Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver var Þorleifur Einarsson og hvert var hans framlag til jarðfræðinnar?

Páll Imsland

Þorleifur Einarsson fæddist í Reykjavík árið 1931 og lést í Þýskalandi 1999.

Þorleifur lærði jarðfræði í Þýskalandi á 6. áratug 20. aldar. Í háskólanámi sínu lagði hann áherslur á almenna jarðfræði, jarðlagafræði og jarðsögu með sérstakri áherslu á áhrif ísaldar á eldvirkni og veðurfarsbreytingar og áhrif þeirra á lífríkið. Hann hóf rannsóknir á jarðfræði Íslands strax á námsárunum í Þýskalandi og snerust prófritgerðir hans um þær. Diplómaritgerðin fjallaði um jarðfræði Hellisheiðarsvæðisins, gerð og aldursafstöðu bæði ísaldarmenja og eftirísaldarjarðlaga, sem nánast eingöngu eru af eldvirkum toga, afrakstur eldvirkni undir bæði ísaldarjöklum og berum himni. Dr. rer. nat.-ritgerð hans fjallaði um veðurfarssögu ísaldarloka og eftirísaldartímans.

Þessi tvö meginviðfangsefni, eldvirkni og veðurfarssaga og tengsl þeirra við ísaldarfræði almennt urðu meira og minna rauður þráður í rannsóknum hans hér síðan, þó rannsóknirnar tækju marga útúrdúra frá þeirri línu, bæði praktíska króka og fræðilegar sveigjur.

Eftir heimkomuna frá Þýskalandi lögðust strax á Þorleif kennslustörf jafnframt rannsóknunum, fyrst í framhaldsskólakerfinu og síðar í Háskóla Íslands. Þar varð hann stundakennari og síðar prófessor í jarðlagafræðum og jarðsögu þegar kennsla var tekin upp í náttúrufræðum við HÍ og gegndi hann því starfi til dauðadags. Hann var farsæll kennari sem vakti áhuga nemenda á fræðunum sem hann fjallaði um en einkum þó á samhengi og samspili fyrirbæranna í náttúrunni.



Þorleifur Einarsson (1931-1999).

Þorleifur hafði afar yfirgripsmikla þekkingu á því sem ritað hafði verið um jarðfræði og náttúru Íslands almennt; hafði lesið á námsárunum allt sem hann komst yfir um þessi mál. Hann lagði gjarnan áherslu á að menn settu þá þekkingu sem þeir öfluðu nýrrar í samhengi við eldri þekkingu, en létu ekki eins og allt væri uppgötvað úr þekkingartómu rúmi, ef svo má segja. Meðal annars vegna þessa víða yfirlits sem hann hafði gat hann tjáð sig um flest svið íslenskrar náttúrufræði, jarðfræði jafnt sem annarra greina.

Eftir hann liggur mikill fjöldi greina í tímaritum og slatti bóka um jarðfræði, auk drjúgs magns af rannsóknarskýrslum til undirbúnings verklegra framkvæmda. Þessi verk eru margvísleg og snerta marga þætti fræðanna.

Það ritverk Þorleifs sem án efa hefur haft víðust áhrif er svokölluð Þorleifsbiblía, kennslubók hans um jarðfræði (Jarðfræði. Saga bergs og lands). Hún kom út fyrst árið 1968 og braut blað í kennslu í jarðfræði, þar sem bókin var afar góð og leysti af höndum afgamla bók, að stofni til frá 1922. Menn, sem kynntust Þorleifsbiblíu á fyrstu árum hennar, minnast enn þessarar bókar og þeirrar upplifunar sem lestur hennar var, bæði sem skemmtilegur lestur og sem uppljómun í þekkingu. Bókin kom út aftur og aftur og var umskrifuð og aðlöguð eftir hendinni og er reyndar enn á markaði, þrátt fyrir byltingar í fræðunum.

Af viðfangsefnum Þorleifs má meðal annars nefna rannsókn á jarðlögum Gullfossgljúfra og nágrennis, en þar eru frá hans hendi á ferðinni nýjungar í túlkun eldvirkra jarðlaga þar sem strúktúrar setlagafræðanna eru hafðir að leiðarljósi. Þessum aðferðum er nú beitt í miklum mæli bæði í rannsóknum á flæði- og gjóskubergi. Hann vann allmikið að rannsóknum til undirbúnings virkjana og jarðgangagerðar á Íslandi á 7. áratugnum og er það meðal brautryðjandastarfa á þeim vettvangi hérlendis. Leiddi þetta bæði til aukinnar þekkingar á jarðfræðilegum aðstæðum í landinu og til reynslu í flóknum verklegum framkvæmdum; hugvit og reynsla til hagsbóta. Þetta ásamt kennslunni sem hann innti af hendi við HÍ ollu því að Þorleifur gerðist mikill talsmaður þess að jarðfræðileg þekking væri tekin til hagnýtra nota á sem víðustum grundvelli hérlendis.



