Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver eru sjö undur veraldar?

HMH

Píramídarnir í Giza eru einu mannvirkin af hinum sjö undrum veraldar sem enn standa. Á myndinni má sjá Keopspíramídann sem kenndur er við Keops, faraó í Egyptalandi.

Hin sjö undur veraldar, svonefnd, eru helstu afrek hinna fornu menningarsamfélaga við Miðjarðarhafið og í Miðausturlöndum á sviði bygginga- og höggmyndalistar, samkvæmt áliti ýmissa. Á þeim lista voru eftirtalin mannvirki:
  • Píramídarnir í Giza -- elsta furðuverkið og hið eina hinna sjö sem stendur að mestu enn þá.
  • Hengigarðarnir í Babýlon -- röð manngerðra stalla sem kenndir eru annaðhvort við Sammu-ramat drottningu eða Nebúkadnes II. konung Babýlon. Menn eru ekki sammála um hvort garðarnir voru í raun til, en þeir eru sagðir byggðir einhvern tíma á 8.-6. öld f.Kr.
  • Seifsstyttan í Ólympíu -- stór, skreytt stytta af guðinum á hásæti sínu, smíðuð um 430 fyrir Krist af Feidíasi frá Aþenu sem var einn frægasti myndhöggvari Forngrikkja.
  • Artemisarhofið í Efesos -- bygging sem kunn er fyrir stærð sína og listaverkin sem skreyttu hana.
  • Mausoleusarhofið í Halikarnassos -- gríðarlega stór gröf konungsins Mausolus af Anatólíu, byggð af ekkju hans Atemesíu. Þetta mannvirki var svo frægt að slík grafhýsi draga nafn af konunginum á mörgum tungumálum og heita mausoleum.
  • Risinn á Ródos -- gríðarlega stór bronsstytta byggð við höfnina í Ródos til minningar um endalok umsáturs um Ródos (305-304 fyrir Krist).
  • Vitinn í Faros við Alexandríu -- þekktasti viti fornaldar, byggður fyrir Ptolemaíos II. af Egyptalandi nálægt 280 fyrir Krist á eyjunni Faros fyrir utan Alexandríu.
Hægt er að skoða hvar í veröldinni þessi mannvirki voru í svari við spurningunni Getið þið sýnt mér kort af sjö undrum veraldar? Einnig er hægt að lesa hvað um þau varð í svari við spurningunni Hvað kom fyrir sjö undur veraldar?

Heimild:

Mynd:

Höfundur

heimspekingur og fyrrverandi starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

8.9.2000

Spyrjandi

Reynir Valbergsson
Þorsteinn Pálsson

Tilvísun

HMH. „Hver eru sjö undur veraldar?“ Vísindavefurinn, 8. september 2000, sótt 24. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=889.

HMH. (2000, 8. september). Hver eru sjö undur veraldar? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=889

HMH. „Hver eru sjö undur veraldar?“ Vísindavefurinn. 8. sep. 2000. Vefsíða. 24. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=889>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver eru sjö undur veraldar?

Píramídarnir í Giza eru einu mannvirkin af hinum sjö undrum veraldar sem enn standa. Á myndinni má sjá Keopspíramídann sem kenndur er við Keops, faraó í Egyptalandi.

Hin sjö undur veraldar, svonefnd, eru helstu afrek hinna fornu menningarsamfélaga við Miðjarðarhafið og í Miðausturlöndum á sviði bygginga- og höggmyndalistar, samkvæmt áliti ýmissa. Á þeim lista voru eftirtalin mannvirki:
  • Píramídarnir í Giza -- elsta furðuverkið og hið eina hinna sjö sem stendur að mestu enn þá.
  • Hengigarðarnir í Babýlon -- röð manngerðra stalla sem kenndir eru annaðhvort við Sammu-ramat drottningu eða Nebúkadnes II. konung Babýlon. Menn eru ekki sammála um hvort garðarnir voru í raun til, en þeir eru sagðir byggðir einhvern tíma á 8.-6. öld f.Kr.
  • Seifsstyttan í Ólympíu -- stór, skreytt stytta af guðinum á hásæti sínu, smíðuð um 430 fyrir Krist af Feidíasi frá Aþenu sem var einn frægasti myndhöggvari Forngrikkja.
  • Artemisarhofið í Efesos -- bygging sem kunn er fyrir stærð sína og listaverkin sem skreyttu hana.
  • Mausoleusarhofið í Halikarnassos -- gríðarlega stór gröf konungsins Mausolus af Anatólíu, byggð af ekkju hans Atemesíu. Þetta mannvirki var svo frægt að slík grafhýsi draga nafn af konunginum á mörgum tungumálum og heita mausoleum.
  • Risinn á Ródos -- gríðarlega stór bronsstytta byggð við höfnina í Ródos til minningar um endalok umsáturs um Ródos (305-304 fyrir Krist).
  • Vitinn í Faros við Alexandríu -- þekktasti viti fornaldar, byggður fyrir Ptolemaíos II. af Egyptalandi nálægt 280 fyrir Krist á eyjunni Faros fyrir utan Alexandríu.
Hægt er að skoða hvar í veröldinni þessi mannvirki voru í svari við spurningunni Getið þið sýnt mér kort af sjö undrum veraldar? Einnig er hægt að lesa hvað um þau varð í svari við spurningunni Hvað kom fyrir sjö undur veraldar?

Heimild:

Mynd:...