Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hverjir eru helstu sálrænu varnarhættirnir?

Heiða María Sigurðardóttir

Hugmyndin um varnarhætti á uppruna sinn í sálfræðikenningum sálgreinandans Sigmunds Freuds (1856-1939) og var síðar þróuð áfram af dóttur hans, Önnu Freud (1895-1982), sem einnig var sálgreinandi. Kenningar Freuds (og annarra sálgreinenda), þar á meðal um varnarhættina, eru vægast sagt umdeildar innan sálfræði og margir sálfræðingar hafna þeim alfarið. Hér gefst því miður ekki ráðrúm til að fjalla neitt sérstaklega um þessa gagnrýni; hún er efni í annað svar. Fremur verður stiklað á stóru og rétt tæpt á helstu atriðum í persónuleikakenningu Freuds og hvernig hún tengist varnarháttunum.

Freud taldi að persónuleika manna mætti skipta í þrjú kerfi sem kallast frumsjálf, sjálf og yfirsjálf (þ. Es, Ich og Über-Ich, e. id, ego og superego). Frumsjálfið, sem einnig hefur verið nefnt þaðið á íslensku, er frumstæðasti hluti persónuleikans. Frumsjálfið er algjörlega ómeðvitað og er aðsetur hvata (svo sem kynhvatar). Yfirsjálfið er nokkurs konar ígildi samvisku og geymir hugmyndir manns um reglur samfélagsins, hvað sé rétt og hvað rangt. Það er að hluta meðvitað og að hluta ómeðvitað. Sjálfið er að lokum eins konar miðpunktur persónuleikans og reynir að svala fýsnum frumsjálfsins en á þann hátt sem þóknast yfirsjálfinu. Sjálfið er eina kerfið sem er alfarið meðvitað.

Samkvæmt hugmyndum Freuds vekur það mikinn kvíða eða ótta hjá fólki ef langanir þess, hugsanir eða minningar eru í andstöðu við yfirsjálfið. Til að forðast þessa tilfinningu bælir sjálfið þær niður í dulvitundina. Bæling er því nokkurs konar varnarháttur sjálfsins. En bæling krefst "sálarorku" og sjálfið getur því ekki alltaf haldið óþægilegum löngunum eða hugsunum niðri að fullu. Til að forðast kvíða grípur sjálfið því til annarra varnarhátta sem umbreyta þeim eða beina þeim aðra leið. Sálarorkan er samt af skornum skammti og því verður sjálfið veiklað ef of mikil orka fer í varnarhættina.


Sálgreinendurnir Sigmund Freud og dóttir hans, Anna Freud.

Afturhvarf (e. regression) er varnarháttur sem sjálfið á að geta notað til að minnka kvíða og angist. Í því felst að fólk svalar fýsnum sínum með því að hverfa aftur til fyrra þroskastigs; þannig gæti til dæmis fullorðið fólk með afturhvarfi til svokallaðs munnstigs (e. oral stage) svalað kynlífsþörf með örvun munnsvæðisins, svo sem með því að sjúga á sér fingurinn; með þessu fengi þaðið útrás fyrir hvatir sínar á siðferðislega réttan hátt.

Annar frumstæður varnarháttur er afneitun (e. denial), þar sem fólk neitar hreinlega að horfast í augu við raunveruleikann, svo sem sínar eigin hvatir. Dæmi um þetta væri ef kona í ástlausu hjónabandi sannfærði sjálfa sig um að hún bæri enn tilfinningar til mannsins síns, þar sem sannleikurinn væri of sársaukafullur. Einnig gæti fólk beitt andhverfingu (e. reaction formation), það er breytt löngun eða hvöt í andhverfu sína; samkynhneigður maður gæti til dæmis gerst hommahatari þar sem hann vildi ekki horfast í augu við eigin samkynhneigð. Í stað sinna eigin hvata og langana gæti fólk líka tekið upp hugmyndir eða gildismat annarra og notað þannig varnarhátt sem kallast samsömun (e. identification)

Í sumum tilfellum er ekki hægt að koma í veg fyrir að hvatir frumsjálfsins komi upp á yfirborðið. Sjálfið getur aftur á móti beint þeim að einhverju öðru sem er yfirsjálfinu þóknanlegt, og kallast það þá tilfærsla (e. displacement). Dæmi um þetta væri ef barn sem væri reitt móður sinni héldi skammarræðu yfir dúkkunni sinni í staðinn. Stundum gerir fólk sér líka grein fyrir hvötunum en eignar þær einhverjum öðrum, svo sem þegar kvenhatarinn sakar femínista um að vera sífellt að níðast á karlmönnum. Þetta er dæmi um varnarhátt sem nefnist frávarp (e. projection). Einnig getur verið að fólk reyni að réttlæta hvatir sínar, til dæmis þegar nauðgarar halda að fórnarlömb sín hafi fengið þá til verknaðarins með því að klæðast efnislitlum fötum, og kallast sá varnarháttur réttlæting (e. rationalization)

