Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Móðir mín sagði að nafn mitt, Hrafn, væri fengið úr orðatiltækinu 'Guð launar fyrir hrafninn'. Hver er merking þess?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Orðasambandið 'Guð launar/borgar fyrir hrafninn' er sagt um eða við þann sem gerir öðrum greiða, gerir eitthvað fyrir einhvern.

Hrafnar hafa þann sið að halda þing á haustin, svokallað hrafnaþing, og skipta sér niður á bæi yfir veturinn, tveir og tveir saman. Þeir leita á náðir manna þegar hart er í ári og snjór eða svell yfir öllu.

Hrafnar leita oft á náðir manna um æti og er sagt að Guð launi mönnum fyrir að gefa þeim.

Flestir reyna að hafa eitthvað í hrafninn, að minnsta kosti hér áður fyrr. Þá er gjarnan sagt í bókstaflegri merkingu: „Guð launar fyrir hrafninn“; ef fólk gerir eitthvað fyrir hrafninn þá mun Guð gera eitthvað fyrir það í staðinn.

Síðan hefur verið farið að nota þetta í yfirfærðri merkingu. Ef einhverjum býðst til dæmis kaka eða brauð sem hann þiggur getur hann þakkað fyrir sig með því að segja: „Guð launar/borgar fyrir hrafninn“.

Elsta dæmi um orðtakið í ritmálssafni Orðabókar Háskólans er úr Safni af íslenzkum orðskviðum eftir Guðmund Jónsson sem gefið var út 1830.

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

14.7.2006

Síðast uppfært

5.10.2021

Spyrjandi

Hrafn Hrafnhildarson

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Móðir mín sagði að nafn mitt, Hrafn, væri fengið úr orðatiltækinu 'Guð launar fyrir hrafninn'. Hver er merking þess?“ Vísindavefurinn, 14. júlí 2006, sótt 24. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6063.

Guðrún Kvaran. (2006, 14. júlí). Móðir mín sagði að nafn mitt, Hrafn, væri fengið úr orðatiltækinu 'Guð launar fyrir hrafninn'. Hver er merking þess? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6063

Guðrún Kvaran. „Móðir mín sagði að nafn mitt, Hrafn, væri fengið úr orðatiltækinu 'Guð launar fyrir hrafninn'. Hver er merking þess?“ Vísindavefurinn. 14. júl. 2006. Vefsíða. 24. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6063>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Móðir mín sagði að nafn mitt, Hrafn, væri fengið úr orðatiltækinu 'Guð launar fyrir hrafninn'. Hver er merking þess?
Orðasambandið 'Guð launar/borgar fyrir hrafninn' er sagt um eða við þann sem gerir öðrum greiða, gerir eitthvað fyrir einhvern.

Hrafnar hafa þann sið að halda þing á haustin, svokallað hrafnaþing, og skipta sér niður á bæi yfir veturinn, tveir og tveir saman. Þeir leita á náðir manna þegar hart er í ári og snjór eða svell yfir öllu.

Hrafnar leita oft á náðir manna um æti og er sagt að Guð launi mönnum fyrir að gefa þeim.

Flestir reyna að hafa eitthvað í hrafninn, að minnsta kosti hér áður fyrr. Þá er gjarnan sagt í bókstaflegri merkingu: „Guð launar fyrir hrafninn“; ef fólk gerir eitthvað fyrir hrafninn þá mun Guð gera eitthvað fyrir það í staðinn.

Síðan hefur verið farið að nota þetta í yfirfærðri merkingu. Ef einhverjum býðst til dæmis kaka eða brauð sem hann þiggur getur hann þakkað fyrir sig með því að segja: „Guð launar/borgar fyrir hrafninn“.

Elsta dæmi um orðtakið í ritmálssafni Orðabókar Háskólans er úr Safni af íslenzkum orðskviðum eftir Guðmund Jónsson sem gefið var út 1830.

Mynd:

...