Sólin Sólin Rís 10:20 • sest 16:07 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:27 • Sest 15:40 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:11 • Síðdegis: 23:50 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:43 • Síðdegis: 17:39 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:20 • sest 16:07 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:27 • Sest 15:40 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:11 • Síðdegis: 23:50 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:43 • Síðdegis: 17:39 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er tíðahringurinn langur hjá konum?

Herdís Sveinsdóttir

Tíðahringur kvenna er skilgreindur frá fyrsta degi blæðinga og þar til næstu blæðingar hefjast. Tíðahringir geta verið mislangir milli kvenna og einnig hjá sömu konunni. Að öllu jöfnu er talað um 28 daga tíðahring að meðaltali en fæstar konur hafa reglulegan 28 daga tíðahring. Bandarísk rannsókn á 2316 konum á aldrinum 15 til 44 ára sýndi að lengd tíðahrings hjá 77% kvennanna var frá 25 dögum upp í 31 dag. Algengast var að tíðahringurinn væri 27 dagar og var meðallengd 29,1 dagur og staðalfrávik 7,5 dagar. Um 5% kvennanna höfðu mjög óreglulega tíðahringi. Þegar þær voru ekki teknar með í útreikningum á lengd tíðahringja, heldur einungis konur með 15 - 45 daga tíðahringi, féll meðallengd niður í 28,1 dag og staðalfrávik í 4,0 daga.

Í þessari rannsókn voru einungis 13% þátttakenda með minni breytileika en 6 daga í lengd tíðahringja yfir eitt ár. Hjá hinum, eða 87%, var breytileikinn 7 dagar eða meiri innan eins árs. Þetta þýðir að mjög algengt er að lengd tíðahringja hjá sömu konunni breytist sem nemur meira en sjö dögum til og frá á einu ári.

Svo virðist sem ekki séu tengsl milli lengdar eins tíðahrings og tíðahringsins á undan eða á eftir. Mjög stuttum tíðarhingjum (styttri en 24 dagar) og mjög löngum tíðahringjum (lengri en 45 dagar) fylgdi oftast tíðahringur sem var 25-39 daga langur.

Lengd tíðahrings virðist breytileg eftir aldri. Mestur er breytileikinn fyrstu árin eftir að konur hefja blæðingar og síðustu árin fyrir tíðahvörf. Á þessum tveimur aldursskeiðum eru tíðahringirnir almennt lengri en einnig er meiri breytileiki milli þeirra hjá einstökum konum.

Ekki er gott að segja hvað veldur mislöngum tíðahringjum. Vitað er að ekki verður egglos í öllum tíðahringjum en athuganir þar sem borin er saman lengd tíðahringja með egglosi við tíðahringi án þess sýna ekki lengdarmun. Virkni í kynlífi, eða hreinlega samskipti við karlmenn, virðast hafa áhrif á lengd tíðahrings. Til eru rannsóknir sem sýna að konur sem eyða meiri tíma með körlum virðast hafa reglulegri tíðahringi með jafnari lengd en konur sem hafa minni afskipti af karlmönnum.

Að lokum er þess að geta að ekki eru til dæmi um að konur hafi fullkomlega reglulega tíðahringi um lengri tíma. Breytileiki í tímalengd sem nemur 3-4 dögum er almesti stöðugleiki sem búast má við og þá helst á aldrinum 20 til 40 ára.

Mynd:

Spurningin í heild hljóðaði svo:
Hvað er tíðahringurinn langur hjá konum? Getur lengd tíðahrings verið misjöfn eftir konum? Ef svo er hvers vegna?

Höfundur

dósent í hjúkrunarfræði

Útgáfudagur

15.10.2000

Spyrjandi

Sigrún Ólafsdóttir

Tilvísun

Herdís Sveinsdóttir. „Hvað er tíðahringurinn langur hjá konum?“ Vísindavefurinn, 15. október 2000, sótt 22. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=991.

Herdís Sveinsdóttir. (2000, 15. október). Hvað er tíðahringurinn langur hjá konum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=991

Herdís Sveinsdóttir. „Hvað er tíðahringurinn langur hjá konum?“ Vísindavefurinn. 15. okt. 2000. Vefsíða. 22. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=991>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er tíðahringurinn langur hjá konum?
Tíðahringur kvenna er skilgreindur frá fyrsta degi blæðinga og þar til næstu blæðingar hefjast. Tíðahringir geta verið mislangir milli kvenna og einnig hjá sömu konunni. Að öllu jöfnu er talað um 28 daga tíðahring að meðaltali en fæstar konur hafa reglulegan 28 daga tíðahring. Bandarísk rannsókn á 2316 konum á aldrinum 15 til 44 ára sýndi að lengd tíðahrings hjá 77% kvennanna var frá 25 dögum upp í 31 dag. Algengast var að tíðahringurinn væri 27 dagar og var meðallengd 29,1 dagur og staðalfrávik 7,5 dagar. Um 5% kvennanna höfðu mjög óreglulega tíðahringi. Þegar þær voru ekki teknar með í útreikningum á lengd tíðahringja, heldur einungis konur með 15 - 45 daga tíðahringi, féll meðallengd niður í 28,1 dag og staðalfrávik í 4,0 daga.

Í þessari rannsókn voru einungis 13% þátttakenda með minni breytileika en 6 daga í lengd tíðahringja yfir eitt ár. Hjá hinum, eða 87%, var breytileikinn 7 dagar eða meiri innan eins árs. Þetta þýðir að mjög algengt er að lengd tíðahringja hjá sömu konunni breytist sem nemur meira en sjö dögum til og frá á einu ári.

Svo virðist sem ekki séu tengsl milli lengdar eins tíðahrings og tíðahringsins á undan eða á eftir. Mjög stuttum tíðarhingjum (styttri en 24 dagar) og mjög löngum tíðahringjum (lengri en 45 dagar) fylgdi oftast tíðahringur sem var 25-39 daga langur.

Lengd tíðahrings virðist breytileg eftir aldri. Mestur er breytileikinn fyrstu árin eftir að konur hefja blæðingar og síðustu árin fyrir tíðahvörf. Á þessum tveimur aldursskeiðum eru tíðahringirnir almennt lengri en einnig er meiri breytileiki milli þeirra hjá einstökum konum.

Ekki er gott að segja hvað veldur mislöngum tíðahringjum. Vitað er að ekki verður egglos í öllum tíðahringjum en athuganir þar sem borin er saman lengd tíðahringja með egglosi við tíðahringi án þess sýna ekki lengdarmun. Virkni í kynlífi, eða hreinlega samskipti við karlmenn, virðast hafa áhrif á lengd tíðahrings. Til eru rannsóknir sem sýna að konur sem eyða meiri tíma með körlum virðast hafa reglulegri tíðahringi með jafnari lengd en konur sem hafa minni afskipti af karlmönnum.

Að lokum er þess að geta að ekki eru til dæmi um að konur hafi fullkomlega reglulega tíðahringi um lengri tíma. Breytileiki í tímalengd sem nemur 3-4 dögum er almesti stöðugleiki sem búast má við og þá helst á aldrinum 20 til 40 ára.

Mynd:

Spurningin í heild hljóðaði svo:
Hvað er tíðahringurinn langur hjá konum? Getur lengd tíðahrings verið misjöfn eftir konum? Ef svo er hvers vegna?
...