Hraði vatns í lóðréttri bunu niður á við vex með fallhæð samkvæmt jöfnunni
v2 - v02 = 2 ∙ g ∙ yþar sem v er hraðinn, v0 er upphafshraðinn, g er þyngdarhröðunin og y er hæðin sem vatnið hefur fallið um. Ef við köllum þverskurðarflatarmál bununnar A, þá gildir samkvæmt framansögðu að A ∙ v = fasti, en jafnframt má tákna A við geisla eða radía bununnar með jöfnunni A = πr2. Úr þessum jöfnum má auðveldlega finna hvernig geislinn r breytist með hæðinni y. Mynd:
- Wikipedia - Tap water. Sótt 4. 8. 2011.