Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er vindur og rok það sama?

Vignir Már Lýðsson og Þorsteinn Vilhjálmsson

Rok er vissulega vindur en ekki er þar með sagt að vindur sé endilega rok. Vindur verður ef loftþrýstingur er breytilegurr frá einum stað til annars, sjá nánar í svari Haraldar Ólafssonar við spurningunni Af hverju er vindur?. Vindhraðinn er vitanlega mjög mismunandi og er því æskilegt að hafa staðlað kerfi til að lýsa honum (til dæmis ef menn vilja segja frá veðrinu í fjallgöngunni).

Það kerfi sem hvað mest hefur verið notað á Íslandi má kenna við vindstig. Við tölum þá um 0-12 vindstig þar sem 0 er algert logn en 12 svokallað fárviðri. Þetta kerfi er þó ekki notað lengur í veðurfréttum og er nú talað þar í staðinn um metra á sekúndu (m/s) þegar vindstyrk er lýst. Það tók Íslendinga nokkurn tíma að venjast hinu nýja kerfi í stað vindstiganna sem menn voru vanir áður.

Á þessu grafi má lesa vindstyrk í metrum á sekúndu af lóðrétta ásnum út frá vindstigum á þeim lárétta, og öfugt.

Vindstigakerfið var ekki aðeins notað á Íslandi enda er ekki um íslenska uppfinningu að ræða. Á erlendum málum er kerfið kennt við frumkvöðul þess, breska flotaforingjann og haffræðinginn Francis Beaufort (1774 - 1857), og kallað Beaufort-kvarði. Árið 1806 setti Beaufort þennan kvarða fram og byggði hann þá á því hvaða segl væri hægt að hafa uppi við mismunandi vindstyrk. Þessum aðstæðum var lýst með tölum frá 0-12 sem kölluðust vindstig. Um 1860 var kvarðinn aðlagaður að landi og fékk þá nytjagildi fyrir landkrabba auk þess sem gildi á skalanum miðuðust við ákveðinn fjölda snúninga á vindmæli.

Til er ákveðin formúla til að breyta vindstigum í metra á sekúndu og öfugt. Hún er þó ekki eins einföld og virðast kann við fyrstu sýn. Hins vegar má styðjast við það að upp að 6 vindstigum er jafnsterkur vindur í metrum á sekúndu aðeins minna en tvöfalt það vindstig sem á að breyta. Þannig eru 6 vindstig því sem næst 12 m/s og eftir það er styrkur í metrum á sekúndu aðeins meira en tvöföld tala vindstiganna. Þetta er þó ekki línulegt því að 12 vindstig eru um 34 m/s.

Ef B er fjöldi vindstiga á kvarða Beauforts og V er vindhraðinn í metrum á sekúndu fást almenn vensl þessara talna með jöfnunni:
V2 = 0,699 B3

Í stað þess að nota tölur til að lýsa vindstigum eru einnig notuð ákveðin orð fyrir ákveðinn vindstyrk. Þú hefur eflaust einhvern tímann heyrt í veðurfréttum talað um "stinningsgolu" eða "stinningskalda". Þessi orð þýða ákveðinn vindstyrk og má sjá stöðluð heiti vindstiga í töflunni hér á eftir ásamt vindhraða í metrum á sekúndu, kílómetrum á klukkustund og hnútum sem notaðir eru í siglingum (1 m/s = 3,6 km/klst = 1,944 hnútar):

heitivindstigm/skm/klsthnútar
logn0000
andvari10,83,01,6
kul22,48,54,6
gola34,315,68,4
stinningsgola46,724,113,0
kaldi59,333,618,2
stinningskaldi612,344,223,9
allhvass vindur715,555,730,1
hvassviðri818,968,136,8
stormur922,681,343,9
rok1026,495,251,4
ofsaveður1130,5109,859,3
fárviðri1234,8125,167,6

Heimildir og mynd:

Höfundar

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

19.9.2007

Síðast uppfært

17.1.2022

Spyrjandi

Sigurþór Þórsson, f. 1991

Tilvísun

Vignir Már Lýðsson og Þorsteinn Vilhjálmsson. „Er vindur og rok það sama?“ Vísindavefurinn, 19. september 2007, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6808.

