Hver er uppruni og saga fingraríms? Hvað nefndist það á frummálinu? Hvernig er hægt að telja út fullkomlega rétt almanak á fingrunum með fingrarími?Þorsteinn Sæmundsson stjörnufræðingur hefur nýlega birt rit um fingrarím á vefsetri Almanaks Háskólans. Þar getur meðal annars að líta forsíðu gamallar bókar á íslensku en latneskt heiti hennar er Dactylismus ecclesiasticus. Það svarar spurningunni um latneska heitið en síðara orðið er lýsingarorð og merkir "kirkjulegur". Dactylismus er hið eiginlega heiti og er dregið af latneska orðinu "dactylus" sem er aftur komið af gríska orðinu "dactylos". Þessi orð merktu fingur eða hnúa en orðið "dactyl" í nútímaensku er hins vegar meðal annars safnheiti um fingur og tær. Hér er hvorki skynsamlegt né við hæfi að endursegja það sem Þorsteinn Sæmundsson hefur nýlega birt á vefsetri eins og þessu hér, heldur bendum við spyrjanda og öðrum áhugamönnum á að kynna sér efnið á fyrrnefndu veffangi.
Hvað er vitað um fingrarím?
Útgáfudagur
10.2.2000
Spyrjandi
Þröstur Freyr Gylfason
Tilvísun
Þorsteinn Vilhjálmsson. „Hvað er vitað um fingrarím?“ Vísindavefurinn, 10. febrúar 2000, sótt 23. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=84.
Þorsteinn Vilhjálmsson. (2000, 10. febrúar). Hvað er vitað um fingrarím? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=84
Þorsteinn Vilhjálmsson. „Hvað er vitað um fingrarím?“ Vísindavefurinn. 10. feb. 2000. Vefsíða. 23. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=84>.