Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Ég tel að við þessari spurningu sé ekki til neitt eitt rétt svar og kemur þar aðallega þrennt til:
Það er skilgreiningaratriði hvað er harður diskur. Í stórum tölvukerfum er notað kerfi sem kallast RAID en það stendur fyrir "Redundant Array of Independent Disks". Þar eru margir harðir diskar tengdir saman en frá notandanum líta þeir út sem einn. RAID býður upp á meira öryggi og meiri afköst en stök drif.
Mjög erfitt er að segja til um hver er stærsti einstaki harði diskurinn, þar sem stöðug þróun er á þessu sviði. Stærsti IDE diskurinn sem er til sölu á almennum markaði er um 75 GB [Stærsti 22. júlí 2010 er 750 GB]. En sjálfsagt eru til stærri diskar í rannsóknarstofum IBM eða annara sem fást við slíka smíði.
Það er algjörlega útilokað að segja til um hvaða RAID-kerfi er stærst. Dæmigerður RAID skápur er meira en 300 GB en með því að tengja marga saman þá fæst gífurlegt geymslupláss, samanber svar sama höfundar við spurningunni um öflugustu tölvu í heimi.
Auk þessa er miklu áhugaverðara hver er minnsti harði diskurinn! Ekki í geymslurými heldur að rúmtaki. Þann 23. júní árið 2000 kynnti IBM að þeim hefði tekist að smíða 1 GB Microdrive-disk. Microdrive-diskarnir er ætlaðir til notkunar í stafrænum myndavélum og öðru slíku. Þá má einnig nota í svonefndum PC- eða PCMIA-raufum á fartölvum. Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd er diskurinn ekki mjög stór, peningurinn á myndinni er 25 centa peningur sem er svipaður á stærð og fimmkall [Minnsti harði diskurinn 22. júlí 2010 er aðeins tvö grömm og um tveir sentímetrar (sjá mynd til hægri) og getur geymt 8 GB].
Þess má geta til að lýsa þróuninni í hörðum diskum að IBM kynnti fyrsta gígabæta harðdiskinn árið 1980. Hann var á stærð við stóran ísskáp, um 250 kg að þyngd og kostaði um 40000 Bandaríkjadali. Míkródrifið er hins vegar minna en eldspýtnabréf, vegur minna en 30 g og kemur til með kosta innan við 500 dali.
Frekara lesefni af Vîsindavefnum:
Bergþór Jónsson. „Hver er stærsti harði diskur í heimi og hver á hann?“ Vísindavefurinn, 17. júlí 2000, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=659.
Bergþór Jónsson. (2000, 17. júlí). Hver er stærsti harði diskur í heimi og hver á hann? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=659
Bergþór Jónsson. „Hver er stærsti harði diskur í heimi og hver á hann?“ Vísindavefurinn. 17. júl. 2000. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=659>.