Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver er hættulegasti fiskur í sjónum?

Haukur Már Helgason

Örðugt er að segja hvaða fiskar eru hættulegastir enda er hætta ávallt afar aðstæðubundin.

Eitruðustu fiskar heims eru hins vegar af ættkvísl steinfiska. Tvær tegundir, sem er að finna í Indlands- og Kyrrahafi, og nefnast hryllisteinn (Synanceja horrida) og vörtusteinn (Synanceja verrucosa), hafa stærsta eiturkirtil sem vitað er um á fiskum. Uggarnir gefa frá sér banvænt taugaeitur -- snerting getur drepið.

Rafmagnaðastur fiska er hrökkálinn (Electrophorus electricus) sem lifir í ám Brasilíu, Kólombíu, Venesúela og Perú. Meðalstór hrökkáll getur gefið frá sér 1 ampers straum með 400 volta spennu. Mælst hefur allt að 650 volta spenna frá fiskum af þessari tegund.

Heimild: Heimsmetabók Guinness. Ritstjóri: Örnólfur Thorlacius. Reykjavík: Örn og Örlygur, 1985.

Ljósmynd af vefsetrinu MBWEB

Höfundur

heimspekingur og fyrrverandi starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

20.7.2000

Spyrjandi

Andri Valgeirsson

Efnisorð

Tilvísun

Haukur Már Helgason. „Hver er hættulegasti fiskur í sjónum?“ Vísindavefurinn, 20. júlí 2000, sótt 23. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=675.

Haukur Már Helgason. (2000, 20. júlí). Hver er hættulegasti fiskur í sjónum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=675

Haukur Már Helgason. „Hver er hættulegasti fiskur í sjónum?“ Vísindavefurinn. 20. júl. 2000. Vefsíða. 23. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=675>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver er hættulegasti fiskur í sjónum?
Örðugt er að segja hvaða fiskar eru hættulegastir enda er hætta ávallt afar aðstæðubundin.

Eitruðustu fiskar heims eru hins vegar af ættkvísl steinfiska. Tvær tegundir, sem er að finna í Indlands- og Kyrrahafi, og nefnast hryllisteinn (Synanceja horrida) og vörtusteinn (Synanceja verrucosa), hafa stærsta eiturkirtil sem vitað er um á fiskum. Uggarnir gefa frá sér banvænt taugaeitur -- snerting getur drepið.

Rafmagnaðastur fiska er hrökkálinn (Electrophorus electricus) sem lifir í ám Brasilíu, Kólombíu, Venesúela og Perú. Meðalstór hrökkáll getur gefið frá sér 1 ampers straum með 400 volta spennu. Mælst hefur allt að 650 volta spenna frá fiskum af þessari tegund.

Heimild: Heimsmetabók Guinness. Ritstjóri: Örnólfur Thorlacius. Reykjavík: Örn og Örlygur, 1985.

Ljósmynd af vefsetrinu MBWEB...