Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Eru fleiri stafir í íslenskum orðum en í skyldum tungumálum?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Í íslenska stafrófinu eru taldir 33 bókstafir:

a, á, b, d, ð, e, é, f, g, h, i, í, j, k, l, m, n, o, ó p, r, s, t, u, ú, v, x, y, ý, z, þ, æ, ö

Auk þessara bókstafa eru c og w sem aðeins eru notaðir í mannanöfnum af erlendum uppruna.

Í dönsku og norsku eru bókstafirnir 29. Þar eru ekki notaðir broddstafir, þ eða ð, en aftur á móti c, q, w og å umfram íslensku; ö er vanalega skrifað ø.

Í sænsku eru notaðir sömu bókstafir og í dönsku og norsku að öðru leyti en því að w er ekki uppflettistafur í orðabókum, ekki er notað æ en aftur á móti ä.

Í færeysku eru notaðir 32 bókstafir. Þar er c umfram íslensku, en stafirnir é og þ eru ekki notaðir.

Í ensku eru bókstafirnir taldir 26. Í þýska stafrófinu eru einnig taldir 26 bókstafir en þar bætast raunar við ä, ü og ö til að tákna hljóðvarp og ß (sz) sem reyndar er ekki notaður lengur samkvæmt nýjum stafsetningarreglum.

Þegar þýskri stafsetningu var breytt fyrir allnokkrum árum varð mikil umræða og háværar deilur spruttu upp um bókstafinn ß. Mjög margir vildu að hann yrði felldur brott. Svo varð þó ekki, komist var að samkomulagi og bókstafurinn er ekki notaður eins víða í textum og áður í Þýskalandi og Austurríki. Í Sviss er mönnum heimilt að nota ss í stað ß ef þeir kjósa það.


Ritstjórn Vísindavefsins þakkar Eiríki Magnússyni fyrir ábendingu um notkun þýska bókstafsins ß.

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

14.7.2000

Síðast uppfært

12.4.2017

Spyrjandi

N.N.

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Eru fleiri stafir í íslenskum orðum en í skyldum tungumálum?“ Vísindavefurinn, 14. júlí 2000, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=648.

Guðrún Kvaran. (2000, 14. júlí). Eru fleiri stafir í íslenskum orðum en í skyldum tungumálum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=648

Guðrún Kvaran. „Eru fleiri stafir í íslenskum orðum en í skyldum tungumálum?“ Vísindavefurinn. 14. júl. 2000. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=648>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Eru fleiri stafir í íslenskum orðum en í skyldum tungumálum?
Í íslenska stafrófinu eru taldir 33 bókstafir:

a, á, b, d, ð, e, é, f, g, h, i, í, j, k, l, m, n, o, ó p, r, s, t, u, ú, v, x, y, ý, z, þ, æ, ö

Auk þessara bókstafa eru c og w sem aðeins eru notaðir í mannanöfnum af erlendum uppruna.

Í dönsku og norsku eru bókstafirnir 29. Þar eru ekki notaðir broddstafir, þ eða ð, en aftur á móti c, q, w og å umfram íslensku; ö er vanalega skrifað ø.

Í sænsku eru notaðir sömu bókstafir og í dönsku og norsku að öðru leyti en því að w er ekki uppflettistafur í orðabókum, ekki er notað æ en aftur á móti ä.

Í færeysku eru notaðir 32 bókstafir. Þar er c umfram íslensku, en stafirnir é og þ eru ekki notaðir.

Í ensku eru bókstafirnir taldir 26. Í þýska stafrófinu eru einnig taldir 26 bókstafir en þar bætast raunar við ä, ü og ö til að tákna hljóðvarp og ß (sz) sem reyndar er ekki notaður lengur samkvæmt nýjum stafsetningarreglum.

Þegar þýskri stafsetningu var breytt fyrir allnokkrum árum varð mikil umræða og háværar deilur spruttu upp um bókstafinn ß. Mjög margir vildu að hann yrði felldur brott. Svo varð þó ekki, komist var að samkomulagi og bókstafurinn er ekki notaður eins víða í textum og áður í Þýskalandi og Austurríki. Í Sviss er mönnum heimilt að nota ss í stað ß ef þeir kjósa það.


Ritstjórn Vísindavefsins þakkar Eiríki Magnússyni fyrir ábendingu um notkun þýska bókstafsins ß.

...