Þorleifur Einarsson rannsakaði meðal annars jarðlög Gullfossgjúfra.

Á Tjörnesi eru merkileg setlög sem segja einstaka sögu meðal íslenskra jarðlaga. Þar rannsakaði Þorleifur ásamt tveim Bandaríkjamönnum jarðlög með aðferðum segulfræðanna, sem var nýjung, og fengust þá mun nánari upplýsingar um aldursdreifingu þessara laga en menn áður þekktu. Einnig fann hann út frá gerð jarðlaganna að skeiðaskipting ísaldar var mun margþættari en áður var talið og að veðurfarsaðstæður voru afar óstöðugar, síendurtekin skipti kulda- og hlýskeiða. Víst varð að að minnsta kosti 10 skeið af hvoru höfðu gengið yfir landið á ísöld. Þessari skeiðaskiptingu samfara voru tíðar og miklar afstöðubreytingar lands og sjávar þannig að á víxl urðu til þurrlendisjarðlög og sjávarsetlög. Meðal skelja í sjávarsetlögunum fundust Kyrrahafstegundir og varð þá ljóst að samgangur á milli stóru heimshafanna tveggja um Beringssund var merkilegt rannsóknarefni sem varpað gat ljósi á flutning dýra á milli heimsálfanna austan og vestan Atlantshafs og heimshafanna sitt hvorum megin Beringíu.

Eitt eftirminnilegasta verk Þorleifs tengist eldgosinu á Heimaey árið 1973. Þar var í fyrsta sinn í heiminum barist við jarðelda af fullri alvöru og af miklum krafti í þeim tilgangi að hafa stýrandi áhrif á dreifingu gosefnanna og þar með að hafa áhrif á afleiðingar gossins fyrir viðkomandi svæði. Þessi barátta skilaði verulegum árangri og hafði afgerandi áhrif. Síðan er ljóst að þunganum af áhrifum eldvirkni má stýra að vissu marki, ef rétt er að farið. Þorleifur var einn af þrem lykilmönnum í þessari baráttu og vann sjálfum sér til óbóta við þau störf með ósérhlífni sinni og baráttuvilja. Hann vann jöfnum höndum að því í þessu máli að flytja til vatnsleiðslur á glóandi hrauni eða við hrynjandi hraunjaðar og að argast í stjórnmálamönnum, að sannfæra þá um nauðsyn verksins og þörfina á fjármunum og tækjum til þess. Eftir á að hyggja er þessi barátta við eldinn heimssögulegur atburður, sem enn eru ekki gerð þau skil á prenti sem hann verðskuldar.

Að lokum skal lauslega minnst á afskipti hans af náttúruvernd og umhverfismálum, en eftir því sem Þorleifur eltist og þroskaðist varð hann sannfærðari umhverfissinni og öflugri baráttumaður á þeim vettvangi. Hann kom þar víða við bæði sem stjórnandi í félagasamtökum og áróðursmaður á almennum vettvangi en einnig sem ráðgjafi í framkvæmdum. Hann varð áður en yfir lauk einn sterkasti og áhrifamesti talsmaður náttúru- og umhverfisverndar hér á landi. Hann átti þátt í tilurð Landverndar, eins öflugasta náttúruverndarfélags sem hér hefur starfað og starfar enn. Hann sat lengi í stjórn þess félagsskapar meðal annars sem formaður. Hann gegndi reyndar mörgum fleiri trúnaðarstörfum fyrir ýmis félög og samtök, var meðal annars stjórnarformaður Bókaútgáfunnar Máls og menningar um árabil.

Myndir:
  • Mynd af Þorleifi Einarssyni: Úr safni Einars Þorleifssonar.
  • Mynd af Hvítá: Mats: Íslandsmyndasafn © Mats Wibe Lund.

Höfundur

Páll Imsland

jarðfræðingur

Útgáfudagur

5.7.2011

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Páll Imsland. „Hver var Þorleifur Einarsson og hvert var hans framlag til jarðfræðinnar?“ Vísindavefurinn, 5. júlí 2011, sótt 24. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=58246.

