Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaðan koma páskasiðirnir um kanínur, hænur, egg og annað slíkt?

Símon Jón Jóhannsson

Upphaflega voru spurningarnar þessar:

  • Af hverju eru málshættir í páskaeggjum? (Þóra Björg)
  • Hvernig tengjast hænur og hænuungar páskum? (Íris Björk)
  • Hverjum datt fyrst í hug að búa til egg úr súkkulaði, fannst honum venjuleg egg ekki nógu góð? (Dagbjartur Gunnar Lúðvíksson, f. 1989)
  • Hvaðan koma páskaungarnir inn í allan páskafögnuðinn? Af hverju er skreytt með ungum? (Alice Snorradóttir)
  • Er páskakanínan tengd páskunum sjálfum eða boðskap þeirra? (Asnia Treuslia)

Egg voru meðal þess sem ekki mátti borða á lönguföstu, sjö vikna tímabilinu frá öskudegi fram að páskum. Hænsnfuglar gera einnig margir hverjir hlé á varpi yfir háveturinn en byrja svo aftur að verpa um páskaleytið. Það þótti því nýnæmi að fá egg á páskum.

Á fyrri öldum tíðkaðist að leiguliðar greiddu landsdrottnum sínum skatt nokkrum sinnum á ári og var páskaskatturinn gjarnan greiddur í eggjum. Algengt var að meðalbóndi greiddi þá landeiganda um það bil hundrað egg. Ríkir landeigendur gátu því setið uppi með stóran stafla af eggjum fyrir hverja páska. Smám sama fór því að tíðkast að gefa fátækum egg á páskahátíðinni og þá ekki síst börnum. Svo komst í tísku að skreyta eggin, sjúga innan úr þeim og nota til páskagjafa.

Á 17. öld varð algengt hjá yfirstéttinni að gefa skreytt páskaegg með trúarlegum myndum og heilræðum. Þegar kom fram á 18. öld fór að bera á hamingjuóskum, ástarjátningum og stríðni í stað hinna trúarlegu heilræða. Um svipað leyti fóru menn líka að stinga þessum orðsendingum samanbrotnum inn í eggin gegnum lítil göt sem síðan var málað yfir. Skrauteggin voru víða bönnuð á upplýsingaöldinni en komu aftur til sögunnar með rómantíkinni.


Hjá alþýðu manna tíðkuðust einfaldari skreytingar og oft voru eggin aðeins lituð mismunandi litum um leið og þau voru soðin. Þau voru þá soðin í heyi til að gera þau gul eða aðrar jurtir notaðar til að fá fram mismunandi liti. Stundum var notað kaffi til að gera eggin brún eða að notaðir voru matarlitir þegar þeir komu til sögunnar. Á 19. öld fóru sælgætisframleiðendur í Mið-Evrópu að framleiða páskaegg úr pappa með sælgæti inni í og síðar urðu súkkulaðieggin til. Inn í þessi egg var stundum einnig stungið myndum eða lesmáli.

Hér á landi voru páskaegg fyrst auglýst og boðin til sölu um árið 1920 hjá Björnsbakaríi í Reykjavík. Eins og með ýmislegt annað er þó líklegt að Íslendingar hafi kynnst páskaeggjum í Danmörku fyrr og þau farið að berast hingað til lands um og upp úr aldamótunum 1900.

Ekki er alveg ljóst hvenær farið var að setja málshætti inn í páskaeggin hér á landi en það hefur þó tíðkast lengi. Nói fór að framleiða súkkulaði í byrjun fjórða áratugar síðustu aldar og Freyja um svipað leyti. Forsvarsmenn Nóa-Síríusar telja að framleiðsla páskaeggja úr súkkulaði hafi hafist að nokkru marki á fimmta áratugnum og sennilega hafi þá fljótlega verið farið að setja málshætti inn í eggin ásamt ýmsu sælgæti.

