Sólin Sólin Rís 10:20 • sest 16:07 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:27 • Sest 15:40 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:11 • Síðdegis: 23:50 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:43 • Síðdegis: 17:39 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:20 • sest 16:07 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:27 • Sest 15:40 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:11 • Síðdegis: 23:50 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:43 • Síðdegis: 17:39 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig eru tölvuleikir búnir til?

Bergþór Jónsson

Tölvuleikir eru í eðli sínu ekkert frábrugðnir öðrum forritum þannig að allir tölvuleikir eiga það sameiginlegt að einhver maður eða hópur manna skrifar forrit sem síðan er keyrt á tölvum. Leikurinn bregst síðan við því sem notandinn gerir á fyrirfram ákveðinn hátt.


En auðvitað er mikill munur á tölvuleikjum. Það eru til einfaldir leikir eins og til dæmis Minesweeper sem fylgir með Windows og er 24 kB og risavaxnir leikir eins og til dæmis Phantasmagoria sem er á 7 geisladiskum.

Stórir þrívíðir tölvuleikir þar sem koma fyrir persónur eru búnir til á svipaðan hátt og bíómyndir. Í grunninn fer það fram eitthvað líkt þessu:

  • Einhver fær hugmynd að leik.
  • Hugmyndin er útfærð nánar og nauðsynlegar rannsóknir framkvæmdar.
  • Skrifað er handrit með grunnsöguþræði leiksins.
  • Hugsaðar eru upp þrautir fyrir persónur leiksins að takast á við.
  • Teiknaður er bakgrunnur með umhverfi leiksins.
  • Hreyfingar leikara eru kvikmyndaðar og settar inn í tölvu til að fá sem eðlilegastar hreyfingar fyrir persónu leiksins.
  • Ef föst atriði koma fyrir í leiknum eru þau tekin upp.
  • Gæðastjórnun, athugað að leikurinn sé eins og hann á að vera.


Hér á eftir er nánari lýsing á því hvernig leikurinn Black Dahlia varð til.



Hönnunarferlið:

Black Dahlia byggist á raunverulegum atburðum, morði leikkonunnar Elizabeth Short 1947. Hönnunarteymið safnaði öllum upplýsingum sem hægt var að finna um morðið, Elizabeth Short og Cleveland’s Torso Killer, sem var grunaður um morðið. Einnig var safnað upplýsingum um tísku og annað sem setti svip sinn á þann tíma sem leikurinn á að gerast.

Eftir margra mánaða vinnu var hönnun leiksins lokið. Í 500 blaðsíðna bók voru frumdrög að því sem vera ætti í leiknum, gátur, hljóð, hlutir og handrit að meira en 60 atriðum í leiknum.

Kvikmyndunin:

Við kvikmyndunina var beitt tækni sem kölluð er „blátt tjald" (e. blue-screen) en hún felst í því að bak við leikaranna er blátt tjald sem síðan er klippt út og réttur bakgrunnur settur inn.

Teiknivinnan:

Geysileg vinna fór í að endurskapa rétt umhverfi. Ekki þurfti einungis að hafa hvert smáatriði rétt í austurlenskum teppum eða gömlum útvarpstækjum, heldur þurftu listamennirnir að láta áhorfandann fá tilfinningu fyrir þrívíðu umhverfi þótt þeir væru auðvitað að vinna í tvívíðu umhverfi tövuskjásins.

Gæðastjórnun:

Að síðustu þurfti að sjálfsögðu að leika sér, það er að segja að finna út hvort einhverjir gallar væru í leiknum. Þar sem hann var gerður í nokkrum hlutum þá þurfti að skoða hvort einhvers staðar væri misræmi eða gallar í plottinu.

