Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvers vegna eru stjörnurnar hvítar?

Tryggvi Þorgeirsson

Í raun eru stjörnurnar ekki allar hvítar. Þær virðast aðeins vera það vegna þess að þær eru of litlar og daufar til að augu okkar greini litina í þeim.


Augljósasta sannindamerkið um það að stjörnur eru ekki allar hvítar blasir við á himninum. Sólin okkar er stjarna og eins og allir vita er hún gul á lit. Litur stjarna fer eftir hita þeirra, en þeim mun heitari sem þær eru því styttri er öldulengd ljóssins sem berst frá þeim. Litur sýnilegs ljóss fer eftir þessum eiginleika, öldulengd, en um það er nánar rætt í svari Ara Ólafssonar við spurningunni "Af hverju er himinninn blár?".

Stystu öldulengdir sem mannsaugað greinir birtast okkur sem fjólublár litur og samsvarar það litnum frá heitustu stjörnunum (í allra heitustu stjörnunum er reyndar stór hluti ljóssins dreifður á hinar ýmsu öldulengdir, og því er ljósið frá þeim hvít-bláleitt). Kaldari stjörnur geta verið bláar, grænar, gular, appelsínugular eða rauðar.

Að vísu er ekki mikið talað um grænar stjörnur, en með því er átt við stjörnur sem hafa mesta útgeislun í grænu ljósi. Geislun frá heitum hlut eins og stjörnu dreifist hins vegar á breitt tíðnibil (það er á mismunandi öldulengdir). Vegna þess að græni liturinn er í miðju sýnilega litrófsins er útgeislun grænna stjarna einnig sterk í öðrum litum. Þessi litablöndun veldur því að stjörnur með hámarksútgeislun í grænu ljósi birtast okkur sem hvítar eða gular og menn tala oftast um liti þeirra undir þeim heitum.

Ekki þarf meira en einfaldan handsjónauka til að sannfærast um það hve stjörnurnar eru litríkar og þegar aðstæður eru góðar má jafnvel sjá lit í einstaka stjörnum með berum augum. Þeir sem þekkja stjörnumerkið Óríon eiga að geta séð lit í nokkrum stjörnum þess. Vinstri "öxl" Óríons, Betelgás, er til dæmis rauðleit en hægri "öxlin", Bellatrix, er bláleit.

Ástæðan fyrir því að við sjáum litina illa með berum augum felst í gerð augnanna sjálfra. Í augum okkar eru tvenns konar frumur sem nema ljós, og nefnast þær keilur og stafir. Keilurnar eru mun færri en stafirnir og ekki eins ljósnæmar. Þær greina hins vegar liti, sem stafirnir gera ekki. Ljós frá stjörnunum er yfirleitt of dauft til að keilurnar nemi það og því greinum við það aðeins með stöfunum, sem sjá einungis í svörtu og hvítu. Ef horft er á stjörnurnar í gegnum sjónauka fellur nóg ljós á augnbotninn til að keilurnar greini það og við sjáum litinn.

Á myndinni frá Hubbles-geimsjónaukanum hér á undan er stækkaður upp hluti himinsins. Sjá má hvernig stjörnur sem virðast hvítar úr fjarlægð geta í raun verið litríkar.

Höfundur

Tryggvi Þorgeirsson

læknir og fyrrverandi starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

12.7.2000

Spyrjandi

Þröstur Ingi Þórðarson, f. 1991

Tilvísun

Tryggvi Þorgeirsson. „Hvers vegna eru stjörnurnar hvítar?“ Vísindavefurinn, 12. júlí 2000, sótt 24. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=633.

Tryggvi Þorgeirsson. (2000, 12. júlí). Hvers vegna eru stjörnurnar hvítar? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=633

Tryggvi Þorgeirsson. „Hvers vegna eru stjörnurnar hvítar?“ Vísindavefurinn. 12. júl. 2000. Vefsíða. 24. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=633>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvers vegna eru stjörnurnar hvítar?
Í raun eru stjörnurnar ekki allar hvítar. Þær virðast aðeins vera það vegna þess að þær eru of litlar og daufar til að augu okkar greini litina í þeim.


Augljósasta sannindamerkið um það að stjörnur eru ekki allar hvítar blasir við á himninum. Sólin okkar er stjarna og eins og allir vita er hún gul á lit. Litur stjarna fer eftir hita þeirra, en þeim mun heitari sem þær eru því styttri er öldulengd ljóssins sem berst frá þeim. Litur sýnilegs ljóss fer eftir þessum eiginleika, öldulengd, en um það er nánar rætt í svari Ara Ólafssonar við spurningunni "Af hverju er himinninn blár?".

Stystu öldulengdir sem mannsaugað greinir birtast okkur sem fjólublár litur og samsvarar það litnum frá heitustu stjörnunum (í allra heitustu stjörnunum er reyndar stór hluti ljóssins dreifður á hinar ýmsu öldulengdir, og því er ljósið frá þeim hvít-bláleitt). Kaldari stjörnur geta verið bláar, grænar, gular, appelsínugular eða rauðar.

Að vísu er ekki mikið talað um grænar stjörnur, en með því er átt við stjörnur sem hafa mesta útgeislun í grænu ljósi. Geislun frá heitum hlut eins og stjörnu dreifist hins vegar á breitt tíðnibil (það er á mismunandi öldulengdir). Vegna þess að græni liturinn er í miðju sýnilega litrófsins er útgeislun grænna stjarna einnig sterk í öðrum litum. Þessi litablöndun veldur því að stjörnur með hámarksútgeislun í grænu ljósi birtast okkur sem hvítar eða gular og menn tala oftast um liti þeirra undir þeim heitum.

Ekki þarf meira en einfaldan handsjónauka til að sannfærast um það hve stjörnurnar eru litríkar og þegar aðstæður eru góðar má jafnvel sjá lit í einstaka stjörnum með berum augum. Þeir sem þekkja stjörnumerkið Óríon eiga að geta séð lit í nokkrum stjörnum þess. Vinstri "öxl" Óríons, Betelgás, er til dæmis rauðleit en hægri "öxlin", Bellatrix, er bláleit.

Ástæðan fyrir því að við sjáum litina illa með berum augum felst í gerð augnanna sjálfra. Í augum okkar eru tvenns konar frumur sem nema ljós, og nefnast þær keilur og stafir. Keilurnar eru mun færri en stafirnir og ekki eins ljósnæmar. Þær greina hins vegar liti, sem stafirnir gera ekki. Ljós frá stjörnunum er yfirleitt of dauft til að keilurnar nemi það og því greinum við það aðeins með stöfunum, sem sjá einungis í svörtu og hvítu. Ef horft er á stjörnurnar í gegnum sjónauka fellur nóg ljós á augnbotninn til að keilurnar greini það og við sjáum litinn.

Á myndinni frá Hubbles-geimsjónaukanum hér á undan er stækkaður upp hluti himinsins. Sjá má hvernig stjörnur sem virðast hvítar úr fjarlægð geta í raun verið litríkar.

...