 1. mgr. samanber orðalagið í upphafi 2. mgr., "sömu heimild hefur..." Handtakan verður að vera nauðsynleg til að koma í veg fyrir áframhaldandi brot, tryggja návist og öryggi hins handtekna eða koma í veg fyrir að hann spilli sönnunargögnum.

Þá verður brot hins handtekna að vera þess eðlis að leitt geti til ákæru, það er að verknaðurinn sé alveg augljóslega brot á lögum sem varðað getur refsingu, en ekki til dæmis lögum sem innihalda einungis svokallaðar vísireglur eða verklagsreglur, um muninn á þessu má lesa í svari Árna Helgasonar við spurningunni Getur lögreglan handtekið einstakling fyrir öll þau brot sem varða við lög? Þá er einnig mikilvægt að hafa í huga að ekki er nægjanlegt að hinn umræddi verknaður sé einungis brot á samningi aðila í millum því slík brot varða ekki opinberri refsingu. Ef A hefur til dæmis gert samning við B sem felur í sér að A heitir því að láta eitthvað ógert, til dæmis að selja fasteign í sinni eigu, myndi það almennt ekki geta leitt til úgáfu ákæru þó að A bryti síðan gegn ákvæðum samningsins með því að selja umrædda fasteign, en hins vegar gæti B síðar leitað réttar síns eftir reglum einkamálaréttarfars vegna samningsbrotsins. Þetta hefur í för með sér að B gæti til dæmis ekki á löglegan hátt stöðvað sölu A á fasteigninni með því að handtaka hann jafnvel þó að B væri viðstaddur söluna! Þetta leiðir af því að salan sjálf er alls ekki ólögmætur verknaður þar sem A er eigandi hennar, og getur því ekki varðað opinberri refsingu.

Í öðru lagi er heimild almennra borgara að því leyti þrengri en lögreglunnar að þeir verða að standa hinn brotlega að verknaðinum, þannig að enginn vafi leiki á því að sá sem á að handtaka, sé sá sem framdi verknaðinn. Borgari hefur ekki heimild til að handtaka manninn sem hann frétti frá vitni að hefði kveikt í húsinu hans fyrr um daginn. Einungis lögreglan hefur handtökuheimild í slíkum tilfellum.

Í þriðja lagi verður lögbrotið sem hinn handtekni framdi að vera svo alvarlegt að varðað geti fangelsi, en við ýmsum brotum, sem vissulega eru refsiverð, liggja einungis sektir eða réttindamissir. Um refsirammann sem löggjafinn hefur sett við mismunandi afbrotum má fræðast nánar um í almennu hegningarlögunum.

Í fjórða lagi eru síðan ákveðin "verklagsskilyrði" ef svo mætti segja, sem leggja þær skyldur á þann sem framkvæmir handtöku að færa hinn handtekna tafarlaust til lögreglu og að sjálfsögðu að upplýsa lögregluna um ástæður og tímasetningu handtökunnar.

Sé þetta allt dregið saman er ljóst að til þess að borgaraleg handtaka sé heimil verður sá sem handtökuna framkvæmir að verða vitni að brotinu, brotið verður að varða fangelsisrefsingu, handtakan verður að vera nauðsynleg til að koma í veg fyrir áframhaldandi brot, tryggja návist og öryggi hins handtekna eða koma í veg fyrir að hann spilli sönnunargögnum, og að lokum verður að sjálfsögðu að afhenda lögreglunni hinn handtekna tafarlaust.

Höfundur

nemi í lögfræði við HÍ

Útgáfudagur

9.11.2005

Spyrjandi

Óskar Gunnarsson

Tilvísun

Ragnar Guðmundsson. „Hvenær má borgari handtaka mann?“ Vísindavefurinn, 9. nóvember 2005, sótt 22. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=5392.

Ragnar Guðmundsson. (2005, 9. nóvember). Hvenær má borgari handtaka mann? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5392

Ragnar Guðmundsson. „Hvenær má borgari handtaka mann?“ Vísindavefurinn. 9. nóv. 2005. Vefsíða. 22. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5392>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvenær má borgari handtaka mann?
Heimildir til að handtaka menn er að finna í lögum nr. 19/1991, um meðferð opinberra mála. Þar segir í 97. gr.:

