Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er ADHD?

Þuríður Þorbjarnardóttir

Hér er einnig svarað spurningunum:

  • Af hverju stafar ofvirkni í börnum?
  • Eldist ofvirkni af börnum sem eru með hana eða fylgir hún barninu alla ævi?

ADHD er skammstöfun fyrir Attention Deficit Hyperactivity Disorder. Á íslensku hefur þetta heilkenni verið nefnt athyglisbrestur með ofvirkni, skammstafað AMO og verður sú skammstöfun notuð í þessu svari. AMO stafar af truflun á starfsemi heilans sem veldur einbeitingarskorti, ofvirkni og/eða hvatvísi. Þetta hamlar viðkomandi heima fyrir, í skóla, meðal félaga, í vinnunni og samfélaginu almennt.

Samkvæmt bandaríska landlæknisembættinu er AMO skilgreindur sem taugasjúkdómur þar sem truflun verður á seyti og samvægi taugaboðefna. Þau heilasvæði sem líklegust eru til að verða fyrir áhrifum eru hnykill (litli heili; e. cerebellum) og ennisblöð (e. frontal lobes) og tengsl þeirra við grunnkjarnana (e. basal ganglia). Einnig er vanvirkni í svokölluðu randkerfi (e. limbic system) heilans. Kvillinn kemur fyrst fram í bernsku, oftast fyrir sjö ára aldur. Í sumum tilfellum hverfur hann þegar börnin vaxa úr grasi en í um 60% tilfella varir hann fram á fullorðinsár, þótt ofvirkni virðist minnka hjá fullorðnum.

AMO er flokkaður í þrjár undirgerðir. Ein er AMO þar sem athyglisbrestur er ráðandi, önnur er þar sem ofvirkni eða hvatvísi eru ráðandi og þriðja gerðin er blanda af hinum tveimur.

Einkenni AMO eru ekki þau sömu hjá börnum og fullorðnum. Í börnum einkennist röskunin af hvatvísri hegðun, eirðarleysi og skorti á athygli. Börnin eiga oft erfitt með að halda einbeitingu sinni, sérstaklega þegar þeim er gert að vinna óspennandi verk sem veita litla umbun. Einnig reynist oft erfitt að hindra að truflandi atburðir dragi athyglina frá því sem verið er að gera. Enn fremur gengur illa að beina athyglinni á ný að verkefninu eftir truflun.



Athyglisskortur og einbeitingarleysi, ásamt ofvirkni eða hvatvísi, eru meðal helstu einkenna AMO.

Ofvirkni er oftast mest áberandi snemma í bernsku eða um miðbik hennar en minnkar mikið með aldri. Á fullorðinsaldri kemur hún helst fram sem eirðarleysi eða "ofvirkni hugans" auk þarfar fyrir að vera líkamlega virkur. Hvatvísi eða hömluleysi helst í gegnum æskuna og fram á fullorðinsár og kemur oft fram sem of mikil málgleði, framígrip og að segja hluti án þess að velta fyrir sér hugsanlegum afleiðingum þess fyrst. Hvað varðar líkamlegar athafnir eru ofvirk börn líklegri en önnur til að taka áhættu og er afleiðingin sú að áverkar vegna slysa eru 2-4 sinnum tíðari meðal þeirra en meðal fullorðinna eða barna án kvillans.

Börn sem eru með AMO þar sem athyglisbrestur er ráðandi virðast oft vera annars hugar, ringluð eða í móðu. Þau fá oft störu, eru hægfara og vanvirk. Hjá fullorðnum koma vandamál oft fram sem skipulagsleysi, tímaleysi, áhættuhegðun, kæruleysi, einbeitingarleysi og hvatvís hegðun. Oft eiga þeir erfitt með að skipuleggja líf sitt fram í tímann, klára verkefni á tilsettum tíma og komast yfir hindranir sem kunna að verða á vegi þeirra.

