Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvert fer sálin þegar maður deyr?

Haukur Már Helgason og Sigurjón Árni Eyjólfsson

Þetta svar er samið frá sjónarhóli guðfræðinnar og segir aðeins frá hugmyndum kristinna manna um tilveru eftir dauðann. -- Í kristinni trú þykir ljóst að menn munu eftir dauðann, að lokum, hafna ýmist í helvíti eða himnaríki. Yfirleitt er svo litið á að þangað fari maðurinn allur, sál hans og líkami, sem óaðskiljanleg heild. Um það er hins vegar deilt hvort maðurinn bíði úrskurðar um vist, og hvar hann bíði þá, eða fari strax að sér látnum til síns staðar. Kaþólikkar og mótmælendur deila einnig um hverjir komist á hvorn staðinn.


Gamla testamentið gefur yfirleitt lítið fyrir líf eftir dauðann. Í Prédikaranum (9;4–6) birtist hugmynd Hebrea um dauðann sterklega: „Hinir dauðu vita ekki neitt og hljóta engin laun framar, því að minning þeirra gleymist. Bæði elska þeirra og hatur og öfund, það er fyrir löngu farið, og þeir eiga aldrei framar hlutdeild í neinu því, sem við ber undir sólinni." Og í Jobsbók (14;10–12): „…Gefi manneskjan upp andann – hvar er hún þá? Eins og vatnið hverfur úr stöðuvatninu og fljótið grynnist og þornar upp, þannig leggst maðurinn til hvíldar og rís eigi aftur á fætur."

Dauðinn er til að byrja með endanlegur fyrir Hebreum og ekkert líf eftir hann. Líf sálar án líkama væri Hebreum óhugsandi því maðurinn er lifandi sál (1. Mósebók, 2;7) og sál og líkami eitt. Upprisa holdsins verður þó hluti af trúarkenningum síðari Hebrea. Í Jesaja má sjá skrifað (26;19): „Menn þínir, sem dánir eru, skulu lifna, lík þeirra rísa upp."

Upprisuvonin er hins vegar sterk í Nýja testamentinu. Jesús gaf heit um að snúa aftur eftir upprisuna og var lagt þannig út af orðum hans að þá myndu hinir réttlátu rísa upp, lifandi og dauðir, og fylgja honum til sæluríkisins. Svo segist Jóhannesi um opinberun sína (Opinberunarbókin 21;1—8):
Og ég sá nýjan himin og nýja jörð, því að hinn fyrri himinn og hin fyrri jörð voru horfin [...] Og ég heyrði raust mikla frá hásætinu, er sagði: „[...] Guð sjálfur mun vera hjá þeim, Guð þeirra. Og hann mun þerra hvert tár af augum þeirra. Og dauðinn mun ekki framar til vera, hvorki harmur né vein né kvöl er framar til. [...] Sjá, ég gjöri alla hluti nýja [...] Ég mun gefa þeim ókeypis, sem þyrstur er, af lind lífsins vatns. Sá er sigrar mun erfa þetta, og ég mun vera hans Guð og hann mun vera minn sonur. En fyrir hugdeiga og vantrúaða og viðurstyggilega og manndrápara og frillulífismenn og töframenn, skurðgoðadýrkendur og alla lygara er staður búinn í díkinu, sem logar af eldi og brennisteini. Það er hinn annar dauði."
Innan kristni er ljóst að einhverjir fara til himnaríkis, sem svo er kallað, en aðrir til helvítis. Mótmælendur og kaþólskir deila um hverjir fara hvert.

