Steypireyðurin (Balaenoptera musculus) eða bláhvalur er stærsta skepna sem lifir á jörðinni. Sú lengsta steypireyður sem veiðst hefur var kýr sem mældist 33,58 m að lengd. Kelfd hvalkýr getur orðið allt að 200 tonn. Það jafngildir þyngd 35 afríkufíla (en afríkufíllinn er stærsta núlifandi landdýr). Hún getur mjólkað allt að 590 kg á dag. Tunga úr 187 tonna kú sem veiddist 1947 vó 4,29 tonn og hjarta sama dýrs reyndist 698,5 kg að þyngd. Heimild: Heimsmetabók Guinness. Ritstjóri: Örnólfur Thorlacius. Örn og Örlygur 1985. Mynd af vefsetrinu Earthwindow.com
Hvaða dýr er þyngst og hvað er það þungt?
Steypireyðurin (Balaenoptera musculus) eða bláhvalur er stærsta skepna sem lifir á jörðinni. Sú lengsta steypireyður sem veiðst hefur var kýr sem mældist 33,58 m að lengd. Kelfd hvalkýr getur orðið allt að 200 tonn. Það jafngildir þyngd 35 afríkufíla (en afríkufíllinn er stærsta núlifandi landdýr). Hún getur mjólkað allt að 590 kg á dag. Tunga úr 187 tonna kú sem veiddist 1947 vó 4,29 tonn og hjarta sama dýrs reyndist 698,5 kg að þyngd. Heimild: Heimsmetabók Guinness. Ritstjóri: Örnólfur Thorlacius. Örn og Örlygur 1985. Mynd af vefsetrinu Earthwindow.com
Útgáfudagur
21.7.2000
Spyrjandi
Ragnar Þór Hafsteinsson
Tilvísun
HMH. „Hvaða dýr er þyngst og hvað er það þungt?“ Vísindavefurinn, 21. júlí 2000, sótt 22. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=679.
HMH. (2000, 21. júlí). Hvaða dýr er þyngst og hvað er það þungt? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=679
HMH. „Hvaða dýr er þyngst og hvað er það þungt?“ Vísindavefurinn. 21. júl. 2000. Vefsíða. 22. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=679>.