Frekara lesefni af Vísindavefnum:

Mynd: HB

Höfundur

framhaldsnemi í tölvunarfræði við DTU

Útgáfudagur

17.7.2000

Spyrjandi

Þórunn Lilja

Tilvísun

Bergþór Jónsson. „Hvernig eru tölvuleikir búnir til?“ Vísindavefurinn, 17. júlí 2000, sótt 22. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=658.

Bergþór Jónsson. (2000, 17. júlí). Hvernig eru tölvuleikir búnir til? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=658

Bergþór Jónsson. „Hvernig eru tölvuleikir búnir til?“ Vísindavefurinn. 17. júl. 2000. Vefsíða. 22. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=658>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig eru tölvuleikir búnir til?
Tölvuleikir eru í eðli sínu ekkert frábrugðnir öðrum forritum þannig að allir tölvuleikir eiga það sameiginlegt að einhver maður eða hópur manna skrifar forrit sem síðan er keyrt á tölvum. Leikurinn bregst síðan við því sem notandinn gerir á fyrirfram ákveðinn hátt.


En auðvitað er mikill munur á tölvuleikjum. Það eru til einfaldir leikir eins og til dæmis Minesweeper sem fylgir með Windows og er 24 kB og risavaxnir leikir eins og til dæmis Phantasmagoria sem er á 7 geisladiskum.

Stórir þrívíðir tölvuleikir þar sem koma fyrir persónur eru búnir til á svipaðan hátt og bíómyndir. Í grunninn fer það fram eitthvað líkt þessu:

  • Einhver fær hugmynd að leik.
  • Hugmyndin er útfærð nánar og nauðsynlegar rannsóknir framkvæmdar.
  • Skrifað er handrit með grunnsöguþræði leiksins.
  • Hugsaðar eru upp þrautir fyrir persónur leiksins að takast á við.
  • Teiknaður er bakgrunnur með umhverfi leiksins.
  • Hreyfingar leikara eru kvikmyndaðar og settar inn í tölvu til að fá sem eðlilegastar hreyfingar fyrir persónu leiksins.
  • Ef föst atriði koma fyrir í leiknum eru þau tekin upp.
  • Gæðastjórnun, athugað að leikurinn sé eins og hann á að vera.


Hér á eftir er nánari lýsing á því hvernig leikurinn Black Dahlia varð til.



Hönnunarferlið:

Black Dahlia byggist á raunverulegum atburðum, morði leikkonunnar Elizabeth Short 1947. Hönnunarteymið safnaði öllum upplýsingum sem hægt var að finna um morðið, Elizabeth Short og Cleveland’s Torso Killer, sem var grunaður um morðið. Einnig var safnað upplýsingum um tísku og annað sem setti svip sinn á þann tíma sem leikurinn á að gerast.

Eftir margra mánaða vinnu var hönnun leiksins lokið. Í 500 blaðsíðna bók voru frumdrög að því sem vera ætti í leiknum, gátur, hljóð, hlutir og handrit að meira en 60 atriðum í leiknum.

Kvikmyndunin:

Við kvikmyndunina var beitt tækni sem kölluð er „blátt tjald" (e. blue-screen) en hún felst í því að bak við leikaranna er blátt tjald sem síðan er klippt út og réttur bakgrunnur settur inn.

Teiknivinnan:

Geysileg vinna fór í að endurskapa rétt umhverfi. Ekki þurfti einungis að hafa hvert smáatriði rétt í austurlenskum teppum eða gömlum útvarpstækjum, heldur þurftu listamennirnir að láta áhorfandann fá tilfinningu fyrir þrívíðu umhverfi þótt þeir væru auðvitað að vinna í tvívíðu umhverfi tövuskjásins.

Gæðastjórnun:

Að síðustu þurfti að sjálfsögðu að leika sér, það er að segja að finna út hvort einhverjir gallar væru í leiknum. Þar sem hann var gerður í nokkrum hlutum þá þurfti að skoða hvort einhvers staðar væri misræmi eða gallar í plottinu.

Frekara lesefni af Vísindavefnum:

Mynd: HB...