Sólin Sólin Rís 10:29 • sest 16:00 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 02:35 • Sest 15:10 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:21 • Síðdegis: 14:37 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 08:31 • Síðdegis: 21:03 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:29 • sest 16:00 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 02:35 • Sest 15:10 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:21 • Síðdegis: 14:37 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 08:31 • Síðdegis: 21:03 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er málsgrein?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Málsgrein er oft skilgreind á þann hátt að hún sé sá texti sem er á milli punkta. Í einni málsgrein er annað hvort ein eða fleiri aðalsetning sem eru þá tengdar. Með aðalsetningu er átt við setningu sem ekki er liður í annarri setningu. Dæmi:
a) Jón og Gunna giftu sig í gær.

b) Ég veit það.

c) Ég veit að þau giftu sig í gær.

Dæmi a) og b) eru tvær sjálfstæðar aðalsetningar og tvær málsgreinar. Í dæmi c) er "að þau giftu sig í gær" aukasetning sem tengist Ég veit með samtengingunni og er andlag í þolfalli (ég veit eitthvað). Í dæmi c) er aukasetningin setningarliður í aðalsetningunni Ég veit að þau giftu sig í gær sem jafnframt er ein málsgrein.

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

31.5.2006

Spyrjandi

Guðrún Kjartansdóttir

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvað er málsgrein?“ Vísindavefurinn, 31. maí 2006, sótt 25. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=5984.

Guðrún Kvaran. (2006, 31. maí). Hvað er málsgrein? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5984

Guðrún Kvaran. „Hvað er málsgrein?“ Vísindavefurinn. 31. maí. 2006. Vefsíða. 25. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5984>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er málsgrein?
Málsgrein er oft skilgreind á þann hátt að hún sé sá texti sem er á milli punkta. Í einni málsgrein er annað hvort ein eða fleiri aðalsetning sem eru þá tengdar. Með aðalsetningu er átt við setningu sem ekki er liður í annarri setningu. Dæmi:

a) Jón og Gunna giftu sig í gær.

b) Ég veit það.

c) Ég veit að þau giftu sig í gær.

Dæmi a) og b) eru tvær sjálfstæðar aðalsetningar og tvær málsgreinar. Í dæmi c) er "að þau giftu sig í gær" aukasetning sem tengist Ég veit með samtengingunni og er andlag í þolfalli (ég veit eitthvað). Í dæmi c) er aukasetningin setningarliður í aðalsetningunni Ég veit að þau giftu sig í gær sem jafnframt er ein málsgrein....