Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Til hvers þarf maður að læra stærðfræði þegar við getum notað reiknitölvu?

Rögnvaldur G. Möller

Þörf er á stærðfræði:

  • til að geta látið tölvu reikna fyrir sig
  • til að geta tekið þátt í spilum og leikjum
  • til að geta breytt mataruppskrift sem miðuð er við fjóra í uppskrift fyrir sex
  • til að geta metið hvort maður hefur efni á að kaupa það sem mann langar í
  • til að geta reiknað út í huganum hvað vara með 40% afslætti á útsölu kostar
  • til að láta ekki plata sig í viðskiptum
  • til að hafa stjórn á sínum eigin fjármálum
  • til að skilja upplýsingar sem settar eru fram með töflum, línuritum, súluritum og kökuritum
  • til að skilja niðurstöður úr skoðanakönnunum og til að geta metið þýðingu slíkra niðurstaðna
  • til að skilja gang náttúrunnar
  • til að geta tekið afstöðu í þjóðfélagsmálum og verið virkur þátttakandi í lýðræðisþjóðfélagi
  • til að stunda nám í raunvísindum, verkfræði og tæknigreinum, viðskipta-og hagfræði, læknisfræði, heilbrigðisvísindum og félagsvísindum
  • til að ráða við mörg störf (ekki síst þau sem eru vel launuð) og geta bryddað upp á nýjungum og sýnt frumkvæði

Í tölvuvæddu upplýsingasamfélagi hefur einstaklingurinn mun meiri þörf fyrir stærðfræðikunnáttu en áður og þjóðfélagið hefur þörf fyrir fleiri einstaklinga með mikla stærðfræðikunnáttu. Vissulega er hægt að ímynda sér að einstaklingur geti átt góða ævi án þess að hafa nokkra nasasjón af stærðfræði en það að kunna enga stærðfræði takmarkar mjög möguleika einstaklingsins á öllum sviðum lífsins.

Kannski finnst spyrjanda að í skólum sé of miklum tíma eytt í að æfa reikniaðferðir og að alla þá reikninga megi gera á mun einfaldari og fljótlegri hátt með tölvum. Tölvur geta reiknað margt fyrir okkur en tölva getur ekki ákveðið hvað á reikna, hvenær á að reikna, hvernig á að reikna og hvað útkoman segir okkur. Til þessa þarf manneskju sem kann stærðfræði. Reikniæfingar í skólum með blaði og blýanti hafa ekki bara þann tilgang að nemandinn læri nákvæmlega aðferðir heldur er stefnt að því að nemandinn kynnist betur tölunum, vingist við þær og öðlist skilning á eðli þeirra. Slíkt nýtist vel þegar kemur að algebrunámi síðar meir. (Algebra er til dæmis nauðsynleg ef menn vilja nýta sér möguleika töflureikna til hlítar). Það að reikna er síðan aðeins lítill hluti af stærðfræði; stærðfræði snýst um að skilja en ekki að reikna. Hluti af stærðfræðinámi er fólginn í að leysa alls kyns þrautir og verkefni sem hugsa má sem þjálfun fyrir heilann líkt og líkaminn er þjálfaður í íþróttatímum.

Án efa er það rétt að nota megi tölvur mun meira við stærðfræðikennslu á öllum skólastigum og mun það vonandi breytast á næstu árum. Markmið kennara er að tölvur séu notaðar til að auka skilning nemanda á efninu og þannig verður nemandinn betur búinn undir að nota tölvur sem hjálpartæki í framtíðinni og læra á ný forrit. Það er ekki nógu gott ef slokknar á heilabúi nemandans um leið og kveikt er á tölvunni.

Vor og haust má oft sjá nemendur Menntaskólans í Reykjavík hlaupa kringum Tjörnina. Að minnka kennslu í stærðfræði vegna þess að hægt sé að reikna allt í tölvu er að mínu mati álíka skynsamlegt og að íþróttakennarar í Menntaskólanum í Reykjavík legðu af hlaupin kringum Tjörnina vegna þess að miklu auðveldara og fljótlegra sé að keyra í kringum hana á bíl.

Mynd:

Höfundur

Rögnvaldur G. Möller

prófessor í stærðfræði við HÍ

Útgáfudagur

18.9.2000

Spyrjandi

N.N., fæddur 1987

Tilvísun

Rögnvaldur G. Möller. „Til hvers þarf maður að læra stærðfræði þegar við getum notað reiknitölvu?“ Vísindavefurinn, 18. september 2000, sótt 23. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=913.