En þar eru vandræðin rétt hafin því að flutningur manna til himnaríkis og helvítis á sér stað á efsta degi, þegar Guð fellir sína dóma yfir öllum mönnum. Frá því að fyrstu lærisveinarnir tóku að deyja í frumkristni, án þess að Kristur hefði snúið aftur, hefur spurningin vakað hvar menn dveljist í millitíðinni, þ.e. frá dauða til himna- eða helvítisdvalar. Páll lítur svo á að dánir menn séu sofandi og ritar í Fyrra Þessalóníkubréfi (4;15–17):
Vér sem verðum eftir á lífi við komu Drottins, munum alls ekki fyrri verða en hinir sofnuðu. [...] þeir sem dánir eru í trú á Krist munu fyrst upp rísa. Síðan munum vér, sem eftir lifum, verða ásamt þeim hrifnir burt í skýjum til fundar við Drottin í loftinu. Og síðan munum vér vera með Drottni alla tíma.
Aðrir hafa litið svo á að menn fari hver á sinn stað strax við dauðann. Þeir vísa þá til orða Jesús á krossinum við annan ræningjanna sem deildu með honum Hauskúpuhæð (Lúkas 23;43): „Sannlega segi ég þér: Í dag skaltu vera með mér í Paradís." Þeir benda á að Guðs staður sé handan tímans og því merkingarlaust að beðið sé eftir hinsta degi.

Þá hafa kaþólskir hreinsunareldinn sem viðkomustað í sinni trú; þangað fara syndarar sem munu þó eftir nokkra kvalafulla vist í hreinsunareldinum komast til himna. Mótmælendur hafna hins vegar hreinsunareldinum.

Hafa ber í huga að ekki þarf að skilja himnaríki og helvíti sem eiginlega staði, heldur má líta á þau sem sálarástand hamingju eða hryllings.

Einnig þarf að hafa hugfast að málið er flóknara en hér er gefið til kynna og deilur guðfræðinga margslungnar gegnum aldirnar.

---

Meiri fróðleik um sálina er að finna í svari Sigurðar J. Grétarssonar við spurningunni: Hvers eðlis er sálin?, svari Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni Hvað merkir orðið sál? og svari Hauks Más Helgasonar við spurningunni: Er sálin til?

Höfundar

heimspekingur og fyrrverandi starfsmaður Vísindavefsins

stundakennari í guðfræði við HÍ

Útgáfudagur

27.6.2000

Spyrjandi

Rósa Ingólfsdóttir, f. 1988;
Sigurlaug S. Friðþjófsdóttir

Efnisorð

Tilvísun

Haukur Már Helgason og Sigurjón Árni Eyjólfsson. „Hvert fer sálin þegar maður deyr?“ Vísindavefurinn, 27. júní 2000, sótt 24. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=577.

Haukur Már Helgason og Sigurjón Árni Eyjólfsson. (2000, 27. júní). Hvert fer sálin þegar maður deyr? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=577

Haukur Már Helgason og Sigurjón Árni Eyjólfsson. „Hvert fer sálin þegar maður deyr?“ Vísindavefurinn. 27. jún. 2000. Vefsíða. 24. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=577>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvert fer sálin þegar maður deyr?
Þetta svar er samið frá sjónarhóli guðfræðinnar og segir aðeins frá hugmyndum kristinna manna um tilveru eftir dauðann. -- Í kristinni trú þykir ljóst að menn munu eftir dauðann, að lokum, hafna ýmist í helvíti eða himnaríki. Yfirleitt er svo litið á að þangað fari maðurinn allur, sál hans og líkami, sem óaðskiljanleg heild. Um það er hins vegar deilt hvort maðurinn bíði úrskurðar um vist, og hvar hann bíði þá, eða fari strax að sér látnum til síns staðar. Kaþólikkar og mótmælendur deila einnig um hverjir komist á hvorn staðinn.


Gamla testamentið gefur yfirleitt lítið fyrir líf eftir dauðann. Í Prédikaranum (9;4–6) birtist hugmynd Hebrea um dauðann sterklega: „Hinir dauðu vita ekki neitt og hljóta engin laun framar, því að minning þeirra gleymist. Bæði elska þeirra og hatur og öfund, það er fyrir löngu farið, og þeir eiga aldrei framar hlutdeild í neinu því, sem við ber undir sólinni." Og í Jobsbók (14;10–12): „…Gefi manneskjan upp andann – hvar er hún þá? Eins og vatnið hverfur úr stöðuvatninu og fljótið grynnist og þornar upp, þannig leggst maðurinn til hvíldar og rís eigi aftur á fætur."