Að setja málshætti inn í páskaegg með þessum hætti virðist vera séríslenskt fyrirbæri þótt rekja megi þann sið að setja spakmæli á eða inn í páskaegg aftur til 17. aldar. Íslenskir súkkulaðigerðarmenn lærðu listina í Danmörku og hafa eflaust þar fengið hugmyndina að því að setja málshætti inn í eggin. Íslendingar virðast vera eina þjóðin sem haldið hefur þessum sið allt fram á þennan dag.

Ýmsir leikir sem tengjast páskaeggjum tíðkuðust í Evrópu áður fyrr, svo sem að keppa í því hver gat rúllað eggi lengsta leið án þess að skurnin brotnaði. Þá var algengur leikur að börn færu út á páskadagsmorgunn að leita eggja og væru fuglar ekki farnir að verpa þegar páskarnir gengu í garð földu foreldrar egg í kringum heimilið svo börnin gætu fundið þau.

Í Noregi gerðu ungar stúlkur á giftingaraldri sér sums staðar til gamans að taka með sér egg í messu á páskadag. Þær geymdu eggið innanklæða, helst við nakin brjóstin og gáfu síðan þeim sem þær elskuðu eggið þegar til kirkju kom. Stundum fengu piltarnir að sækja eggin sjálfir inn á stúlkurnar. Annar leikur var sá að fela egg innan klæða en síðan fékk mótleikarinn að slá með krepptum hnefa á einhverja þrjá staði á þeim sem faldi eggið í þeirri von að hitta á eggið og brjóta það. Þá var einnig til að slá saman eggjum og sá vann sem fyrr braut egg andstæðingsins.


Sumir þjóðfræðingar telja að rekja megi tilkomu páskaeggjanna allt aftur til Germana og siða tengdum gyðjunni Eastre. Hún var gyðja vorsins, morgunsins, endurfæðingarinnar og barna. Eastre breytti uppáhalds gælufuglinum sínum í kanínu. Kanínan gladdi síðan börn með því að færa þeim marglit egg, tákn upphafsins og lífsins, að gjöf frá vorgyðjunni. Enska orðið Easter og þýska orðið Ostern yfir páska má rekja til germönsku vorgyðjunnar Eastre og íslenska orðið austur, átt sólaruppkomu, dögunar og upphafs, er af sömu rót.

Páskakanínan sem víða kemur fram í skreytingum og sælgæti um páskana er því ekki beint tengd hinum kristna boðskap páskanna heldur á hún rót sína að rekja til goðsögunnar um germönsku vorgyðjuna Eastre en er einnig, eins og eggið, tákn frjósemi og upphafs.

Helstu heimildir og myndir

  • Asley, Leonard R.N: The Complete Book of Superstition, Prophecy and Luck. Robson books. London. 1996.
  • Árni Björnsson. Saga daganna. Mál og menning. Reykjavík. 1993.
  • Baumgartner, Anne S: A Comprehensive Dictionary of the Gods. New Jersey. 1995.
  • Bø, Olav: Norske årshøgtider. Oslo. 1980.
  • Funk og Wagnalls: Standard dictionary of folklore, mythology and legend. New York 1972.
  • „Páskarnir upphaflega kjöthátíð. Rætt við Árna Björnsson þjóðháttafræðing.“ Morgunblaðið.10. apríl. 1987.
  • Potter, Carole: Encyclopedia of Superstition. London. 1983.
  • Samtal við Finn Geirsson forstjóra Nóa-Síríus. 11. apríl. 2006.
  • Myndirnar eru af síðunni About Desktop Publishing: Easter Egg Web Graphics. Höfundur mynda er Jacci Howard Bear.

Höfundur

Símon Jón Jóhannsson

þjóðfræðingur

Útgáfudagur

12.4.2006

Spyrjandi

Þóra Björg Jóhannsdóttir, f. 1989
Íris Björk Óskarsdóttir, f. 1989

Tilvísun

Símon Jón Jóhannsson. „Hvaðan koma páskasiðirnir um kanínur, hænur, egg og annað slíkt?“ Vísindavefurinn, 12. apríl 2006, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=5823.