Vignir Már Lýðsson og Þorsteinn Vilhjálmsson. (2007, 19. september). Er vindur og rok það sama? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6808

Vignir Már Lýðsson og Þorsteinn Vilhjálmsson. „Er vindur og rok það sama?“ Vísindavefurinn. 19. sep. 2007. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6808>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er vindur og rok það sama?
Rok er vissulega vindur en ekki er þar með sagt að vindur sé endilega rok. Vindur verður ef loftþrýstingur er breytilegurr frá einum stað til annars, sjá nánar í svari Haraldar Ólafssonar við spurningunni Af hverju er vindur?. Vindhraðinn er vitanlega mjög mismunandi og er því æskilegt að hafa staðlað kerfi til að lýsa honum (til dæmis ef menn vilja segja frá veðrinu í fjallgöngunni).

Það kerfi sem hvað mest hefur verið notað á Íslandi má kenna við vindstig. Við tölum þá um 0-12 vindstig þar sem 0 er algert logn en 12 svokallað fárviðri. Þetta kerfi er þó ekki notað lengur í veðurfréttum og er nú talað þar í staðinn um metra á sekúndu (m/s) þegar vindstyrk er lýst. Það tók Íslendinga nokkurn tíma að venjast hinu nýja kerfi í stað vindstiganna sem menn voru vanir áður.

Á þessu grafi má lesa vindstyrk í metrum á sekúndu af lóðrétta ásnum út frá vindstigum á þeim lárétta, og öfugt.

Vindstigakerfið var ekki aðeins notað á Íslandi enda er ekki um íslenska uppfinningu að ræða. Á erlendum málum er kerfið kennt við frumkvöðul þess, breska flotaforingjann og haffræðinginn Francis Beaufort (1774 - 1857), og kallað Beaufort-kvarði. Árið 1806 setti Beaufort þennan kvarða fram og byggði hann þá á því hvaða segl væri hægt að hafa uppi við mismunandi vindstyrk. Þessum aðstæðum var lýst með tölum frá 0-12 sem kölluðust vindstig. Um 1860 var kvarðinn aðlagaður að landi og fékk þá nytjagildi fyrir landkrabba auk þess sem gildi á skalanum miðuðust við ákveðinn fjölda snúninga á vindmæli.

Til er ákveðin formúla til að breyta vindstigum í metra á sekúndu og öfugt. Hún er þó ekki eins einföld og virðast kann við fyrstu sýn. Hins vegar má styðjast við það að upp að 6 vindstigum er jafnsterkur vindur í metrum á sekúndu aðeins minna en tvöfalt það vindstig sem á að breyta. Þannig eru 6 vindstig því sem næst 12 m/s og eftir það er styrkur í metrum á sekúndu aðeins meira en tvöföld tala vindstiganna. Þetta er þó ekki línulegt því að 12 vindstig eru um 34 m/s.

Ef B er fjöldi vindstiga á kvarða Beauforts og V er vindhraðinn í metrum á sekúndu fást almenn vensl þessara talna með jöfnunni:
V2 = 0,699 B3

Í stað þess að nota tölur til að lýsa vindstigum eru einnig notuð ákveðin orð fyrir ákveðinn vindstyrk. Þú hefur eflaust einhvern tímann heyrt í veðurfréttum talað um "stinningsgolu" eða "stinningskalda". Þessi orð þýða ákveðinn vindstyrk og má sjá stöðluð heiti vindstiga í töflunni hér á eftir ásamt vindhraða í metrum á sekúndu, kílómetrum á klukkustund og hnútum sem notaðir eru í siglingum (1 m/s = 3,6 km/klst = 1,944 hnútar):

heitivindstigm/skm/klsthnútar
logn0000
andvari10,83,01,6
kul22,48,54,6
gola34,315,68,4
stinningsgola46,724,113,0
kaldi59,333,618,2
stinningskaldi612,344,223,9
allhvass vindur715,555,730,1
hvassviðri818,968,136,8
stormur922,681,343,9
rok1026,495,251,4
ofsaveður1130,5109,859,3
fárviðri1234,8125,167,6

Heimildir og mynd:

...