Að lokum má nefna tvo varnarhætti sem kallast vitsmunavörn og göfgun. Vitsmunavörn (e. intellectualization) felst í því að setja sig í ákveðna tilfinningalega fjarlægð frá einhverju sem annars myndi valda manni tilfinningalegu uppnámi. Dæmi er þegar kona sem hefur nýlega greinst með krabbamein í brjósti sekkur sér ofan í fræðilegt lesefni um framgöngu sjúkdómsins, svo hún þurfi ekki að hugsa um sínar eigin horfur og detti þannig í mikið þunglyndi. Göfgun (e. sublimation) er svo það að umbreyta óásættanlegum hugsunum og löngunum í eitthvað sem þykir samfélagslega réttlætanlegt eða göfugt, svo sem að fá útrás fyrir árásarhvöt með því að skrifa ljóð um tilfinningar sínar. Göfgun er samkvæmt sálgreiningu sá varnarháttur sem helst stuðlar að geðheilbrigði.

Höfundur þakkar Aldísi Guðmundsdóttur sálfræðikennara fyrir góðar ábendingar.

Heimildir og mynd

  • Aldís Guðmundsdóttir og Jörgen Pind (2003). Almenn sálfræði: Hugur, heili, hátterni. Reykjavík: Mál og menning.
  • Gleitman, H., Fridlund, A. J. og Reisberg, D. (1999). Psychology (5. útgáfa). New York: Norton.
  • Nolen-Hoeksema, S. (2004). Abnormal psychology (3. útgáfa). New York: McGraw-Hill.
  • WerWys, C. Anxiety and ego-defense mechanisms.
  • Myndin er af Sigmund Freud: Conflict and culture.

Höfundur

Heiða María Sigurðardóttir

prófessor við Sálfræðideild

Útgáfudagur

31.3.2006

Spyrjandi

Pétur Árni

Tilvísun

Heiða María Sigurðardóttir. „Hverjir eru helstu sálrænu varnarhættirnir?“ Vísindavefurinn, 31. mars 2006, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=5766.

Heiða María Sigurðardóttir. (2006, 31. mars). Hverjir eru helstu sálrænu varnarhættirnir? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5766

Heiða María Sigurðardóttir. „Hverjir eru helstu sálrænu varnarhættirnir?“ Vísindavefurinn. 31. mar. 2006. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5766>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hverjir eru helstu sálrænu varnarhættirnir?
Hugmyndin um varnarhætti á uppruna sinn í sálfræðikenningum sálgreinandans Sigmunds Freuds (1856-1939) og var síðar þróuð áfram af dóttur hans, Önnu Freud (1895-1982), sem einnig var sálgreinandi. Kenningar Freuds (og annarra sálgreinenda), þar á meðal um varnarhættina, eru vægast sagt umdeildar innan sálfræði og margir sálfræðingar hafna þeim alfarið. Hér gefst því miður ekki ráðrúm til að fjalla neitt sérstaklega um þessa gagnrýni; hún er efni í annað svar. Fremur verður stiklað á stóru og rétt tæpt á helstu atriðum í persónuleikakenningu Freuds og hvernig hún tengist varnarháttunum.

Freud taldi að persónuleika manna mætti skipta í þrjú kerfi sem kallast frumsjálf, sjálf og yfirsjálf (þ. Es, Ich og Über-Ich, e. id, ego og superego). Frumsjálfið, sem einnig hefur verið nefnt þaðið á íslensku, er frumstæðasti hluti persónuleikans. Frumsjálfið er algjörlega ómeðvitað og er aðsetur hvata (svo sem kynhvatar). Yfirsjálfið er nokkurs konar ígildi samvisku og geymir hugmyndir manns um reglur samfélagsins, hvað sé rétt og hvað rangt. Það er að hluta meðvitað og að hluta ómeðvitað. Sjálfið er að lokum eins konar miðpunktur persónuleikans og reynir að svala fýsnum frumsjálfsins en á þann hátt sem þóknast yfirsjálfinu. Sjálfið er eina kerfið sem er alfarið meðvitað.