AMO er nokkuð algengur hegðunarkvilli. Hann hefur fundist meðal allra þeirra þjóða og menningarsamfélaga þar sem hans hefur verið leitað. Í Bandaríkjunum eru 5-8 % líkur á að skólabarn greinist með AMO en 4-5% líkur hjá fullorðnum. Enn fremur eru tvöfalt fleiri drengir greindir með röskunina en stúlkur (10% á móti 4% 2002). Ástæða þess er ekki þekkt, en að mati sumra sérfræðinga er hún ef til vill sú að kvillinn er vanmetinn meðal stúlkna vegna þess að þeirra hegðun er ekki eins truflandi og drengja og vekur því síður athygli kennara og foreldra. Einnig gæti verið að sú gerð AMO þar sem athyglisbrestur er ráðandi sé algengari á meðal stúlkna. Jafnvel hjá ofvirkum stúlkum er kvillinn talinn vanmetinn þar sem ofvirknin er síður líkamleg hjá stúlkum en drengjum en getur komið fram á annan hátt, til að mynda sem óhófleg málgleði.

Mikilvægt er að AMO sé greint af sérfræðingi, þar sem margir kvillar hafa svipuð einkenni. Meðferð við AMO er margvísleg en besta raun gefur lyfjameðferð (þar sem til dæmis er gefið rítalín), atferlismótun og námsaðstoð.



Börn með AMO þurfa gjarnan námsaðstoð.

Hugsanlegir orsaka- eða áhættuþættir AMO eru meðal annars arfgeng sjúkdómshneigð (e. diathesis; 8 sinnum meiri líkur eru á að fá kvillann ef annað foreldrið er með hann og 5-7 sinnum meiri ef systkini er með hann), smitsjúkdómar, ofnæmisviðbrögð, vandkvæði á meðgöngu, erfiðleikar við fæðingu, næringarskortur og höfuðáverkar. Flestar rannsóknaniðurstöður benda til að reykingar og áfengisneysla móður á meðgöngu séu áhættuþættir fyrir AMO en hvor þáttur um sig tví- eða þrefaldar áhættuna. Fyrirburafæðing er einnig áhættuþáttur þar sem meiri líkur eru á að heilinn sé vanþroskaður eða viðkvæmur fyrir áverka eins og blæðingu. Of mikil sykurneysla, mikið sjónvarpsáhorf og tölvuleikir hafa verið nefnd sem áhættuþættir en engin vísindaleg rök liggja fyrir um að svo sé. Engar afgerandi niðurstöður benda heldur til þess að félagslegir þættir einir og sér geti valdið AMO.

Rannsakað hefur verið hvort einhver gen tengist AMO. Helst kemur til greina gen sem hefur áhrif á myndun dópamínferju sem flytur dópamín á milli taugunga. Hjá einstaklingum með AMO er óvenjumikið af ferjunni sem virðist leiða til þess að dópamín er flutt burt áður en það nær að virka á taugungana eins og skyldi. Gen sem koma við sögu í einhverfu eru einnig talin auka hættu á AMO, enda eru einhverfir oft líka með athyglisbrest og ofvirkni. Nýlegar rannsóknir á AMO gefa til kynna að um þrjú áhættugen sé að ræða og að í framtíðinni sé líklegt að einstaklingum með AMO verði skipt í hópa á grundvelli þeirra áhættugena sem þeir bera í frumum sínum. Ástæðan er sú að munur er á milli þeirra hvað varðar áhættuþætti, lífshlaup og viðeigandi meðferð, einkum hvaða lyf henti best.

Á Vísindavefnum er einnig fjallað um AMO í svari Ægis Más Þórissonar við spurningunni Hver eru einkenni ofvirkni hjá börnum og hvað veldur henni?

Heimildir, myndir og frekari fróðleikur:

Höfundur

Útgáfudagur

8.6.2006

Spyrjandi

Herbert Snorrason
Jóhanna Gunnarsdóttir
Magnús Ingvi Magnússon

Tilvísun

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Hvað er ADHD?“ Vísindavefurinn, 8. júní 2006, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6002.

