Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað eiga menn við með orðinu tilboð? Er það listaverð eða frávik frá listaverði og hvað þá með orðið sértilboð?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Orðið tilboð hefur fleiri en eina merkingu. Það er samkvæmt Íslenskri orðabók notað í fyrsta lagi um ‛boð, það að bjóðast til einhvers’ og í öðru lagi um ‛það sem boðið er (upp á)’. Í fyrri merkingunni er átt til dæmis við að gera tilboð í verk, húsnæði, bíl, vörur og fleira. Þá eru oftast lögð inn tilboð og seljandinn getur annaðhvort tekið tilboðinu eða hafnað því og yfirleitt gera menn með sér samning. Dæmi í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans eru ekki mörg en sýna þó þessa merkingu. Talað er um „hlutfall tilboðs og fölunar“, „tilboð … til kosningar í kjördæmi“ og „samræmi … milli tilboðs og eftirspurnar eftir hjúum“.

Tilboð eða sértilboð?

Í síðari tilvikinu er það seljandinn eða verkbjóðandinn sem setur fram tilboð. Þá er tilkynnt um tilboð á vöru eða þjónustu, vara eða þjónusta er boðin á tilboði, það er á lækkuðu verði. Slík tilboð eru afar algeng, til dæmis í matvöruverslunum þar sem kynnt eru tilboð dagsins. Þá hefur verið slegið af fyrra verði vörunnar, oft tímabundið. Sama gildir um byggingavöruverslanir og ýmsar aðrar verslanir sem bjóða vöru á lægra verði en hún var upphaflega. Stundum standa slík tilboð aðeins nokkra daga og síðan er verðið hækkað aftur.

Ekkert dæmi var í Ritmálssafni Orðabókarinnar um sértilboð en ef leitað er í leitarvélinni „Google“ má finna ógrynni dæma. Þau virðast þó hafa sömu eða mjög svipaða merkingu og tilboð í síðari merkingunni en forliðurinn sér- virðist þar notaður í herðandi merkingu til að vekja athygli á tilboðinu.

Bent er á uppflettiritið Stóra orðabókin um íslenska málnotkun eftir Jón Hilmar Jónsson, bls. 694, þar sem sýnd er notkun orðsins tilboð í margvíslegu umhverfi.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Upprunalega spurningin hljóðaði svona:

Fyrirspurn mín varðar orðið 'tilboð'. Held að fólk hafi mismunandi skilning á orðinu. Hefði haft hag að því að heyra álit sérfræðinga. Einn skilningur er sá að tilboð sé það sem í raun er á boðstólum, að tilboð sé svokallað listaverð. Annar skilningur er sá að tilboð sé frávik frá svokölluðu listaverði. Samkeppnisstofnun horfir til síðari skilgreiningarinnar í dómum sínum. Spurning hvaða merkingu sértilboð hefur. Þessar skilgreiningar fjalla um tilboð seljanda. Fróðleg væri að vita hvernig mál verða þegar athöfnin snýst við og neytandi gerir tilboð í bíl, íbúð og svo framvegis. Ég aðhyllist sjálfur fyrri skilgreininguna að tilboð sé það sem er í boði hverju sinni á ákveðnu verði. Ef um afslátt er að ræða þá vill ég tala um sérstakt tilboð (sértilboð).

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

15.3.2011

Spyrjandi

Guðjón Pálsson

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvað eiga menn við með orðinu tilboð? Er það listaverð eða frávik frá listaverði og hvað þá með orðið sértilboð?“ Vísindavefurinn, 15. mars 2011, sótt 24. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=58799.

Guðrún Kvaran. (2011, 15. mars). Hvað eiga menn við með orðinu tilboð? Er það listaverð eða frávik frá listaverði og hvað þá með orðið sértilboð? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=58799

Guðrún Kvaran. „Hvað eiga menn við með orðinu tilboð? Er það listaverð eða frávik frá listaverði og hvað þá með orðið sértilboð?“ Vísindavefurinn. 15. mar. 2011. Vefsíða. 24. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=58799>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað eiga menn við með orðinu tilboð? Er það listaverð eða frávik frá listaverði og hvað þá með orðið sértilboð?
Orðið tilboð hefur fleiri en eina merkingu. Það er samkvæmt Íslenskri orðabók notað í fyrsta lagi um ‛boð, það að bjóðast til einhvers’ og í öðru lagi um ‛það sem boðið er (upp á)’. Í fyrri merkingunni er átt til dæmis við að gera tilboð í verk, húsnæði, bíl, vörur og fleira. Þá eru oftast lögð inn tilboð og seljandinn getur annaðhvort tekið tilboðinu eða hafnað því og yfirleitt gera menn með sér samning. Dæmi í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans eru ekki mörg en sýna þó þessa merkingu. Talað er um „hlutfall tilboðs og fölunar“, „tilboð … til kosningar í kjördæmi“ og „samræmi … milli tilboðs og eftirspurnar eftir hjúum“.

Tilboð eða sértilboð?

Í síðari tilvikinu er það seljandinn eða verkbjóðandinn sem setur fram tilboð. Þá er tilkynnt um tilboð á vöru eða þjónustu, vara eða þjónusta er boðin á tilboði, það er á lækkuðu verði. Slík tilboð eru afar algeng, til dæmis í matvöruverslunum þar sem kynnt eru tilboð dagsins. Þá hefur verið slegið af fyrra verði vörunnar, oft tímabundið. Sama gildir um byggingavöruverslanir og ýmsar aðrar verslanir sem bjóða vöru á lægra verði en hún var upphaflega. Stundum standa slík tilboð aðeins nokkra daga og síðan er verðið hækkað aftur.

Ekkert dæmi var í Ritmálssafni Orðabókarinnar um sértilboð en ef leitað er í leitarvélinni „Google“ má finna ógrynni dæma. Þau virðast þó hafa sömu eða mjög svipaða merkingu og tilboð í síðari merkingunni en forliðurinn sér- virðist þar notaður í herðandi merkingu til að vekja athygli á tilboðinu.

Bent er á uppflettiritið Stóra orðabókin um íslenska málnotkun eftir Jón Hilmar Jónsson, bls. 694, þar sem sýnd er notkun orðsins tilboð í margvíslegu umhverfi.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Upprunalega spurningin hljóðaði svona:

Fyrirspurn mín varðar orðið 'tilboð'. Held að fólk hafi mismunandi skilning á orðinu. Hefði haft hag að því að heyra álit sérfræðinga. Einn skilningur er sá að tilboð sé það sem í raun er á boðstólum, að tilboð sé svokallað listaverð. Annar skilningur er sá að tilboð sé frávik frá svokölluðu listaverði. Samkeppnisstofnun horfir til síðari skilgreiningarinnar í dómum sínum. Spurning hvaða merkingu sértilboð hefur. Þessar skilgreiningar fjalla um tilboð seljanda. Fróðleg væri að vita hvernig mál verða þegar athöfnin snýst við og neytandi gerir tilboð í bíl, íbúð og svo framvegis. Ég aðhyllist sjálfur fyrri skilgreininguna að tilboð sé það sem er í boði hverju sinni á ákveðnu verði. Ef um afslátt er að ræða þá vill ég tala um sérstakt tilboð (sértilboð).
...