Símon Jón Jóhannsson. (2006, 12. apríl). Hvaðan koma páskasiðirnir um kanínur, hænur, egg og annað slíkt? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5823

Símon Jón Jóhannsson. „Hvaðan koma páskasiðirnir um kanínur, hænur, egg og annað slíkt?“ Vísindavefurinn. 12. apr. 2006. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5823>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaðan koma páskasiðirnir um kanínur, hænur, egg og annað slíkt?
Upphaflega voru spurningarnar þessar:

  • Af hverju eru málshættir í páskaeggjum? (Þóra Björg)
  • Hvernig tengjast hænur og hænuungar páskum? (Íris Björk)
  • Hverjum datt fyrst í hug að búa til egg úr súkkulaði, fannst honum venjuleg egg ekki nógu góð? (Dagbjartur Gunnar Lúðvíksson, f. 1989)
  • Hvaðan koma páskaungarnir inn í allan páskafögnuðinn? Af hverju er skreytt með ungum? (Alice Snorradóttir)
  • Er páskakanínan tengd páskunum sjálfum eða boðskap þeirra? (Asnia Treuslia)

Egg voru meðal þess sem ekki mátti borða á lönguföstu, sjö vikna tímabilinu frá öskudegi fram að páskum. Hænsnfuglar gera einnig margir hverjir hlé á varpi yfir háveturinn en byrja svo aftur að verpa um páskaleytið. Það þótti því nýnæmi að fá egg á páskum.

Á fyrri öldum tíðkaðist að leiguliðar greiddu landsdrottnum sínum skatt nokkrum sinnum á ári og var páskaskatturinn gjarnan greiddur í eggjum. Algengt var að meðalbóndi greiddi þá landeiganda um það bil hundrað egg. Ríkir landeigendur gátu því setið uppi með stóran stafla af eggjum fyrir hverja páska. Smám sama fór því að tíðkast að gefa fátækum egg á páskahátíðinni og þá ekki síst börnum. Svo komst í tísku að skreyta eggin, sjúga innan úr þeim og nota til páskagjafa.

Á 17. öld varð algengt hjá yfirstéttinni að gefa skreytt páskaegg með trúarlegum myndum og heilræðum. Þegar kom fram á 18. öld fór að bera á hamingjuóskum, ástarjátningum og stríðni í stað hinna trúarlegu heilræða. Um svipað leyti fóru menn líka að stinga þessum orðsendingum samanbrotnum inn í eggin gegnum lítil göt sem síðan var málað yfir. Skrauteggin voru víða bönnuð á upplýsingaöldinni en komu aftur til sögunnar með rómantíkinni.


Hjá alþýðu manna tíðkuðust einfaldari skreytingar og oft voru eggin aðeins lituð mismunandi litum um leið og þau voru soðin. Þau voru þá soðin í heyi til að gera þau gul eða aðrar jurtir notaðar til að fá fram mismunandi liti. Stundum var notað kaffi til að gera eggin brún eða að notaðir voru matarlitir þegar þeir komu til sögunnar. Á 19. öld fóru sælgætisframleiðendur í Mið-Evrópu að framleiða páskaegg úr pappa með sælgæti inni í og síðar urðu súkkulaðieggin til. Inn í þessi egg var stundum einnig stungið myndum eða lesmáli.

Hér á landi voru páskaegg fyrst auglýst og boðin til sölu um árið 1920 hjá Björnsbakaríi í Reykjavík. Eins og með ýmislegt annað er þó líklegt að Íslendingar hafi kynnst páskaeggjum í Danmörku fyrr og þau farið að berast hingað til lands um og upp úr aldamótunum 1900.