Þuríður Þorbjarnardóttir. (2006, 8. júní). Hvað er ADHD? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6002

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Hvað er ADHD?“ Vísindavefurinn. 8. jún. 2006. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6002>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er ADHD?
Hér er einnig svarað spurningunum:

  • Af hverju stafar ofvirkni í börnum?
  • Eldist ofvirkni af börnum sem eru með hana eða fylgir hún barninu alla ævi?

ADHD er skammstöfun fyrir Attention Deficit Hyperactivity Disorder. Á íslensku hefur þetta heilkenni verið nefnt athyglisbrestur með ofvirkni, skammstafað AMO og verður sú skammstöfun notuð í þessu svari. AMO stafar af truflun á starfsemi heilans sem veldur einbeitingarskorti, ofvirkni og/eða hvatvísi. Þetta hamlar viðkomandi heima fyrir, í skóla, meðal félaga, í vinnunni og samfélaginu almennt.

Samkvæmt bandaríska landlæknisembættinu er AMO skilgreindur sem taugasjúkdómur þar sem truflun verður á seyti og samvægi taugaboðefna. Þau heilasvæði sem líklegust eru til að verða fyrir áhrifum eru hnykill (litli heili; e. cerebellum) og ennisblöð (e. frontal lobes) og tengsl þeirra við grunnkjarnana (e. basal ganglia). Einnig er vanvirkni í svokölluðu randkerfi (e. limbic system) heilans. Kvillinn kemur fyrst fram í bernsku, oftast fyrir sjö ára aldur. Í sumum tilfellum hverfur hann þegar börnin vaxa úr grasi en í um 60% tilfella varir hann fram á fullorðinsár, þótt ofvirkni virðist minnka hjá fullorðnum.

AMO er flokkaður í þrjár undirgerðir. Ein er AMO þar sem athyglisbrestur er ráðandi, önnur er þar sem ofvirkni eða hvatvísi eru ráðandi og þriðja gerðin er blanda af hinum tveimur.

Einkenni AMO eru ekki þau sömu hjá börnum og fullorðnum. Í börnum einkennist röskunin af hvatvísri hegðun, eirðarleysi og skorti á athygli. Börnin eiga oft erfitt með að halda einbeitingu sinni, sérstaklega þegar þeim er gert að vinna óspennandi verk sem veita litla umbun. Einnig reynist oft erfitt að hindra að truflandi atburðir dragi athyglina frá því sem verið er að gera. Enn fremur gengur illa að beina athyglinni á ný að verkefninu eftir truflun.



Athyglisskortur og einbeitingarleysi, ásamt ofvirkni eða hvatvísi, eru meðal helstu einkenna AMO.

Ofvirkni er oftast mest áberandi snemma í bernsku eða um miðbik hennar en minnkar mikið með aldri. Á fullorðinsaldri kemur hún helst fram sem eirðarleysi eða "ofvirkni hugans" auk þarfar fyrir að vera líkamlega virkur. Hvatvísi eða hömluleysi helst í gegnum æskuna og fram á fullorðinsár og kemur oft fram sem of mikil málgleði, framígrip og að segja hluti án þess að velta fyrir sér hugsanlegum afleiðingum þess fyrst. Hvað varðar líkamlegar athafnir eru ofvirk börn líklegri en önnur til að taka áhættu og er afleiðingin sú að áverkar vegna slysa eru 2-4 sinnum tíðari meðal þeirra en meðal fullorðinna eða barna án kvillans.

Börn sem eru með AMO þar sem athyglisbrestur er ráðandi virðast oft vera annars hugar, ringluð eða í móðu. Þau fá oft störu, eru hægfara og vanvirk. Hjá fullorðnum koma vandamál oft fram sem skipulagsleysi, tímaleysi, áhættuhegðun, kæruleysi, einbeitingarleysi og hvatvís hegðun. Oft eiga þeir erfitt með að skipuleggja líf sitt fram í tímann, klára verkefni á tilsettum tíma og komast yfir hindranir sem kunna að verða á vegi þeirra.

