Viktoría Jensdóttir, Guðrún Oddsdóttir, Grétar Gunnarsson, Sigurlín Atladóttir, Steinunn Lilja Heiðarsdóttir, Sveinar Gunnarsson
Margar konur hafa upplifað það að tíðahringur þeirra er í takt við tíðahring kvenna sem þær eru í miklum samvistum við eða búa með. Þetta getur til dæmis gerst hjá mæðgum, systrum, sambýlingum, vinnufélugum eða nánum vinkonum. Rannsóknir hafa sýnt að svokölluð ferómón eða lyktarhormón stýra þessari samstillingu.
Þessar vinkonur gætu verið með samstilltan tíðahring.
Einnig hefur komið ljós að efni frá húð karlmanna sem konur umgangast náið hefur áhrif á tíðahring þeirra. Þessi efni valda því að tíðahringurinn styttist og verður reglulegri. Samstilling sem þessi er mjög vel þekkt í dýraríkinu, sérstaklega hjá dýrum sem lifa í nánum hópum. Þar er algengt er að kvendýrin séu samstillt á ákveðinn fengitíma. Ekki er vitað hvaða þýðingu slíkt hefur hjá nútímakonum eða hvort það þjóni einhverjum tilgangi. Hugsanlega eru þetta þróunarfræðilegar leifar sem glatað hafa tilgangi sínum hjá nútímamönnum. Hvað sem því líður er það þó staðreynd að tíðarhingir kvenna í nánum samvistum samstillast vegna þeirra lyktarhormóna sem þær gefa frá sér. Heimildir og mynd: