Jarðskorpunni er skipt í meginlandsskorpu, sem er um 40 km þykk að meðaltali, og hafsbotnsskorpu sem er 6-7 km þykk. Hlutföll flatarmáls meginlands- og hafsbotnsskorpu eru um 30:70 þannig að samkvæmt því er meðalþykkt jarðskorpunnar $40\cdot 0,3 + 6,5\cdot 0,7=16,6$ km. Miðað við það að þvermál jarðar er um 12.740 km en meðalþvermál hænueggs 5 cm, mundi samsvarandi skurn á egginu vera 0,13 mm sem er líklega nærri réttu lagi.
- Schematic cross section through the present-day Earth outlining - ResearchGate. Íslenskur texti settur inn af ritstjórn Vísindavefsins. (Sótt 30. 3.2021).