Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvers konar uppeldisaðferðir boðaði heimspekingurinn Jean-Jacques Rousseau?

Bragi Straumfjörð Jósepsson

Átjándu aldar heimspekingurinn Jean-Jacques Rousseau er með merkustu mönnum í uppeldissögu Vesturlanda. Rousseau hélt því fram að maðurinn væri í eðli sínu góður frá hendi skaparans (því hann var ekki trúleysingi, þótt hann hafi lent upp á kant við kirkjuna), en úrkynjaðist þegar út í lífið kæmi vegna ríkjandi hugmynda. Rousseau boðaði því afturhvarf til náttúrulegri lífshátta.


Jean-Jacques Rousseau (1712-1778).

Uppeldisfræðilega stendur upp úr sú kenning Rousseaus að "barnið sjálft" eigi að sitja í fyrirrúmi og "námsefnið" skuli sníða eftir aðstæðum barnsins. Þetta er í raun og veru inntakið í sveiflu sem varð í viðhorfum uppeldisfræðinga og kennara, og var síðan haldið á lofti af áhrifamestu uppeldisfræðingum Vesturlanda svo sem Mariu Montessori og John Dewey. Þessi hugmyndafræði var ríkjandi í skólamálum Vesturlanda á síðari hluta 20. aldar og er enn í dag.

Óhemjumikið hefur verið skrifað um Rousseau og kenningar hans. Ég nefni hér nokkrar heimildir:

    Erlend rit
    • The History of Western Education, eftir William Boyd og Edmund King, 1975, bls. 291-301.
    • Theory and Practice of Education, eftir M. Downey og A.V. Kelly, 1979.
    • Great Books of the Western World, (bók nr. 38), bls. 319-439.
    • Three Tousand Years of Educational Wisdom, eftir Robert Ulich, 1961, bls. 383-425.

    Íslensk rit

    • Samfélagssáttmálinn: Eða frumatriði stjórnmálaréttar, eftir Jean-Jacques Rousseau. Íslensk þýðing eftir Björn Þorsteinsson og Má Jónsson sem einnig ritar inngang. Ritstjóri er Ólafur Páll Jónsson. Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag, 2004.
    • Jón Ólafsson og Jean-Jacques Rousseau. Tveir uppeldisfrömuðir á 18. öld, eftir Pétur Gunnarsson. Vefnir, 2003.

Mynd

Höfundur

doktor í uppeldis- og kennslufræði

Útgáfudagur

26.9.2006

Spyrjandi

Selma Ósk Höskuldsdóttir

Tilvísun

Bragi Straumfjörð Jósepsson. „Hvers konar uppeldisaðferðir boðaði heimspekingurinn Jean-Jacques Rousseau?“ Vísindavefurinn, 26. september 2006, sótt 23. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6208.

Bragi Straumfjörð Jósepsson. (2006, 26. september). Hvers konar uppeldisaðferðir boðaði heimspekingurinn Jean-Jacques Rousseau? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6208

Bragi Straumfjörð Jósepsson. „Hvers konar uppeldisaðferðir boðaði heimspekingurinn Jean-Jacques Rousseau?“ Vísindavefurinn. 26. sep. 2006. Vefsíða. 23. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6208>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvers konar uppeldisaðferðir boðaði heimspekingurinn Jean-Jacques Rousseau?
Átjándu aldar heimspekingurinn Jean-Jacques Rousseau er með merkustu mönnum í uppeldissögu Vesturlanda. Rousseau hélt því fram að maðurinn væri í eðli sínu góður frá hendi skaparans (því hann var ekki trúleysingi, þótt hann hafi lent upp á kant við kirkjuna), en úrkynjaðist þegar út í lífið kæmi vegna ríkjandi hugmynda. Rousseau boðaði því afturhvarf til náttúrulegri lífshátta.


Jean-Jacques Rousseau (1712-1778).

Uppeldisfræðilega stendur upp úr sú kenning Rousseaus að "barnið sjálft" eigi að sitja í fyrirrúmi og "námsefnið" skuli sníða eftir aðstæðum barnsins. Þetta er í raun og veru inntakið í sveiflu sem varð í viðhorfum uppeldisfræðinga og kennara, og var síðan haldið á lofti af áhrifamestu uppeldisfræðingum Vesturlanda svo sem Mariu Montessori og John Dewey. Þessi hugmyndafræði var ríkjandi í skólamálum Vesturlanda á síðari hluta 20. aldar og er enn í dag.

Óhemjumikið hefur verið skrifað um Rousseau og kenningar hans. Ég nefni hér nokkrar heimildir:

    Erlend rit
    • The History of Western Education, eftir William Boyd og Edmund King, 1975, bls. 291-301.
    • Theory and Practice of Education, eftir M. Downey og A.V. Kelly, 1979.
    • Great Books of the Western World, (bók nr. 38), bls. 319-439.
    • Three Tousand Years of Educational Wisdom, eftir Robert Ulich, 1961, bls. 383-425.

    Íslensk rit

    • Samfélagssáttmálinn: Eða frumatriði stjórnmálaréttar, eftir Jean-Jacques Rousseau. Íslensk þýðing eftir Björn Þorsteinsson og Má Jónsson sem einnig ritar inngang. Ritstjóri er Ólafur Páll Jónsson. Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag, 2004.
    • Jón Ólafsson og Jean-Jacques Rousseau. Tveir uppeldisfrömuðir á 18. öld, eftir Pétur Gunnarsson. Vefnir, 2003.

Mynd

...