Samkvæmt hugmyndum Freuds vekur það mikinn kvíða eða ótta hjá fólki ef langanir þess, hugsanir eða minningar eru í andstöðu við yfirsjálfið. Til að forðast þessa tilfinningu bælir sjálfið þær niður í dulvitundina. Bæling er því nokkurs konar varnarháttur sjálfsins. En bæling krefst "sálarorku" og sjálfið getur því ekki alltaf haldið óþægilegum löngunum eða hugsunum niðri að fullu. Til að forðast kvíða grípur sjálfið því til annarra varnarhátta sem umbreyta þeim eða beina þeim aðra leið. Sálarorkan er samt af skornum skammti og því verður sjálfið veiklað ef of mikil orka fer í varnarhættina.


Sálgreinendurnir Sigmund Freud og dóttir hans, Anna Freud.

Afturhvarf (e. regression) er varnarháttur sem sjálfið á að geta notað til að minnka kvíða og angist. Í því felst að fólk svalar fýsnum sínum með því að hverfa aftur til fyrra þroskastigs; þannig gæti til dæmis fullorðið fólk með afturhvarfi til svokallaðs munnstigs (e. oral stage) svalað kynlífsþörf með örvun munnsvæðisins, svo sem með því að sjúga á sér fingurinn; með þessu fengi þaðið útrás fyrir hvatir sínar á siðferðislega réttan hátt.

Annar frumstæður varnarháttur er afneitun (e. denial), þar sem fólk neitar hreinlega að horfast í augu við raunveruleikann, svo sem sínar eigin hvatir. Dæmi um þetta væri ef kona í ástlausu hjónabandi sannfærði sjálfa sig um að hún bæri enn tilfinningar til mannsins síns, þar sem sannleikurinn væri of sársaukafullur. Einnig gæti fólk beitt andhverfingu (e. reaction formation), það er breytt löngun eða hvöt í andhverfu sína; samkynhneigður maður gæti til dæmis gerst hommahatari þar sem hann vildi ekki horfast í augu við eigin samkynhneigð. Í stað sinna eigin hvata og langana gæti fólk líka tekið upp hugmyndir eða gildismat annarra og notað þannig varnarhátt sem kallast samsömun (e. identification)

Í sumum tilfellum er ekki hægt að koma í veg fyrir að hvatir frumsjálfsins komi upp á yfirborðið. Sjálfið getur aftur á móti beint þeim að einhverju öðru sem er yfirsjálfinu þóknanlegt, og kallast það þá tilfærsla (e. displacement). Dæmi um þetta væri ef barn sem væri reitt móður sinni héldi skammarræðu yfir dúkkunni sinni í staðinn. Stundum gerir fólk sér líka grein fyrir hvötunum en eignar þær einhverjum öðrum, svo sem þegar kvenhatarinn sakar femínista um að vera sífellt að níðast á karlmönnum. Þetta er dæmi um varnarhátt sem nefnist frávarp (e. projection). Einnig getur verið að fólk reyni að réttlæta hvatir sínar, til dæmis þegar nauðgarar halda að fórnarlömb sín hafi fengið þá til verknaðarins með því að klæðast efnislitlum fötum, og kallast sá varnarháttur réttlæting (e. rationalization)

Að lokum má nefna tvo varnarhætti sem kallast vitsmunavörn og göfgun. Vitsmunavörn (e. intellectualization) felst í því að setja sig í ákveðna tilfinningalega fjarlægð frá einhverju sem annars myndi valda manni tilfinningalegu uppnámi. Dæmi er þegar kona sem hefur nýlega greinst með krabbamein í brjósti sekkur sér ofan í fræðilegt lesefni um framgöngu sjúkdómsins, svo hún þurfi ekki að hugsa um sínar eigin horfur og detti þannig í mikið þunglyndi. Göfgun (e. sublimation) er svo það að umbreyta óásættanlegum hugsunum og löngunum í eitthvað sem þykir samfélagslega réttlætanlegt eða göfugt, svo sem að fá útrás fyrir árásarhvöt með því að skrifa ljóð um tilfinningar sínar. Göfgun er samkvæmt sálgreiningu sá varnarháttur sem helst stuðlar að geðheilbrigði.

Höfundur þakkar Aldísi Guðmundsdóttur sálfræðikennara fyrir góðar ábendingar.

Heimildir og mynd

  • Aldís Guðmundsdóttir og Jörgen Pind (2003). Almenn sálfræði: Hugur, heili, hátterni. Reykjavík: Mál og menning.
  • Gleitman, H., Fridlund, A. J. og Reisberg, D. (1999). Psychology (5. útgáfa). New York: Norton.
  • Nolen-Hoeksema, S. (2004). Abnormal psychology (3. útgáfa). New York: McGraw-Hill.
  • WerWys, C. Anxiety and ego-defense mechanisms.
  • Myndin er af Sigmund Freud: Conflict and culture.
...