Lendi 18 ára unglingur í þeirri ógæfu að verða dæmdur fyrir vægt innbrot eða líkamsmeiðingu, á hann/hún þá á hættu að hafa óhreint sakavottorð það sem eftir er lífs?Um sakaskrá gildir reglugerð nr. 569/1999 um sakaskrá ríkisins, sem sett er með stoð í 2. málsgrein 19. greinar laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Í reglum um sakaskrá er ekki gert ráð fyrir því að upplýsingar séu afmáðar úr sakaskrá þegar um afbrot ungmenna er að ræða. Hins vegar gilda sérstakar reglur um útgáfu sakarvottorða, meðal annars þær að yfirleitt ber þar ekki að greina refsingu, sem viðkomandi hefur sætt, þegar meira en 10 ár eru liðin frá afplánun hennar.
Ef 18 ára unglingur er dæmdur fyrir vægt afbrot, er þess þá getið á sakavottorði alla ævi?
Útgáfudagur
6.10.2000
Spyrjandi
N.N.
Tilvísun
Skúli Magnússon. „Ef 18 ára unglingur er dæmdur fyrir vægt afbrot, er þess þá getið á sakavottorði alla ævi?“ Vísindavefurinn, 6. október 2000, sótt 22. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=977.
Skúli Magnússon. (2000, 6. október). Ef 18 ára unglingur er dæmdur fyrir vægt afbrot, er þess þá getið á sakavottorði alla ævi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=977
Skúli Magnússon. „Ef 18 ára unglingur er dæmdur fyrir vægt afbrot, er þess þá getið á sakavottorði alla ævi?“ Vísindavefurinn. 6. okt. 2000. Vefsíða. 22. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=977>.