Sólin Sólin Rís 10:20 • sest 16:07 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:27 • Sest 15:40 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:11 • Síðdegis: 23:50 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:43 • Síðdegis: 17:39 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:20 • sest 16:07 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:27 • Sest 15:40 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:11 • Síðdegis: 23:50 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:43 • Síðdegis: 17:39 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvers vegna segjum við "Guð hjálpi þér"?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Fyrr á tímum, þegar fólk var almennt bænræknara en nú gerist, leitaði það til Guðs um hjálp og styrk við erfiðleikum, sjúkdómum og öllu því sem það hrjáði. Það bað Guð um hjálp til að lifa sönnu kristnu lífi og breyta rétt gagnvart öðrum. Vissulega gera margir þetta enn, en upphrópunin ,,Guð hjálpi þér” heyrist sjaldnar en fyrir fáeinum áratugum. Hún var þó afar algeng þegar fólk var að býsnast yfir einhverju eða vildi sýna hneykslun sína. Nú á dögum lætur yngra fólk sér nægja að segja: ,,Jesus“, með enskum framburði í sama skyni.



Sú saga fylgir frásögnum af Svarta dauða að hnerri hafi verið merki þess að maður var sýktur. Pestin var mjög skæð og því hrukku menn óneitanlega við ef einhver hnerraði. Af einhverjum ástæðum hnerrar fólk oft þrisvar í röð og var þá sagt við fyrsta hnerrann: ,,Guð hjálpi þér“, við annan hnerrann: ,,styrki þig“ og við þriðja hnerrann: ,,og styðji“. Annað og meira var oft ekki hægt að gera. Þessi siður hefur haldist hjá mörgum fram á þennan dag.


Frekari upplýsingar má finna með því að nota leitarvél Vísindavefsins hér til vinstri eða með því að smella á leitarorðin hér fyrir neðan.

Mynd: rit.edu

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

3.7.2006

Spyrjandi

Eysteinn Guðni Guðnason
Aldís Líf Vigfúsdóttir
Esther Ösp Gunnarsdóttir

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvers vegna segjum við "Guð hjálpi þér"?“ Vísindavefurinn, 3. júlí 2006, sótt 22. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6044.

Guðrún Kvaran. (2006, 3. júlí). Hvers vegna segjum við "Guð hjálpi þér"? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6044

Guðrún Kvaran. „Hvers vegna segjum við "Guð hjálpi þér"?“ Vísindavefurinn. 3. júl. 2006. Vefsíða. 22. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6044>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvers vegna segjum við "Guð hjálpi þér"?
Fyrr á tímum, þegar fólk var almennt bænræknara en nú gerist, leitaði það til Guðs um hjálp og styrk við erfiðleikum, sjúkdómum og öllu því sem það hrjáði. Það bað Guð um hjálp til að lifa sönnu kristnu lífi og breyta rétt gagnvart öðrum. Vissulega gera margir þetta enn, en upphrópunin ,,Guð hjálpi þér” heyrist sjaldnar en fyrir fáeinum áratugum. Hún var þó afar algeng þegar fólk var að býsnast yfir einhverju eða vildi sýna hneykslun sína. Nú á dögum lætur yngra fólk sér nægja að segja: ,,Jesus“, með enskum framburði í sama skyni.



Sú saga fylgir frásögnum af Svarta dauða að hnerri hafi verið merki þess að maður var sýktur. Pestin var mjög skæð og því hrukku menn óneitanlega við ef einhver hnerraði. Af einhverjum ástæðum hnerrar fólk oft þrisvar í röð og var þá sagt við fyrsta hnerrann: ,,Guð hjálpi þér“, við annan hnerrann: ,,styrki þig“ og við þriðja hnerrann: ,,og styðji“. Annað og meira var oft ekki hægt að gera. Þessi siður hefur haldist hjá mörgum fram á þennan dag.


Frekari upplýsingar má finna með því að nota leitarvél Vísindavefsins hér til vinstri eða með því að smella á leitarorðin hér fyrir neðan.

Mynd: rit.edu...