Páll Imsland. (2011, 5. júlí). Hver var Þorleifur Einarsson og hvert var hans framlag til jarðfræðinnar? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=58246

Páll Imsland. „Hver var Þorleifur Einarsson og hvert var hans framlag til jarðfræðinnar?“ Vísindavefurinn. 5. júl. 2011. Vefsíða. 24. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=58246>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver var Þorleifur Einarsson og hvert var hans framlag til jarðfræðinnar?
Þorleifur Einarsson fæddist í Reykjavík árið 1931 og lést í Þýskalandi 1999.

Þorleifur lærði jarðfræði í Þýskalandi á 6. áratug 20. aldar. Í háskólanámi sínu lagði hann áherslur á almenna jarðfræði, jarðlagafræði og jarðsögu með sérstakri áherslu á áhrif ísaldar á eldvirkni og veðurfarsbreytingar og áhrif þeirra á lífríkið. Hann hóf rannsóknir á jarðfræði Íslands strax á námsárunum í Þýskalandi og snerust prófritgerðir hans um þær. Diplómaritgerðin fjallaði um jarðfræði Hellisheiðarsvæðisins, gerð og aldursafstöðu bæði ísaldarmenja og eftirísaldarjarðlaga, sem nánast eingöngu eru af eldvirkum toga, afrakstur eldvirkni undir bæði ísaldarjöklum og berum himni. Dr. rer. nat.-ritgerð hans fjallaði um veðurfarssögu ísaldarloka og eftirísaldartímans.

Þessi tvö meginviðfangsefni, eldvirkni og veðurfarssaga og tengsl þeirra við ísaldarfræði almennt urðu meira og minna rauður þráður í rannsóknum hans hér síðan, þó rannsóknirnar tækju marga útúrdúra frá þeirri línu, bæði praktíska króka og fræðilegar sveigjur.

Eftir heimkomuna frá Þýskalandi lögðust strax á Þorleif kennslustörf jafnframt rannsóknunum, fyrst í framhaldsskólakerfinu og síðar í Háskóla Íslands. Þar varð hann stundakennari og síðar prófessor í jarðlagafræðum og jarðsögu þegar kennsla var tekin upp í náttúrufræðum við HÍ og gegndi hann því starfi til dauðadags. Hann var farsæll kennari sem vakti áhuga nemenda á fræðunum sem hann fjallaði um en einkum þó á samhengi og samspili fyrirbæranna í náttúrunni.



Þorleifur Einarsson (1931-1999).

Þorleifur hafði afar yfirgripsmikla þekkingu á því sem ritað hafði verið um jarðfræði og náttúru Íslands almennt; hafði lesið á námsárunum allt sem hann komst yfir um þessi mál. Hann lagði gjarnan áherslu á að menn settu þá þekkingu sem þeir öfluðu nýrrar í samhengi við eldri þekkingu, en létu ekki eins og allt væri uppgötvað úr þekkingartómu rúmi, ef svo má segja. Meðal annars vegna þessa víða yfirlits sem hann hafði gat hann tjáð sig um flest svið íslenskrar náttúrufræði, jarðfræði jafnt sem annarra greina.

Eftir hann liggur mikill fjöldi greina í tímaritum og slatti bóka um jarðfræði, auk drjúgs magns af rannsóknarskýrslum til undirbúnings verklegra framkvæmda. Þessi verk eru margvísleg og snerta marga þætti fræðanna.

Það ritverk Þorleifs sem án efa hefur haft víðust áhrif er svokölluð Þorleifsbiblía, kennslubók hans um jarðfræði (Jarðfræði. Saga bergs og lands). Hún kom út fyrst árið 1968 og braut blað í kennslu í jarðfræði, þar sem bókin var afar góð og leysti af höndum afgamla bók, að stofni til frá 1922. Menn, sem kynntust Þorleifsbiblíu á fyrstu árum hennar, minnast enn þessarar bókar og þeirrar upplifunar sem lestur hennar var, bæði sem skemmtilegur lestur og sem uppljómun í þekkingu. Bókin kom út aftur og aftur og var umskrifuð og aðlöguð eftir hendinni og er reyndar enn á markaði, þrátt fyrir byltingar í fræðunum.