Dauðinn er til að byrja með endanlegur fyrir Hebreum og ekkert líf eftir hann. Líf sálar án líkama væri Hebreum óhugsandi því maðurinn er lifandi sál (1. Mósebók, 2;7) og sál og líkami eitt. Upprisa holdsins verður þó hluti af trúarkenningum síðari Hebrea. Í Jesaja má sjá skrifað (26;19): „Menn þínir, sem dánir eru, skulu lifna, lík þeirra rísa upp."

Upprisuvonin er hins vegar sterk í Nýja testamentinu. Jesús gaf heit um að snúa aftur eftir upprisuna og var lagt þannig út af orðum hans að þá myndu hinir réttlátu rísa upp, lifandi og dauðir, og fylgja honum til sæluríkisins. Svo segist Jóhannesi um opinberun sína (Opinberunarbókin 21;1—8):
Og ég sá nýjan himin og nýja jörð, því að hinn fyrri himinn og hin fyrri jörð voru horfin [...] Og ég heyrði raust mikla frá hásætinu, er sagði: „[...] Guð sjálfur mun vera hjá þeim, Guð þeirra. Og hann mun þerra hvert tár af augum þeirra. Og dauðinn mun ekki framar til vera, hvorki harmur né vein né kvöl er framar til. [...] Sjá, ég gjöri alla hluti nýja [...] Ég mun gefa þeim ókeypis, sem þyrstur er, af lind lífsins vatns. Sá er sigrar mun erfa þetta, og ég mun vera hans Guð og hann mun vera minn sonur. En fyrir hugdeiga og vantrúaða og viðurstyggilega og manndrápara og frillulífismenn og töframenn, skurðgoðadýrkendur og alla lygara er staður búinn í díkinu, sem logar af eldi og brennisteini. Það er hinn annar dauði."
Innan kristni er ljóst að einhverjir fara til himnaríkis, sem svo er kallað, en aðrir til helvítis. Mótmælendur og kaþólskir deila um hverjir fara hvert.

En þar eru vandræðin rétt hafin því að flutningur manna til himnaríkis og helvítis á sér stað á efsta degi, þegar Guð fellir sína dóma yfir öllum mönnum. Frá því að fyrstu lærisveinarnir tóku að deyja í frumkristni, án þess að Kristur hefði snúið aftur, hefur spurningin vakað hvar menn dveljist í millitíðinni, þ.e. frá dauða til himna- eða helvítisdvalar. Páll lítur svo á að dánir menn séu sofandi og ritar í Fyrra Þessalóníkubréfi (4;15–17):
Vér sem verðum eftir á lífi við komu Drottins, munum alls ekki fyrri verða en hinir sofnuðu. [...] þeir sem dánir eru í trú á Krist munu fyrst upp rísa. Síðan munum vér, sem eftir lifum, verða ásamt þeim hrifnir burt í skýjum til fundar við Drottin í loftinu. Og síðan munum vér vera með Drottni alla tíma.
Aðrir hafa litið svo á að menn fari hver á sinn stað strax við dauðann. Þeir vísa þá til orða Jesús á krossinum við annan ræningjanna sem deildu með honum Hauskúpuhæð (Lúkas 23;43): „Sannlega segi ég þér: Í dag skaltu vera með mér í Paradís." Þeir benda á að Guðs staður sé handan tímans og því merkingarlaust að beðið sé eftir hinsta degi.

Þá hafa kaþólskir hreinsunareldinn sem viðkomustað í sinni trú; þangað fara syndarar sem munu þó eftir nokkra kvalafulla vist í hreinsunareldinum komast til himna. Mótmælendur hafna hins vegar hreinsunareldinum.

Hafa ber í huga að ekki þarf að skilja himnaríki og helvíti sem eiginlega staði, heldur má líta á þau sem sálarástand hamingju eða hryllings.

Einnig þarf að hafa hugfast að málið er flóknara en hér er gefið til kynna og deilur guðfræðinga margslungnar gegnum aldirnar.

---

Meiri fróðleik um sálina er að finna í svari Sigurðar J. Grétarssonar við spurningunni: Hvers eðlis er sálin?, svari Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni Hvað merkir orðið sál? og svari Hauks Más Helgasonar við spurningunni: Er sálin til?...