Sólin Sólin Rís 10:20 • sest 16:07 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:27 • Sest 15:40 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:11 • Síðdegis: 23:50 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:43 • Síðdegis: 17:39 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:20 • sest 16:07 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:27 • Sest 15:40 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:11 • Síðdegis: 23:50 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:43 • Síðdegis: 17:39 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver er munurinn á örlögum og forlögum?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Orðið örlög er notað um það sem er fyrir fram ákveðið af einhverjum (guðum, forlagadísum, forsjóninni). Sömu merkingu hefur orðið forlög. Það er notað um sköp, örlög einhvers. Orðatiltækið enginn má sköpum renna segir það sama og orðatiltækin enginn getur sín forlög flúið og enginn flýr örlög sín, það er ef forsjónin hefur ætlað einhverjum eitthvað fær hann því ekki breytt.

Um miðja 17. öld orti Guðmundur Andrésson Persíus rímur. Í sjöttu rímu, sjötta versi eru nefnd bæði orðin forlög og örlög og virðist Guðmundur gera örlítinn mun á:
Forlög koma ofan að

örlög kringum sveima,

álögin úr ugga stað,

ólög vakna heima.

Þarna er litið svo á að forlögin séu ákveðin af guðum, forlagadísum eða öðrum slíkum, en örlögin ráðist af umhverfinu og hegðuninni. Álögum valdi illar verur, en lögleysan eða ranglætið verði til heima fyrir.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

31.8.2006

Spyrjandi

Kjartan Ómarsson
Þröstur Helgason
Kristrún Arnfinnsdóttir

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hver er munurinn á örlögum og forlögum?“ Vísindavefurinn, 31. ágúst 2006, sótt 22. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6162.

Guðrún Kvaran. (2006, 31. ágúst). Hver er munurinn á örlögum og forlögum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6162

Guðrún Kvaran. „Hver er munurinn á örlögum og forlögum?“ Vísindavefurinn. 31. ágú. 2006. Vefsíða. 22. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6162>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver er munurinn á örlögum og forlögum?
Orðið örlög er notað um það sem er fyrir fram ákveðið af einhverjum (guðum, forlagadísum, forsjóninni). Sömu merkingu hefur orðið forlög. Það er notað um sköp, örlög einhvers. Orðatiltækið enginn má sköpum renna segir það sama og orðatiltækin enginn getur sín forlög flúið og enginn flýr örlög sín, það er ef forsjónin hefur ætlað einhverjum eitthvað fær hann því ekki breytt.

Um miðja 17. öld orti Guðmundur Andrésson Persíus rímur. Í sjöttu rímu, sjötta versi eru nefnd bæði orðin forlög og örlög og virðist Guðmundur gera örlítinn mun á:
Forlög koma ofan að

örlög kringum sveima,

álögin úr ugga stað,

ólög vakna heima.

Þarna er litið svo á að forlögin séu ákveðin af guðum, forlagadísum eða öðrum slíkum, en örlögin ráðist af umhverfinu og hegðuninni. Álögum valdi illar verur, en lögleysan eða ranglætið verði til heima fyrir.

Frekara lesefni á Vísindavefnum: