Sólin Sólin Rís 10:20 • sest 16:07 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:27 • Sest 15:40 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:11 • Síðdegis: 23:50 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:43 • Síðdegis: 17:39 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:20 • sest 16:07 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:27 • Sest 15:40 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:11 • Síðdegis: 23:50 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:43 • Síðdegis: 17:39 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaða tilgangi þjónaði þýski örninn? Var hann til dæmis í skjaldarmerki Þýskalands?

Peter Weiss

Örninn er með útbreiddustu merkjum eða táknum heims og hefur ýmist táknað guðdómlegt vald eða höfðingjavald. Hann finnst í Babýlon, Persíu og Indverjalandi en einnig víða um Evrópu, í skjaldarmerkjum.

Meðal Rómverja var örninn tákn guðsins Júpíters og síðar tákn keisarans. Á tímum Karls mikla varð örninn skjaldarmerki þýskra keisara og táknaði örninn þá vald og mátt keisarans. En örninn gerði líka sýnilega hugmyndina um að Hið heilaga þýsk-rómverska ríki (Heiliges römisches Reich deutscher Nation) sem þá tók yfir mestallan Ítalíuskaga og vesturhluta núverandi Þýskalands, væri í raun arftaki rómverska ríkisins. Örninn var lengst af ýmist ein- eða tvíhöfðaður, eftir því hvort sá er átti hann í skjaldarmerki væri bara konungur eða líka keisari.

Þegar þetta þýska ríki leystist upp 1806 og keisarinn lagði niður titilinn Þýskalandskeisari og kallaði sig fremur keisara Austurríkis, varð örninn tákn fyrir Austurríki og er það enn í dag.

1871 var þýska ríkið endurreist -- án Austurríkis -- og tók ríkið örninn aftur upp sem skjaldarmerki. Skjaldarmerkinu var haldið nær óbreyttu í Weimar-lýðveldinu en hið svokallaða þriðja ríki átti sitt eigið tákn í hakakrossinum. Ef til vill varð það erninum til bjargar, þannig að unnt var að nota hann áfram eftir daga þriðja ríkisins. Hann varð aftur að skjaldarmerki Sambandslýðveldisins Þýskalands 1950, undir nafninu Sambandsörn, og er það enn í dag. Alþýðulýðveldið (DDR) notaði ekki örninn heldur hamar og sirkil sem einhvers konar skjaldarmerki.

Sambandsörninn má meðal annars sjá við vegg í Sambandsþinginu sem er nú í Berlín, og hér á Íslandi er hann á skilti þýska sendiráðsins. Hann er í þýskum vegabréfum, á þýskri mynt og á stimplum frá stofnunum sambandsríkisins en hann er ekki á stimplum einstakra sambandsríkja enda eiga þau sína eigin sögu og eigin skjaldarmerki.

Örninn er þó ekki sérstaklega þýskur. Hann er rómverskur að uppruna og því í raun og veru evrópskur: Hann er í skjaldarmerki nokkurra þýskumælandi ríkja, eins og Brandenburg og Tíról, og ýmissa borga, til dæmis Nürnberg, en hann er líka í skjaldarmerki Pólverja, var áður skjaldarmerki rússneskra keisara og Napóleons I, og örn er meira að segja í skjaldarmerki Bandaríkjanna.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:

Höfundur

lektor í þýsku við HÍ

Útgáfudagur

3.8.2000

Síðast uppfært

28.7.2021

Spyrjandi

Jóhannes Gíslason

Tilvísun

Peter Weiss. „Hvaða tilgangi þjónaði þýski örninn? Var hann til dæmis í skjaldarmerki Þýskalands?“ Vísindavefurinn, 3. ágúst 2000, sótt 22. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=718.

Peter Weiss. (2000, 3. ágúst). Hvaða tilgangi þjónaði þýski örninn? Var hann til dæmis í skjaldarmerki Þýskalands? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=718

Peter Weiss. „Hvaða tilgangi þjónaði þýski örninn? Var hann til dæmis í skjaldarmerki Þýskalands?“ Vísindavefurinn. 3. ágú. 2000. Vefsíða. 22. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=718>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaða tilgangi þjónaði þýski örninn? Var hann til dæmis í skjaldarmerki Þýskalands?

Örninn er með útbreiddustu merkjum eða táknum heims og hefur ýmist táknað guðdómlegt vald eða höfðingjavald. Hann finnst í Babýlon, Persíu og Indverjalandi en einnig víða um Evrópu, í skjaldarmerkjum.

Meðal Rómverja var örninn tákn guðsins Júpíters og síðar tákn keisarans. Á tímum Karls mikla varð örninn skjaldarmerki þýskra keisara og táknaði örninn þá vald og mátt keisarans. En örninn gerði líka sýnilega hugmyndina um að Hið heilaga þýsk-rómverska ríki (Heiliges römisches Reich deutscher Nation) sem þá tók yfir mestallan Ítalíuskaga og vesturhluta núverandi Þýskalands, væri í raun arftaki rómverska ríkisins. Örninn var lengst af ýmist ein- eða tvíhöfðaður, eftir því hvort sá er átti hann í skjaldarmerki væri bara konungur eða líka keisari.

Þegar þetta þýska ríki leystist upp 1806 og keisarinn lagði niður titilinn Þýskalandskeisari og kallaði sig fremur keisara Austurríkis, varð örninn tákn fyrir Austurríki og er það enn í dag.

1871 var þýska ríkið endurreist -- án Austurríkis -- og tók ríkið örninn aftur upp sem skjaldarmerki. Skjaldarmerkinu var haldið nær óbreyttu í Weimar-lýðveldinu en hið svokallaða þriðja ríki átti sitt eigið tákn í hakakrossinum. Ef til vill varð það erninum til bjargar, þannig að unnt var að nota hann áfram eftir daga þriðja ríkisins. Hann varð aftur að skjaldarmerki Sambandslýðveldisins Þýskalands 1950, undir nafninu Sambandsörn, og er það enn í dag. Alþýðulýðveldið (DDR) notaði ekki örninn heldur hamar og sirkil sem einhvers konar skjaldarmerki.

Sambandsörninn má meðal annars sjá við vegg í Sambandsþinginu sem er nú í Berlín, og hér á Íslandi er hann á skilti þýska sendiráðsins. Hann er í þýskum vegabréfum, á þýskri mynt og á stimplum frá stofnunum sambandsríkisins en hann er ekki á stimplum einstakra sambandsríkja enda eiga þau sína eigin sögu og eigin skjaldarmerki.

Örninn er þó ekki sérstaklega þýskur. Hann er rómverskur að uppruna og því í raun og veru evrópskur: Hann er í skjaldarmerki nokkurra þýskumælandi ríkja, eins og Brandenburg og Tíról, og ýmissa borga, til dæmis Nürnberg, en hann er líka í skjaldarmerki Pólverja, var áður skjaldarmerki rússneskra keisara og Napóleons I, og örn er meira að segja í skjaldarmerki Bandaríkjanna.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:...