Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Samkvæmt "Ritreglum" Íslenskrar málstöðvar sem gefnar voru út í Stafsetningarorðabókinni árið 2006 er stafrófið samsett úr 32 bókstöfum og þar er ekki að finna c, q, z eða w.
Í 3. útgáfu Íslenskrar orðabókar frá 2002 eru umræddir fjórir bókstafir sagðir tilheyra íslenska stafrófinu sem viðbótarstafir:
að viðbættum 4 algengum erlendum eða umfrömum bókstöfum (bls. 1449.)
Til er stafrófsvísa eftir Þórarinn Eldjárn um íslenska stafrófið:
A, á, b, d, ð, e, é,
f, g, h, i, í, j, k.
L, m, n, o, ó og p
eiga þar að standa hjá.
R, s, t, u, ú, v næst,
x, y, ý, svo þ, æ, ö.
Íslenskt stafróf er hér læst
í erindi þessi skrítin tvö.
Í sérnöfnum, erlendum að uppruna, má rita z, t.d. Zóphanías, Zakarías, Zimsen o.s.frv.
Í ættarnöfnum, sem gerð eru af mannanöfnum, sem hafa tannhljóð í enda stofns, má rita z, t.d. Haralz, Sigurz, Eggerz o.s.frv.
Þó að þessir fjórir bókstafir séu sjaldséðir í íslensku ritmáli er afar gagnlegt að kunna þá.
Við þurfum til dæmis að nota þá í mörgum öðrum tungumálum sem við lærum og það mundi ýmislegt fara fram hjá okkur í íslensku málumhverfi ef við vissum ekkert um stafina.
Það getur til dæmis verið gagnlegt að kunna skil á þessum viðbótarstöfum:
Jón Gunnar Þorsteinsson. „Hvenær féllu c, q, z og w úr íslenska stafrófinu og hvers vegna?“ Vísindavefurinn, 8. maí 2007, sótt 24. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6629.
Jón Gunnar Þorsteinsson. (2007, 8. maí). Hvenær féllu c, q, z og w úr íslenska stafrófinu og hvers vegna? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6629
Jón Gunnar Þorsteinsson. „Hvenær féllu c, q, z og w úr íslenska stafrófinu og hvers vegna?“ Vísindavefurinn. 8. maí. 2007. Vefsíða. 24. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6629>.