
Risaskjaldbakan er langlífust allra hryggdýra. Elsta skjaldbakan sem heimildir eru um varð að öllum líkindum 152 ára. Heimildum ber þó ekki fyllilega saman um þennan aldur, en risaskjaldbökur hafa ekki verið rannsakaðar nógu lengi til að hægt sé að fullyrða með vissu um hámarksaldur þeirra. Ekki er talið útilokað að enn séu á lífi risaskjaldbökur sem skriðu úr eggjum sínum þegar Charles Darwin vann að rannsóknum sínum á eyjunum um 1835. Heimildir: Síða frá bandaríka náttúrusögusafninu (The American Museum of Natural History). Upplýsingasíða frá "Discover Galapagos". Ecyclopædia Britannica á vefnum