Ekki er alveg ljóst hvenær farið var að setja málshætti inn í páskaeggin hér á landi en það hefur þó tíðkast lengi. Nói fór að framleiða súkkulaði í byrjun fjórða áratugar síðustu aldar og Freyja um svipað leyti. Forsvarsmenn Nóa-Síríusar telja að framleiðsla páskaeggja úr súkkulaði hafi hafist að nokkru marki á fimmta áratugnum og sennilega hafi þá fljótlega verið farið að setja málshætti inn í eggin ásamt ýmsu sælgæti.

Að setja málshætti inn í páskaegg með þessum hætti virðist vera séríslenskt fyrirbæri þótt rekja megi þann sið að setja spakmæli á eða inn í páskaegg aftur til 17. aldar. Íslenskir súkkulaðigerðarmenn lærðu listina í Danmörku og hafa eflaust þar fengið hugmyndina að því að setja málshætti inn í eggin. Íslendingar virðast vera eina þjóðin sem haldið hefur þessum sið allt fram á þennan dag.

Ýmsir leikir sem tengjast páskaeggjum tíðkuðust í Evrópu áður fyrr, svo sem að keppa í því hver gat rúllað eggi lengsta leið án þess að skurnin brotnaði. Þá var algengur leikur að börn færu út á páskadagsmorgunn að leita eggja og væru fuglar ekki farnir að verpa þegar páskarnir gengu í garð földu foreldrar egg í kringum heimilið svo börnin gætu fundið þau.

Í Noregi gerðu ungar stúlkur á giftingaraldri sér sums staðar til gamans að taka með sér egg í messu á páskadag. Þær geymdu eggið innanklæða, helst við nakin brjóstin og gáfu síðan þeim sem þær elskuðu eggið þegar til kirkju kom. Stundum fengu piltarnir að sækja eggin sjálfir inn á stúlkurnar. Annar leikur var sá að fela egg innan klæða en síðan fékk mótleikarinn að slá með krepptum hnefa á einhverja þrjá staði á þeim sem faldi eggið í þeirri von að hitta á eggið og brjóta það. Þá var einnig til að slá saman eggjum og sá vann sem fyrr braut egg andstæðingsins.


Sumir þjóðfræðingar telja að rekja megi tilkomu páskaeggjanna allt aftur til Germana og siða tengdum gyðjunni Eastre. Hún var gyðja vorsins, morgunsins, endurfæðingarinnar og barna. Eastre breytti uppáhalds gælufuglinum sínum í kanínu. Kanínan gladdi síðan börn með því að færa þeim marglit egg, tákn upphafsins og lífsins, að gjöf frá vorgyðjunni. Enska orðið Easter og þýska orðið Ostern yfir páska má rekja til germönsku vorgyðjunnar Eastre og íslenska orðið austur, átt sólaruppkomu, dögunar og upphafs, er af sömu rót.

Páskakanínan sem víða kemur fram í skreytingum og sælgæti um páskana er því ekki beint tengd hinum kristna boðskap páskanna heldur á hún rót sína að rekja til goðsögunnar um germönsku vorgyðjuna Eastre en er einnig, eins og eggið, tákn frjósemi og upphafs.

Helstu heimildir og myndir

  • Asley, Leonard R.N: The Complete Book of Superstition, Prophecy and Luck. Robson books. London. 1996.
  • Árni Björnsson. Saga daganna. Mál og menning. Reykjavík. 1993.
  • Baumgartner, Anne S: A Comprehensive Dictionary of the Gods. New Jersey. 1995.
  • Bø, Olav: Norske årshøgtider. Oslo. 1980.
  • Funk og Wagnalls: Standard dictionary of folklore, mythology and legend. New York 1972.
  • „Páskarnir upphaflega kjöthátíð. Rætt við Árna Björnsson þjóðháttafræðing.“ Morgunblaðið.10. apríl. 1987.
  • Potter, Carole: Encyclopedia of Superstition. London. 1983.
  • Samtal við Finn Geirsson forstjóra Nóa-Síríus. 11. apríl. 2006.
  • Myndirnar eru af síðunni About Desktop Publishing: Easter Egg Web Graphics. Höfundur mynda er Jacci Howard Bear.
...