Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hversu algengt er að höfundar drepi aðalpersónurnar í frægum bókum eða bókaröðum?

Stella Soffía Jóhannesdóttir

Upphaflega hljóðaði spurningin svona:
Í frægum bókum eða bókaseríum hvað er hátt hlutfallið á því að höfundarnir drepi aðalpersónurnar?

Svarið sem hér birtist er ekki vísindaleg könnun á því hvort algengt sé að aðalhetjur í bókaseríum séu drepnar heldur eru þetta fremur vangaveltur um efnið.

Þegar höfundur lýkur við bók lýkur þar með lífi persónunnar sem hann hefur skapað. Lesanda er að sjálfsögðu frjálst að lesa það sem hann vill út úr sögulokunum: Hvað tekur nú við hjá þeim? Hvað skyldu þau fara að gera núna? og svo framvegis. Séu persónurnar látnar farast á voveiflegan hátt er lesandanum líka frjálst að túlka það eins og honum sýnist. Var þetta kannski bara plat? Rís hann upp frá dauðum? og svo framvegis.

Meðvituð ákvörðun höfundar um að drepa hetjuna getur verið verkfæri í höndum hans. Höfundur ætlar sér ekki að láta verða framhald á sögunni og til þess að ganga frá öllum lausum endum eru örlög hetjunnar ákvörðuð með endanlegum hætti. Það þykir ekki góð latína þegar söguhetjan snýr aftur eins og ekkert sé þótt hún hafi dáið áður. Frægt dæmi um þetta er þegar Bobby Ewing, yngsti sonurinn í Dallas-sjónvarpsþáttunum, lætur lífið í bílslysi í lok sjöundu þáttaraðar. Eftir þetta dró hins vegar mikið úr áhorfinu á Dallas og í kjöldarið var Bobby látinn snúa aftur. Andlát hans, og reyndar öll áttunda þáttaröðin eins og hún lagði sig, var þá látið vera draumur Pamelu, eiginkonu Bobbys.

Það er vel þekkt í Íslendingasögunum þegar hetjurnar deyja í blóma lífsins og jafnvel í miðri sögu. Þannig er Gunnar á Hlíðarenda veginn í Njálu, og Kjartan Ólafsson fellur fyrir hendi Bolla fóstbróður síns í Laxdælu. Gunnar kemur að vísu fram sem draugur síðar, en lífi persónanna er þó lokið og engum dytti í hug að skrifa nokkurt framhald þar á. Það má svo velta því fyrir sér hvort sviplegt fráfall þessara kappa eigi kannski einhvern þátt í því hversu ljóslifandi þeir virðast standa fyrir hugskotssjónum lesenda?

Ofurmennið, eða Superman eins og hann heitir á ensku, er teiknimyndasöguhetja mörgum að góðu kunn. Fyrsta heftið um Ofurmennið kom út árið 1938 og hafa jafnframt verið gerðar nokkrar bíómyndir um kappann. Árið 1993, þegar Ofurmennið hafði bjargað heiminum og barist við hið illa í 55 ár, kom hins vegar að dauðastundinni. Ofurmennið barðist við illmennið Dómsdag eða Doomsday, og lyktaði því svo að báðir létu lífið.

Dauði Ofurmennisins vakti gríðarlega athygli enda ein frægasta teiknimyndasöguhetja allra tíma. Fjallað var um atburðinn í helstu fjölmiðlum heims eins og um merkisviðburð væri að ræða, sem það auðvitað var. Það er ekki á hverjum degi sem hetja á borð við Ofurmennið fellur fyrir hendi höfunda sinna. Sagan hélt samt áfram og Ofurmennið lifnaði við síðar til þess að halda áfram að aðstoða mannkynið í baráttunni við hið illa.

Í Hringadróttinssögu J. R. R. Tolkiens (1892-1973) eru margar mikilvægar persónur. Fróði Baggi er ein aðalhetjan, en það er hann sem á að tortíma hringnum eina.



Fróði Baggi gekk í gegnum miklar raunir við að eyða hringnum eina og líf hans verður aldrei samt aftur.

