Sólin Sólin Rís 10:20 • sest 16:07 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:27 • Sest 15:40 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:11 • Síðdegis: 23:50 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:43 • Síðdegis: 17:39 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:20 • sest 16:07 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:27 • Sest 15:40 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:11 • Síðdegis: 23:50 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:43 • Síðdegis: 17:39 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Sólin er heit en af hverju gerir hún ekki gat á ósónlagið?

Ágúst Kvaran

Mikið rétt; sólin er heit eins og við skynjum svo glöggt á sólríkum dögum. Það er þó ekki sólarhitinn sem getur valdið því að gat kunni að myndast á ósonlagið (nema með óbeinum hætti), heldur sólargeislarnir sem frá sólinni stafa. Sólargeislarnir geta valdið eyðingu ósonsameindanna sem mynda ósonlagið. Til allrar hamingju myndast þó ósonsameindir jafnóðum aftur uppi í háloftunum, einnig fyrir tilstilli sólargeislunarinnar. Það er því stöðugt í gangi eyðing og myndun efnisins óson í andrúmsloftinu yfir jörðinni og jafnvægisástand ríkir þegar jafn mikið myndast og eyðist.

Það er einungis þegar þetta jafnvægisástand raskast, þannig að eyðingin verður meiri / hraðari en myndunin, sem hætta er á myndun ósongats. Sýnt hefur verið fram á að slíkt getur gerst fyrir áhrif ýmissa mengunarefna frá jörðinni. Þess vegna hefir notkun slíkra efna verið bönnuð víða um heim.

Nánar er frá þessu greint í svari við spurningunni Hvernig myndast ósonlagið og er talið að það muni einhvern tímann eyðast?

Höfundur

Ágúst Kvaran

prófessor emeritus í eðlisefnafræði við HÍ

Útgáfudagur

5.9.2002

Spyrjandi

Bríet Guðmundsdóttir, f. 1989

Tilvísun

Ágúst Kvaran. „Sólin er heit en af hverju gerir hún ekki gat á ósónlagið?“ Vísindavefurinn, 5. september 2002, sótt 22. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=651.

Ágúst Kvaran. (2002, 5. september). Sólin er heit en af hverju gerir hún ekki gat á ósónlagið? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=651

Ágúst Kvaran. „Sólin er heit en af hverju gerir hún ekki gat á ósónlagið?“ Vísindavefurinn. 5. sep. 2002. Vefsíða. 22. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=651>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Sólin er heit en af hverju gerir hún ekki gat á ósónlagið?
Mikið rétt; sólin er heit eins og við skynjum svo glöggt á sólríkum dögum. Það er þó ekki sólarhitinn sem getur valdið því að gat kunni að myndast á ósonlagið (nema með óbeinum hætti), heldur sólargeislarnir sem frá sólinni stafa. Sólargeislarnir geta valdið eyðingu ósonsameindanna sem mynda ósonlagið. Til allrar hamingju myndast þó ósonsameindir jafnóðum aftur uppi í háloftunum, einnig fyrir tilstilli sólargeislunarinnar. Það er því stöðugt í gangi eyðing og myndun efnisins óson í andrúmsloftinu yfir jörðinni og jafnvægisástand ríkir þegar jafn mikið myndast og eyðist.

Það er einungis þegar þetta jafnvægisástand raskast, þannig að eyðingin verður meiri / hraðari en myndunin, sem hætta er á myndun ósongats. Sýnt hefur verið fram á að slíkt getur gerst fyrir áhrif ýmissa mengunarefna frá jörðinni. Þess vegna hefir notkun slíkra efna verið bönnuð víða um heim.

Nánar er frá þessu greint í svari við spurningunni Hvernig myndast ósonlagið og er talið að það muni einhvern tímann eyðast?...