Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju eru steinar mismunandi á litinn?

Sigurður Steinþórsson

Orðið "steinn" í merkingu spurningarinnar getur þýtt að minnsta kosti tvennt, annars vegar steind eða steintegund, og hins vegar bergtegund. Bergtegundir eru yfirleitt samsettar úr mörgum steintegundum.

Algengast er að "grjót" hér á landi sé svart eða dökkgrátt að lit og er þá oftast blágrýti, sem samanstendur einkum af örsmáum plagíóklas- og pýroxen-kristöllum. Hvít- eða gulleitt grjót, ljósgrýti, er sennilegast líparít, eins og í Móskarðshnjúkum í Esju, Súlum við Akureyri, Baulu í Borgarfirði og ótal öðrum fjöllum hér á landi. Grænt grjót hefur lit sinn sennilega af koparkarbónati (spanskgrænu), rautt af járnoxíði, og svo framvegis.

Til eru mörg þúsund steindir (steintegundir), mismunandi algengar. Hver steind hefur ákveðna efnasamsetningu og atómuppbyggingu sem greinir hana frá öllum öðrum steindum. Litur steindarinnar og aðrir eiginleikar hennar ráðast af þessum þáttum, — efnasamsetningu og grindbyggingu (atómuppbyggingu) — en jafnframt geta ýmis snefilefni breytt lit steindanna. Þannig eru til mörg afbrigði af kvartsi (SiO2), sem í sínu "hreina formi" er glært og kallast þá bergkristall.

  • Amethyst nefnist gagnsætt, fjólublátt afbrigði af kvarsi; liturinn er talinn stafa af snefilefninu mangan.
  • Rósakvars nefnist bleikt eða rauðleitt afbrigði; liturinn dofnar í ljósi en styrkist aftur við raka.
  • Reykkvars er talið fá reyklit sinn fyrir áhrif geislavirkra efna í umhverfinu þar sem það myndaðist.
  • Mjólkurkvars er hvítt að lit vegna aragrúa af örsmáum vökvafylltum bólum í kristalnum.
  • Kattarauga er kvars með hárfínum trefjum; það myndast þegar kvars vex í stað trefjóttrar steindar.
  • Aventúrín er kvars sem inniheldur sæg af glimmerflögum.
  • Járnkvars er rautt eða brúnleitt vegna járnoxíð-nála í kristalnum.

Olíulitir listamanna, litir í steindu gleri og litir í innbrenndum leir eru allir að mestu úr steinaríkinu. Á tímum endurreisnarmálara eins og Leonardós da Vinci bjuggu listamennirnir litina sennilega til sjálfir með því að hræra steinmulning út í olíu. Enn eru steinefni notuð í ýmsa liti, þótt gerviefni hafi sums staðar komið í þeirra stað; til dæmis var blý notað til skamms tíma í hvíta málningu, sem nú er bannað vegna þess að liturinn er eitraður.

Höfundur

Sigurður Steinþórsson

prófessor emeritus

Útgáfudagur

10.8.2000

Spyrjandi

Eiður Sigurðsson, f. 1991

Efnisorð

Tilvísun

Sigurður Steinþórsson. „Af hverju eru steinar mismunandi á litinn?“ Vísindavefurinn, 10. ágúst 2000, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=762.

Sigurður Steinþórsson. (2000, 10. ágúst). Af hverju eru steinar mismunandi á litinn? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=762

Sigurður Steinþórsson. „Af hverju eru steinar mismunandi á litinn?“ Vísindavefurinn. 10. ágú. 2000. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=762>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju eru steinar mismunandi á litinn?
Orðið "steinn" í merkingu spurningarinnar getur þýtt að minnsta kosti tvennt, annars vegar steind eða steintegund, og hins vegar bergtegund. Bergtegundir eru yfirleitt samsettar úr mörgum steintegundum.

Algengast er að "grjót" hér á landi sé svart eða dökkgrátt að lit og er þá oftast blágrýti, sem samanstendur einkum af örsmáum plagíóklas- og pýroxen-kristöllum. Hvít- eða gulleitt grjót, ljósgrýti, er sennilegast líparít, eins og í Móskarðshnjúkum í Esju, Súlum við Akureyri, Baulu í Borgarfirði og ótal öðrum fjöllum hér á landi. Grænt grjót hefur lit sinn sennilega af koparkarbónati (spanskgrænu), rautt af járnoxíði, og svo framvegis.

Til eru mörg þúsund steindir (steintegundir), mismunandi algengar. Hver steind hefur ákveðna efnasamsetningu og atómuppbyggingu sem greinir hana frá öllum öðrum steindum. Litur steindarinnar og aðrir eiginleikar hennar ráðast af þessum þáttum, — efnasamsetningu og grindbyggingu (atómuppbyggingu) — en jafnframt geta ýmis snefilefni breytt lit steindanna. Þannig eru til mörg afbrigði af kvartsi (SiO2), sem í sínu "hreina formi" er glært og kallast þá bergkristall.

  • Amethyst nefnist gagnsætt, fjólublátt afbrigði af kvarsi; liturinn er talinn stafa af snefilefninu mangan.
  • Rósakvars nefnist bleikt eða rauðleitt afbrigði; liturinn dofnar í ljósi en styrkist aftur við raka.
  • Reykkvars er talið fá reyklit sinn fyrir áhrif geislavirkra efna í umhverfinu þar sem það myndaðist.
  • Mjólkurkvars er hvítt að lit vegna aragrúa af örsmáum vökvafylltum bólum í kristalnum.
  • Kattarauga er kvars með hárfínum trefjum; það myndast þegar kvars vex í stað trefjóttrar steindar.
  • Aventúrín er kvars sem inniheldur sæg af glimmerflögum.
  • Járnkvars er rautt eða brúnleitt vegna járnoxíð-nála í kristalnum.

Olíulitir listamanna, litir í steindu gleri og litir í innbrenndum leir eru allir að mestu úr steinaríkinu. Á tímum endurreisnarmálara eins og Leonardós da Vinci bjuggu listamennirnir litina sennilega til sjálfir með því að hræra steinmulning út í olíu. Enn eru steinefni notuð í ýmsa liti, þótt gerviefni hafi sums staðar komið í þeirra stað; til dæmis var blý notað til skamms tíma í hvíta málningu, sem nú er bannað vegna þess að liturinn er eitraður. ...