Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju er fólk hrætt við köngulær?

Sigurður J. Grétarsson

Hér er einnig svarað spurningu Bjargar Jónsdóttur: Af hverju er fólk haldið fælni gagnvart ýmsu, til dæmis skordýrum?

Hræðsla við köngulær og önnur smádýr er oftast ástæðulaus. Hún er þó furðu algeng, sem gæti stafað af því að náttúruval hafi í árdaga verið þeim hliðhollt sem kunnu að forðast smádýr. Einnig er víst að fólk lærir af umhverfi sínu hvað beri að forðast.

Það er kallað fælni (e. phobia) þegar fólk er haldið ástæðulausum en fremur mögnuðum ótta við tiltekið fyrirbæri, þannig að það hái því í daglegu lífi. Maður í Reykjavík sem er logandi hræddur við að eiturslanga stingi sig ef hann hættir sér út á götu er haldinn fælni; maður sem er haldinn sama ótta, en býr á Sri Lanka, í næsta húsi við hirðulausan slöngutemjara, hefur fulla ástæðu til að óttast.

Fælni er einkum skýrð með tvennum hætti. Í fyrsta lagi lærir fólk - ef svo má að orði komast - að vera hrætt. Það gerist stundum með því að fólk lendir í hræðilegum eða ógnvekjandi aðstæðum - til dæmis ræðst hundur á það, eða það lokast inni í loftlítilli lyftu. Það verður síðan hrætt við viðkomandi fyrirbæri og aðstæður sem tengjast þeim, löngu eftir að öll raunhæf hætta er úr sögunni. Einnig getur fólk lært að hræðast tiltekna hluti af því að fylgjast með öðrum sem óttast þá. Til dæmis getur barn tileinkað sér ótta við fyrirbæri sem það sér foreldri eða systkin óttast. Í amerískum kvikmyndum virðist það til dæmis algilt að sjái kona mús, þá hljóti konan að stökkva upp á borð og öskra þar stjörf þar til "hjálp" berst. Slík hegðun - ef hún er til utan Hollywoood - hefur örugglega lærst með þessum hætti.

Auk námsferla benda þeir sem rannsaka ótta líka á að mannfólki virðist tamara að óttast suma hluti en aðra. Ótti við kóngulær, skordýr og slöngur er algengari en ótti við bíla, þó að bílar séu miklu meiri ógnun við heilsu fólks í hlutlægum skilningi. Þetta er skýrt þannig að náttúrvalið sem þokaði mannkyninu inn í nútímann hafi haft nokkra velþóknun á þeim sem kunnu að hræðast lítil dýr sem hreyfðust. Það kann einfaldlega að hafa aukið afkomumöguleika fólks, og þar með möguleikana á því að það skilaði afkomendum inn í framtíðina, að það væri hrætt við lítil dýr. Það forðaðist þannig eitrun, smit og aðrar ógnir.

Af þessum sökum kann það að vera svo að nú þegar mikið af þessum ótta er ástæðulaus, þurfi samt miklu minna til að menn verði hræddir við köngulær, slöngur og mýs, en þarf til að þeir óttist hluti sem eru í raun miklu hættulegri, til dæmis bíla, sígarettur og rafmagnsinnstungur. Það tekur til dæmis nokkrun tíma að kenna börnum að fikta ekki í innstungum, en flest læra þau á svipstundu að óttast köngulær ef fjölskyldan bregst við með viðeigandi óhljóðum. Líklegast er einnig að allnokkur munur sé á fólki í þessu efni; sumum sé miklu hættara að þróa með sér fælni en öðrum.

Önnur svör á vísindavefnum í sálfræði, um hvers vegna sumir séu með læti og hávaða og hvers vegna sumir séu feimnir, varpa ljósi á hvernig náttúruval, einstaklingamunur og ólíkt umhverfi geta laðað fram ólíka hegðun meðal fólks.

Mynd fengin af vefsetri wildnetafrica.com.

Höfundur

Sigurður J. Grétarsson

prófessor í sálarfræði við HÍ

Útgáfudagur

7.7.2000

Spyrjandi

Helgi Gunnarsson

Tilvísun

Sigurður J. Grétarsson. „Af hverju er fólk hrætt við köngulær?“ Vísindavefurinn, 7. júlí 2000, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=623.

