Hér eru vangaveltur og veðmál í bekknum sem ég er að kenna um það hvort leðurblökur hafi sjón. Þannig að við spyrjum: Hafa leðurblökur sjón?Til er enskt orðatiltæki sem oft er notað um þá sem taka ekki eftir hlutunum. Þá er sagt um viðkomandi að hann sé 'blind as a bat' eða blindur eins og leðurblaka. Þetta er þó röng staðhæfing því leðurblökur eru alls ekki blindar! Sjón sumra tegunda og ættkvísla er meira að segja afar góð. Ávaxtaleðurblökur gamla heimsins (Pteropodidae) styðjast mun meira við sjónskynjun en leðurblökur sem einskorða fæðunám sitt við skordýraát. Það er vel skiljanlegt þar sem ávaxtaleðurblökunum nægir ekki að greina formið frá bakgrunninum. Þær hafa vísi að vel þróaðri litasjónskynjun sem þær nota til að sjá ávexti innan um gróðurinn.
- Tigerhomes.org
- Chiroptera echolocation.svg - Wikimedia Commons. Íslenskur texti settur inn af ritstjórn Vísindavefsins. Birt undir CC BY-SA 3.0 leyfi. (Sótt 16.04.2020).