AMO er nokkuð algengur hegðunarkvilli. Hann hefur fundist meðal allra þeirra þjóða og menningarsamfélaga þar sem hans hefur verið leitað. Í Bandaríkjunum eru 5-8 % líkur á að skólabarn greinist með AMO en 4-5% líkur hjá fullorðnum. Enn fremur eru tvöfalt fleiri drengir greindir með röskunina en stúlkur (10% á móti 4% 2002). Ástæða þess er ekki þekkt, en að mati sumra sérfræðinga er hún ef til vill sú að kvillinn er vanmetinn meðal stúlkna vegna þess að þeirra hegðun er ekki eins truflandi og drengja og vekur því síður athygli kennara og foreldra. Einnig gæti verið að sú gerð AMO þar sem athyglisbrestur er ráðandi sé algengari á meðal stúlkna. Jafnvel hjá ofvirkum stúlkum er kvillinn talinn vanmetinn þar sem ofvirknin er síður líkamleg hjá stúlkum en drengjum en getur komið fram á annan hátt, til að mynda sem óhófleg málgleði.

Mikilvægt er að AMO sé greint af sérfræðingi, þar sem margir kvillar hafa svipuð einkenni. Meðferð við AMO er margvísleg en besta raun gefur lyfjameðferð (þar sem til dæmis er gefið rítalín), atferlismótun og námsaðstoð.



Börn með AMO þurfa gjarnan námsaðstoð.

Hugsanlegir orsaka- eða áhættuþættir AMO eru meðal annars arfgeng sjúkdómshneigð (e. diathesis; 8 sinnum meiri líkur eru á að fá kvillann ef annað foreldrið er með hann og 5-7 sinnum meiri ef systkini er með hann), smitsjúkdómar, ofnæmisviðbrögð, vandkvæði á meðgöngu, erfiðleikar við fæðingu, næringarskortur og höfuðáverkar. Flestar rannsóknaniðurstöður benda til að reykingar og áfengisneysla móður á meðgöngu séu áhættuþættir fyrir AMO en hvor þáttur um sig tví- eða þrefaldar áhættuna. Fyrirburafæðing er einnig áhættuþáttur þar sem meiri líkur eru á að heilinn sé vanþroskaður eða viðkvæmur fyrir áverka eins og blæðingu. Of mikil sykurneysla, mikið sjónvarpsáhorf og tölvuleikir hafa verið nefnd sem áhættuþættir en engin vísindaleg rök liggja fyrir um að svo sé. Engar afgerandi niðurstöður benda heldur til þess að félagslegir þættir einir og sér geti valdið AMO.

Rannsakað hefur verið hvort einhver gen tengist AMO. Helst kemur til greina gen sem hefur áhrif á myndun dópamínferju sem flytur dópamín á milli taugunga. Hjá einstaklingum með AMO er óvenjumikið af ferjunni sem virðist leiða til þess að dópamín er flutt burt áður en það nær að virka á taugungana eins og skyldi. Gen sem koma við sögu í einhverfu eru einnig talin auka hættu á AMO, enda eru einhverfir oft líka með athyglisbrest og ofvirkni. Nýlegar rannsóknir á AMO gefa til kynna að um þrjú áhættugen sé að ræða og að í framtíðinni sé líklegt að einstaklingum með AMO verði skipt í hópa á grundvelli þeirra áhættugena sem þeir bera í frumum sínum. Ástæðan er sú að munur er á milli þeirra hvað varðar áhættuþætti, lífshlaup og viðeigandi meðferð, einkum hvaða lyf henti best.

Á Vísindavefnum er einnig fjallað um AMO í svari Ægis Más Þórissonar við spurningunni Hver eru einkenni ofvirkni hjá börnum og hvað veldur henni?

Heimildir, myndir og frekari fróðleikur:...