Fróði lýkur verkefni sínu með sóma en hvað bíður hans eftir það? Lífið er breytt eftir allt sem hann gekk í gegnum á leiðinni. Hlutverki hans sem hringbera er lokið og þar með hlutverki hans í þessu lífi. Sögunni lýkur á bátsferð Fróða yfir í annan heim og þar með yfir í annað líf. Er ekki hobbitinn Fróði Baggi, sem félagar hans úr Héraði þekktu, þar með dáinn? Örlög hans minna á örlög Artúrs konungs, sem helsærður er fluttur til eyjarinnar Avalon. Þaðan snýr hann kannski aftur þegar þar að kemur. Í Hringadróttinssögu snýr galdramaðurinn Gandálfur jafnframt aftur eftir að hafa horfið á sviplegan hátt inni í námum dverganna í fjallinu Moría.

Á þessu ári er von á sjöundu og síðustu bókinni í bókaröðinni um galdrastrákinn Harry Potter. Nokkuð hefur borið á orðrómi um að einhver af aðalpersónunum deyi, jafnvel Harry sjálfur. Ljóst er að dauði hans myndi hafa mikil áhrif á lesendur bókanna enda er töfradrengurinn Harry Potter dáður um heim allan.



Aðdáendur galdrastráksins Harry Potter velta því nú fyrir sér hver örlög hans muni verða.

Bókaflokkurinn um Harry Potter er um margt byggður upp á svipaðan hátt og Hringadróttinssaga. Um er að ræða hetju sem hefur ákveðnu hlutverki að gegna. Hetjan á að gera út um hið illa, í þessu tilfelli hinn voðalega Voldemort. Hvernig til tekst hjá Harry Potter kemur í ljós í sumar en þangað til verður aðeins hægt að geta sér til um örlög aðalhetjunnar. Einhvern enda verður saga hans þó að fá, endanleg sögulok hljóta að bíða persónanna þar sem höfundur bókaflokksins, J.K. Rowling, hefur sagt að það sé ekki á dagskrá að gera fleiri bækur um galdradrenginn góða. Hvort Harry Potter láti lífið, fari yfir í annan heim eða afsali sér galdramætti sínum skal þó ósagt látið hér.

Heimildir og myndir:

Höfundur

bókmenntafræðingur

Útgáfudagur

15.2.2007

Síðast uppfært

28.1.2019

Spyrjandi

Anna Lucie Bjarnadóttir

Tilvísun

Stella Soffía Jóhannesdóttir. „Hversu algengt er að höfundar drepi aðalpersónurnar í frægum bókum eða bókaröðum?“ Vísindavefurinn, 15. febrúar 2007, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6498.

Stella Soffía Jóhannesdóttir. (2007, 15. febrúar). Hversu algengt er að höfundar drepi aðalpersónurnar í frægum bókum eða bókaröðum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6498

Stella Soffía Jóhannesdóttir. „Hversu algengt er að höfundar drepi aðalpersónurnar í frægum bókum eða bókaröðum?“ Vísindavefurinn. 15. feb. 2007. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6498>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hversu algengt er að höfundar drepi aðalpersónurnar í frægum bókum eða bókaröðum?
Upphaflega hljóðaði spurningin svona:

Í frægum bókum eða bókaseríum hvað er hátt hlutfallið á því að höfundarnir drepi aðalpersónurnar?

Svarið sem hér birtist er ekki vísindaleg könnun á því hvort algengt sé að aðalhetjur í bókaseríum séu drepnar heldur eru þetta fremur vangaveltur um efnið.

Þegar höfundur lýkur við bók lýkur þar með lífi persónunnar sem hann hefur skapað. Lesanda er að sjálfsögðu frjálst að lesa það sem hann vill út úr sögulokunum: Hvað tekur nú við hjá þeim? Hvað skyldu þau fara að gera núna? og svo framvegis. Séu persónurnar látnar farast á voveiflegan hátt er lesandanum líka frjálst að túlka það eins og honum sýnist. Var þetta kannski bara plat? Rís hann upp frá dauðum? og svo framvegis.

Meðvituð ákvörðun höfundar um að drepa hetjuna getur verið verkfæri í höndum hans. Höfundur ætlar sér ekki að láta verða framhald á sögunni og til þess að ganga frá öllum lausum endum eru örlög hetjunnar ákvörðuð með endanlegum hætti. Það þykir ekki góð latína þegar söguhetjan snýr aftur eins og ekkert sé þótt hún hafi dáið áður. Frægt dæmi um þetta er þegar Bobby Ewing, yngsti sonurinn í Dallas-sjónvarpsþáttunum, lætur lífið í bílslysi í lok sjöundu þáttaraðar. Eftir þetta dró hins vegar mikið úr áhorfinu á Dallas og í kjöldarið var Bobby látinn snúa aftur. Andlát hans, og reyndar öll áttunda þáttaröðin eins og hún lagði sig, var þá látið vera draumur Pamelu, eiginkonu Bobbys.

