Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Dreymir dýr? Eru til rannsóknir á draumum dýra?

Björg Þorleifsdóttir

Rannsóknir á svefni dýra eru fyrst og fremst byggðar á atferlisathugunum en einnig, þar sem því verður við komið, á beinum mælingum. Þá eru mældir ýmsir lífeðlisfræðilegir þættir, þar á meðal heilarit, vöðvaspenna, öndun og hjartarit.

Aðeins lítið brot af fjölskrúðugri tegundamergð dýraríkisins hefur verið skoðað í þessu augnamiði. Líklegt er að flest dýr taki sér hvíld og/eða sofi á hverjum sólarhring, þar á meðal hryggleysingjar og fiskar. Fuglar og spendýr verja ákveðnum tíma sólarhringsins í svefn, ýmist að degi eða nóttu. Sá tími er mjög mislangur eftir tegundum. Meðal spendýra sofa hestar og fílar einna styst, 3 til 4 klukkustundir, en leðurblökur einna lengst, tæplega 20 klst. Algengustu heimilisdýrin, kettir og hundar sofa um það bil 13-14 klst. á sólarhring.

Sofandi ísbirnir.

Svefn skiptist í tvo meginhluta, hægan svefn (NREM, synchronized) og draumsvefn (REM, paradoxical) sem skiptast á með reglubundnum hætti. Með lífeðlisfræðilegum mælingum (svokölluðu svefnriti) má greina á milli. Hægur svefn einkennist af hægum og öflugum heilabylgjum, slökun í líkamsvöðvum og reglubundinni öndun og hjartslætti. Í draumsvefni mælast hins vegar hraðar, lágspenntar heilabylgjur, hraðar augnhreyfingar (rapid eye movement) og enn lægri vöðvaspenna en í hægum svefni. Örsmáir kippir mælast þó í vöðvum. Öndun er óregluleg sem og hjartsláttur. Þegar sofandi maður er vakinn upp af draumsvefni getur hann lýst á myndrænan hátt, því sem gerðist í draumnum. Hlutfall draumsvefns er að jafnaði 10-20% af heildarsvefntímanum.

Svefnrit eins og að framan er lýst sem tekin hafa verið af ýmsum dýrum, þar á meðal köttum, sýna að þau sofa draumsvefni. Með beinum athuganum á atferli dýra, til dæmis sofandi kisu, sjást einnig skýr einkenni draumsvefns: Hraðar augnhreyfingar, smáhreyfingar á eyrum, veiðihárum og jafnvel loppum, auk óreglulegrar öndunar. Rannsóknir hafa sýnt að kettir, sem hafa skaddaðar taugar sem valda vöðvaslökun í draumsvefni, hreyfa sig á þessu svefnstigi, stundum líkt og þeir væru að bera sig eftir bráð. Af því hafa menn dregið þá varkáru ályktun, að hugsanlega séu kettirnir að upplifa drauma sína, ef til vill um sællega og bústna mús sem bíður þeirra innan seilingar. Hins vegar verður spurningunni um það hvort dýr dreymi myndræna drauma líklega aldrei svarað á óyggjandi hátt.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:

Hér er einnig svarað spurningu Jóhanns Alfreðs Kristinssonar, "Dreymir öll dýr?" og spurningu Sunnu Bjarkar Þórarinsdóttur, "Eru til einhverjar rannsóknir á draumförum katta eða annarra dýra?".

Höfundur

Björg Þorleifsdóttir

lektor í lífeðlisfræði við Læknadeild HÍ

Útgáfudagur

27.6.2000

Spyrjandi

Bergþóra Gísladóttir
Snæfríður Jónsdóttir, f. 1994

Tilvísun

Björg Þorleifsdóttir. „Dreymir dýr? Eru til rannsóknir á draumum dýra?“ Vísindavefurinn, 27. júní 2000, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=579.

Björg Þorleifsdóttir. (2000, 27. júní). Dreymir dýr? Eru til rannsóknir á draumum dýra? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=579

Björg Þorleifsdóttir. „Dreymir dýr? Eru til rannsóknir á draumum dýra?“ Vísindavefurinn. 27. jún. 2000. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=579>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Dreymir dýr? Eru til rannsóknir á draumum dýra?
Rannsóknir á svefni dýra eru fyrst og fremst byggðar á atferlisathugunum en einnig, þar sem því verður við komið, á beinum mælingum. Þá eru mældir ýmsir lífeðlisfræðilegir þættir, þar á meðal heilarit, vöðvaspenna, öndun og hjartarit.

Aðeins lítið brot af fjölskrúðugri tegundamergð dýraríkisins hefur verið skoðað í þessu augnamiði. Líklegt er að flest dýr taki sér hvíld og/eða sofi á hverjum sólarhring, þar á meðal hryggleysingjar og fiskar. Fuglar og spendýr verja ákveðnum tíma sólarhringsins í svefn, ýmist að degi eða nóttu. Sá tími er mjög mislangur eftir tegundum. Meðal spendýra sofa hestar og fílar einna styst, 3 til 4 klukkustundir, en leðurblökur einna lengst, tæplega 20 klst. Algengustu heimilisdýrin, kettir og hundar sofa um það bil 13-14 klst. á sólarhring.

Sofandi ísbirnir.

Svefn skiptist í tvo meginhluta, hægan svefn (NREM, synchronized) og draumsvefn (REM, paradoxical) sem skiptast á með reglubundnum hætti. Með lífeðlisfræðilegum mælingum (svokölluðu svefnriti) má greina á milli. Hægur svefn einkennist af hægum og öflugum heilabylgjum, slökun í líkamsvöðvum og reglubundinni öndun og hjartslætti. Í draumsvefni mælast hins vegar hraðar, lágspenntar heilabylgjur, hraðar augnhreyfingar (rapid eye movement) og enn lægri vöðvaspenna en í hægum svefni. Örsmáir kippir mælast þó í vöðvum. Öndun er óregluleg sem og hjartsláttur. Þegar sofandi maður er vakinn upp af draumsvefni getur hann lýst á myndrænan hátt, því sem gerðist í draumnum. Hlutfall draumsvefns er að jafnaði 10-20% af heildarsvefntímanum.

Svefnrit eins og að framan er lýst sem tekin hafa verið af ýmsum dýrum, þar á meðal köttum, sýna að þau sofa draumsvefni. Með beinum athuganum á atferli dýra, til dæmis sofandi kisu, sjást einnig skýr einkenni draumsvefns: Hraðar augnhreyfingar, smáhreyfingar á eyrum, veiðihárum og jafnvel loppum, auk óreglulegrar öndunar. Rannsóknir hafa sýnt að kettir, sem hafa skaddaðar taugar sem valda vöðvaslökun í draumsvefni, hreyfa sig á þessu svefnstigi, stundum líkt og þeir væru að bera sig eftir bráð. Af því hafa menn dregið þá varkáru ályktun, að hugsanlega séu kettirnir að upplifa drauma sína, ef til vill um sællega og bústna mús sem bíður þeirra innan seilingar. Hins vegar verður spurningunni um það hvort dýr dreymi myndræna drauma líklega aldrei svarað á óyggjandi hátt.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:

Hér er einnig svarað spurningu Jóhanns Alfreðs Kristinssonar, "Dreymir öll dýr?" og spurningu Sunnu Bjarkar Þórarinsdóttur, "Eru til einhverjar rannsóknir á draumförum katta eða annarra dýra?". ...