Af viðfangsefnum Þorleifs má meðal annars nefna rannsókn á jarðlögum Gullfossgljúfra og nágrennis, en þar eru frá hans hendi á ferðinni nýjungar í túlkun eldvirkra jarðlaga þar sem strúktúrar setlagafræðanna eru hafðir að leiðarljósi. Þessum aðferðum er nú beitt í miklum mæli bæði í rannsóknum á flæði- og gjóskubergi. Hann vann allmikið að rannsóknum til undirbúnings virkjana og jarðgangagerðar á Íslandi á 7. áratugnum og er það meðal brautryðjandastarfa á þeim vettvangi hérlendis. Leiddi þetta bæði til aukinnar þekkingar á jarðfræðilegum aðstæðum í landinu og til reynslu í flóknum verklegum framkvæmdum; hugvit og reynsla til hagsbóta. Þetta ásamt kennslunni sem hann innti af hendi við HÍ ollu því að Þorleifur gerðist mikill talsmaður þess að jarðfræðileg þekking væri tekin til hagnýtra nota á sem víðustum grundvelli hérlendis.



Þorleifur Einarsson rannsakaði meðal annars jarðlög Gullfossgjúfra.

Á Tjörnesi eru merkileg setlög sem segja einstaka sögu meðal íslenskra jarðlaga. Þar rannsakaði Þorleifur ásamt tveim Bandaríkjamönnum jarðlög með aðferðum segulfræðanna, sem var nýjung, og fengust þá mun nánari upplýsingar um aldursdreifingu þessara laga en menn áður þekktu. Einnig fann hann út frá gerð jarðlaganna að skeiðaskipting ísaldar var mun margþættari en áður var talið og að veðurfarsaðstæður voru afar óstöðugar, síendurtekin skipti kulda- og hlýskeiða. Víst varð að að minnsta kosti 10 skeið af hvoru höfðu gengið yfir landið á ísöld. Þessari skeiðaskiptingu samfara voru tíðar og miklar afstöðubreytingar lands og sjávar þannig að á víxl urðu til þurrlendisjarðlög og sjávarsetlög. Meðal skelja í sjávarsetlögunum fundust Kyrrahafstegundir og varð þá ljóst að samgangur á milli stóru heimshafanna tveggja um Beringssund var merkilegt rannsóknarefni sem varpað gat ljósi á flutning dýra á milli heimsálfanna austan og vestan Atlantshafs og heimshafanna sitt hvorum megin Beringíu.

Eitt eftirminnilegasta verk Þorleifs tengist eldgosinu á Heimaey árið 1973. Þar var í fyrsta sinn í heiminum barist við jarðelda af fullri alvöru og af miklum krafti í þeim tilgangi að hafa stýrandi áhrif á dreifingu gosefnanna og þar með að hafa áhrif á afleiðingar gossins fyrir viðkomandi svæði. Þessi barátta skilaði verulegum árangri og hafði afgerandi áhrif. Síðan er ljóst að þunganum af áhrifum eldvirkni má stýra að vissu marki, ef rétt er að farið. Þorleifur var einn af þrem lykilmönnum í þessari baráttu og vann sjálfum sér til óbóta við þau störf með ósérhlífni sinni og baráttuvilja. Hann vann jöfnum höndum að því í þessu máli að flytja til vatnsleiðslur á glóandi hrauni eða við hrynjandi hraunjaðar og að argast í stjórnmálamönnum, að sannfæra þá um nauðsyn verksins og þörfina á fjármunum og tækjum til þess. Eftir á að hyggja er þessi barátta við eldinn heimssögulegur atburður, sem enn eru ekki gerð þau skil á prenti sem hann verðskuldar.

Að lokum skal lauslega minnst á afskipti hans af náttúruvernd og umhverfismálum, en eftir því sem Þorleifur eltist og þroskaðist varð hann sannfærðari umhverfissinni og öflugri baráttumaður á þeim vettvangi. Hann kom þar víða við bæði sem stjórnandi í félagasamtökum og áróðursmaður á almennum vettvangi en einnig sem ráðgjafi í framkvæmdum. Hann varð áður en yfir lauk einn sterkasti og áhrifamesti talsmaður náttúru- og umhverfisverndar hér á landi. Hann átti þátt í tilurð Landverndar, eins öflugasta náttúruverndarfélags sem hér hefur starfað og starfar enn. Hann sat lengi í stjórn þess félagsskapar meðal annars sem formaður. Hann gegndi reyndar mörgum fleiri trúnaðarstörfum fyrir ýmis félög og samtök, var meðal annars stjórnarformaður Bókaútgáfunnar Máls og menningar um árabil.

Myndir:
  • Mynd af Þorleifi Einarssyni: Úr safni Einars Þorleifssonar.
  • Mynd af Hvítá: Mats: Íslandsmyndasafn © Mats Wibe Lund.
...