  1. Lögreglu er rétt að handtaka mann ef rökstuddur grunur er á að hann hafi framið brot sem sætt getur ákæru, enda sé handtaka nauðsynleg til að koma í veg fyrir áframhaldandi brot, tryggja návist hans og öryggi eða koma í veg fyrir að hann spilli sönnunargögnum.
  2. Sams konar heimild hefur hver sá sem stendur mann að broti sem sætt getur ákæru og varðað getur fangelsi. Afhenda skal hinn handtekna lögreglunni tafarlaust ásamt upplýsingum um ástæðu handtökunnar og hvenær hún fór fram.
  3. Ef uppþot verður sem hefur í för með sér líkamsmeiðingar eða stórfelld eignaspjöll eða hættu á slíku, svo og þegar margir menn hafa tekið þátt í óeirðum, sem leitt hafa til manntjóns eða meiri háttar líkamsmeiðinga, og ekki verður með vissu bent á hinn seka eða hina seku, er lögreglunni heimilt að handtaka hvern þann sem nærstaddur er og ástæða er til að gruna um refsiverða þátttöku í brotinu.
Önnur málsgreinin hér að ofan fjallar sem sagt um það sem í daglegu tali er kölluð borgaraleg handtaka og af greininni sést að hún þarf að uppfylla ýmis skilyrði.

Í fyrsta lagi er hún bundin sömu takmörkunum og hin almenna heimild lögreglunnar sem birtist í 1. mgr. samanber orðalagið í upphafi 2. mgr., "sömu heimild hefur..." Handtakan verður að vera nauðsynleg til að koma í veg fyrir áframhaldandi brot, tryggja návist og öryggi hins handtekna eða koma í veg fyrir að hann spilli sönnunargögnum.

Þá verður brot hins handtekna að vera þess eðlis að leitt geti til ákæru, það er að verknaðurinn sé alveg augljóslega brot á lögum sem varðað getur refsingu, en ekki til dæmis lögum sem innihalda einungis svokallaðar vísireglur eða verklagsreglur, um muninn á þessu má lesa í svari Árna Helgasonar við spurningunni Getur lögreglan handtekið einstakling fyrir öll þau brot sem varða við lög? Þá er einnig mikilvægt að hafa í huga að ekki er nægjanlegt að hinn umræddi verknaður sé einungis brot á samningi aðila í millum því slík brot varða ekki opinberri refsingu. Ef A hefur til dæmis gert samning við B sem felur í sér að A heitir því að láta eitthvað ógert, til dæmis að selja fasteign í sinni eigu, myndi það almennt ekki geta leitt til úgáfu ákæru þó að A bryti síðan gegn ákvæðum samningsins með því að selja umrædda fasteign, en hins vegar gæti B síðar leitað réttar síns eftir reglum einkamálaréttarfars vegna samningsbrotsins. Þetta hefur í för með sér að B gæti til dæmis ekki á löglegan hátt stöðvað sölu A á fasteigninni með því að handtaka hann jafnvel þó að B væri viðstaddur söluna! Þetta leiðir af því að salan sjálf er alls ekki ólögmætur verknaður þar sem A er eigandi hennar, og getur því ekki varðað opinberri refsingu.

Í öðru lagi er heimild almennra borgara að því leyti þrengri en lögreglunnar að þeir verða að standa hinn brotlega að verknaðinum, þannig að enginn vafi leiki á því að sá sem á að handtaka, sé sá sem framdi verknaðinn. Borgari hefur ekki heimild til að handtaka manninn sem hann frétti frá vitni að hefði kveikt í húsinu hans fyrr um daginn. Einungis lögreglan hefur handtökuheimild í slíkum tilfellum.

Í þriðja lagi verður lögbrotið sem hinn handtekni framdi að vera svo alvarlegt að varðað geti fangelsi, en við ýmsum brotum, sem vissulega eru refsiverð, liggja einungis sektir eða réttindamissir. Um refsirammann sem löggjafinn hefur sett við mismunandi afbrotum má fræðast nánar um í almennu hegningarlögunum.

Í fjórða lagi eru síðan ákveðin "verklagsskilyrði" ef svo mætti segja, sem leggja þær skyldur á þann sem framkvæmir handtöku að færa hinn handtekna tafarlaust til lögreglu og að sjálfsögðu að upplýsa lögregluna um ástæður og tímasetningu handtökunnar.

Sé þetta allt dregið saman er ljóst að til þess að borgaraleg handtaka sé heimil verður sá sem handtökuna framkvæmir að verða vitni að brotinu, brotið verður að varða fangelsisrefsingu, handtakan verður að vera nauðsynleg til að koma í veg fyrir áframhaldandi brot, tryggja návist og öryggi hins handtekna eða koma í veg fyrir að hann spilli sönnunargögnum, og að lokum verður að sjálfsögðu að afhenda lögreglunni hinn handtekna tafarlaust....