Sigurður J. Grétarsson. (2000, 7. júlí). Af hverju er fólk hrætt við köngulær? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=623

Sigurður J. Grétarsson. „Af hverju er fólk hrætt við köngulær?“ Vísindavefurinn. 7. júl. 2000. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=623>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju er fólk hrætt við köngulær?

Hér er einnig svarað spurningu Bjargar Jónsdóttur: Af hverju er fólk haldið fælni gagnvart ýmsu, til dæmis skordýrum?

Hræðsla við köngulær og önnur smádýr er oftast ástæðulaus. Hún er þó furðu algeng, sem gæti stafað af því að náttúruval hafi í árdaga verið þeim hliðhollt sem kunnu að forðast smádýr. Einnig er víst að fólk lærir af umhverfi sínu hvað beri að forðast.

Það er kallað fælni (e. phobia) þegar fólk er haldið ástæðulausum en fremur mögnuðum ótta við tiltekið fyrirbæri, þannig að það hái því í daglegu lífi. Maður í Reykjavík sem er logandi hræddur við að eiturslanga stingi sig ef hann hættir sér út á götu er haldinn fælni; maður sem er haldinn sama ótta, en býr á Sri Lanka, í næsta húsi við hirðulausan slöngutemjara, hefur fulla ástæðu til að óttast.

Fælni er einkum skýrð með tvennum hætti. Í fyrsta lagi lærir fólk - ef svo má að orði komast - að vera hrætt. Það gerist stundum með því að fólk lendir í hræðilegum eða ógnvekjandi aðstæðum - til dæmis ræðst hundur á það, eða það lokast inni í loftlítilli lyftu. Það verður síðan hrætt við viðkomandi fyrirbæri og aðstæður sem tengjast þeim, löngu eftir að öll raunhæf hætta er úr sögunni. Einnig getur fólk lært að hræðast tiltekna hluti af því að fylgjast með öðrum sem óttast þá. Til dæmis getur barn tileinkað sér ótta við fyrirbæri sem það sér foreldri eða systkin óttast. Í amerískum kvikmyndum virðist það til dæmis algilt að sjái kona mús, þá hljóti konan að stökkva upp á borð og öskra þar stjörf þar til "hjálp" berst. Slík hegðun - ef hún er til utan Hollywoood - hefur örugglega lærst með þessum hætti.

Auk námsferla benda þeir sem rannsaka ótta líka á að mannfólki virðist tamara að óttast suma hluti en aðra. Ótti við kóngulær, skordýr og slöngur er algengari en ótti við bíla, þó að bílar séu miklu meiri ógnun við heilsu fólks í hlutlægum skilningi. Þetta er skýrt þannig að náttúrvalið sem þokaði mannkyninu inn í nútímann hafi haft nokkra velþóknun á þeim sem kunnu að hræðast lítil dýr sem hreyfðust. Það kann einfaldlega að hafa aukið afkomumöguleika fólks, og þar með möguleikana á því að það skilaði afkomendum inn í framtíðina, að það væri hrætt við lítil dýr. Það forðaðist þannig eitrun, smit og aðrar ógnir.

Af þessum sökum kann það að vera svo að nú þegar mikið af þessum ótta er ástæðulaus, þurfi samt miklu minna til að menn verði hræddir við köngulær, slöngur og mýs, en þarf til að þeir óttist hluti sem eru í raun miklu hættulegri, til dæmis bíla, sígarettur og rafmagnsinnstungur. Það tekur til dæmis nokkrun tíma að kenna börnum að fikta ekki í innstungum, en flest læra þau á svipstundu að óttast köngulær ef fjölskyldan bregst við með viðeigandi óhljóðum. Líklegast er einnig að allnokkur munur sé á fólki í þessu efni; sumum sé miklu hættara að þróa með sér fælni en öðrum.

Önnur svör á vísindavefnum í sálfræði, um hvers vegna sumir séu með læti og hávaða og hvers vegna sumir séu feimnir, varpa ljósi á hvernig náttúruval, einstaklingamunur og ólíkt umhverfi geta laðað fram ólíka hegðun meðal fólks.

Mynd fengin af vefsetri wildnetafrica.com....