Rögnvaldur G. Möller. (2000, 18. september). Til hvers þarf maður að læra stærðfræði þegar við getum notað reiknitölvu? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=913

Rögnvaldur G. Möller. „Til hvers þarf maður að læra stærðfræði þegar við getum notað reiknitölvu?“ Vísindavefurinn. 18. sep. 2000. Vefsíða. 23. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=913>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Til hvers þarf maður að læra stærðfræði þegar við getum notað reiknitölvu?

Þörf er á stærðfræði:

  • til að geta látið tölvu reikna fyrir sig
  • til að geta tekið þátt í spilum og leikjum
  • til að geta breytt mataruppskrift sem miðuð er við fjóra í uppskrift fyrir sex
  • til að geta metið hvort maður hefur efni á að kaupa það sem mann langar í
  • til að geta reiknað út í huganum hvað vara með 40% afslætti á útsölu kostar
  • til að láta ekki plata sig í viðskiptum
  • til að hafa stjórn á sínum eigin fjármálum
  • til að skilja upplýsingar sem settar eru fram með töflum, línuritum, súluritum og kökuritum
  • til að skilja niðurstöður úr skoðanakönnunum og til að geta metið þýðingu slíkra niðurstaðna
  • til að skilja gang náttúrunnar
  • til að geta tekið afstöðu í þjóðfélagsmálum og verið virkur þátttakandi í lýðræðisþjóðfélagi
  • til að stunda nám í raunvísindum, verkfræði og tæknigreinum, viðskipta-og hagfræði, læknisfræði, heilbrigðisvísindum og félagsvísindum
  • til að ráða við mörg störf (ekki síst þau sem eru vel launuð) og geta bryddað upp á nýjungum og sýnt frumkvæði

Í tölvuvæddu upplýsingasamfélagi hefur einstaklingurinn mun meiri þörf fyrir stærðfræðikunnáttu en áður og þjóðfélagið hefur þörf fyrir fleiri einstaklinga með mikla stærðfræðikunnáttu. Vissulega er hægt að ímynda sér að einstaklingur geti átt góða ævi án þess að hafa nokkra nasasjón af stærðfræði en það að kunna enga stærðfræði takmarkar mjög möguleika einstaklingsins á öllum sviðum lífsins.

Kannski finnst spyrjanda að í skólum sé of miklum tíma eytt í að æfa reikniaðferðir og að alla þá reikninga megi gera á mun einfaldari og fljótlegri hátt með tölvum. Tölvur geta reiknað margt fyrir okkur en tölva getur ekki ákveðið hvað á reikna, hvenær á að reikna, hvernig á að reikna og hvað útkoman segir okkur. Til þessa þarf manneskju sem kann stærðfræði. Reikniæfingar í skólum með blaði og blýanti hafa ekki bara þann tilgang að nemandinn læri nákvæmlega aðferðir heldur er stefnt að því að nemandinn kynnist betur tölunum, vingist við þær og öðlist skilning á eðli þeirra. Slíkt nýtist vel þegar kemur að algebrunámi síðar meir. (Algebra er til dæmis nauðsynleg ef menn vilja nýta sér möguleika töflureikna til hlítar). Það að reikna er síðan aðeins lítill hluti af stærðfræði; stærðfræði snýst um að skilja en ekki að reikna. Hluti af stærðfræðinámi er fólginn í að leysa alls kyns þrautir og verkefni sem hugsa má sem þjálfun fyrir heilann líkt og líkaminn er þjálfaður í íþróttatímum.

Án efa er það rétt að nota megi tölvur mun meira við stærðfræðikennslu á öllum skólastigum og mun það vonandi breytast á næstu árum. Markmið kennara er að tölvur séu notaðar til að auka skilning nemanda á efninu og þannig verður nemandinn betur búinn undir að nota tölvur sem hjálpartæki í framtíðinni og læra á ný forrit. Það er ekki nógu gott ef slokknar á heilabúi nemandans um leið og kveikt er á tölvunni.

Vor og haust má oft sjá nemendur Menntaskólans í Reykjavík hlaupa kringum Tjörnina. Að minnka kennslu í stærðfræði vegna þess að hægt sé að reikna allt í tölvu er að mínu mati álíka skynsamlegt og að íþróttakennarar í Menntaskólanum í Reykjavík legðu af hlaupin kringum Tjörnina vegna þess að miklu auðveldara og fljótlegra sé að keyra í kringum hana á bíl.

Mynd:...