Það er vel þekkt í Íslendingasögunum þegar hetjurnar deyja í blóma lífsins og jafnvel í miðri sögu. Þannig er Gunnar á Hlíðarenda veginn í Njálu, og Kjartan Ólafsson fellur fyrir hendi Bolla fóstbróður síns í Laxdælu. Gunnar kemur að vísu fram sem draugur síðar, en lífi persónanna er þó lokið og engum dytti í hug að skrifa nokkurt framhald þar á. Það má svo velta því fyrir sér hvort sviplegt fráfall þessara kappa eigi kannski einhvern þátt í því hversu ljóslifandi þeir virðast standa fyrir hugskotssjónum lesenda?

Ofurmennið, eða Superman eins og hann heitir á ensku, er teiknimyndasöguhetja mörgum að góðu kunn. Fyrsta heftið um Ofurmennið kom út árið 1938 og hafa jafnframt verið gerðar nokkrar bíómyndir um kappann. Árið 1993, þegar Ofurmennið hafði bjargað heiminum og barist við hið illa í 55 ár, kom hins vegar að dauðastundinni. Ofurmennið barðist við illmennið Dómsdag eða Doomsday, og lyktaði því svo að báðir létu lífið.

Dauði Ofurmennisins vakti gríðarlega athygli enda ein frægasta teiknimyndasöguhetja allra tíma. Fjallað var um atburðinn í helstu fjölmiðlum heims eins og um merkisviðburð væri að ræða, sem það auðvitað var. Það er ekki á hverjum degi sem hetja á borð við Ofurmennið fellur fyrir hendi höfunda sinna. Sagan hélt samt áfram og Ofurmennið lifnaði við síðar til þess að halda áfram að aðstoða mannkynið í baráttunni við hið illa.

Í Hringadróttinssögu J. R. R. Tolkiens (1892-1973) eru margar mikilvægar persónur. Fróði Baggi er ein aðalhetjan, en það er hann sem á að tortíma hringnum eina.



Fróði Baggi gekk í gegnum miklar raunir við að eyða hringnum eina og líf hans verður aldrei samt aftur.

Fróði lýkur verkefni sínu með sóma en hvað bíður hans eftir það? Lífið er breytt eftir allt sem hann gekk í gegnum á leiðinni. Hlutverki hans sem hringbera er lokið og þar með hlutverki hans í þessu lífi. Sögunni lýkur á bátsferð Fróða yfir í annan heim og þar með yfir í annað líf. Er ekki hobbitinn Fróði Baggi, sem félagar hans úr Héraði þekktu, þar með dáinn? Örlög hans minna á örlög Artúrs konungs, sem helsærður er fluttur til eyjarinnar Avalon. Þaðan snýr hann kannski aftur þegar þar að kemur. Í Hringadróttinssögu snýr galdramaðurinn Gandálfur jafnframt aftur eftir að hafa horfið á sviplegan hátt inni í námum dverganna í fjallinu Moría.

Á þessu ári er von á sjöundu og síðustu bókinni í bókaröðinni um galdrastrákinn Harry Potter. Nokkuð hefur borið á orðrómi um að einhver af aðalpersónunum deyi, jafnvel Harry sjálfur. Ljóst er að dauði hans myndi hafa mikil áhrif á lesendur bókanna enda er töfradrengurinn Harry Potter dáður um heim allan.



Aðdáendur galdrastráksins Harry Potter velta því nú fyrir sér hver örlög hans muni verða.

Bókaflokkurinn um Harry Potter er um margt byggður upp á svipaðan hátt og Hringadróttinssaga. Um er að ræða hetju sem hefur ákveðnu hlutverki að gegna. Hetjan á að gera út um hið illa, í þessu tilfelli hinn voðalega Voldemort. Hvernig til tekst hjá Harry Potter kemur í ljós í sumar en þangað til verður aðeins hægt að geta sér til um örlög aðalhetjunnar. Einhvern enda verður saga hans þó að fá, endanleg sögulok hljóta að bíða persónanna þar sem höfundur bókaflokksins, J.K. Rowling, hefur sagt að það sé ekki á dagskrá að gera fleiri bækur um galdradrenginn góða. Hvort Harry Potter láti lífið, fari yfir í annan heim eða afsali sér galdramætti sínum skal þó ósagt látið hér.

Heimildir og myndir:

...