Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver er meðalþykkt jarðskorpunnar og hvað er það stór hluti af radíus jarðar?

Sigurður Steinþórsson

Meðalþykkt jarðskorpunnar er um 17 km. Það er um það bil 0,2% af geisla (radíus) jarðar sem er 6370 km.


Jarðskorpunni er skipt í meginlandsskorpu, sem er um 40 km þykk að meðaltali, og hafsbotnsskorpu sem er 6-7 km þykk. Hlutföll flatarmáls meginlands- og hafsbotnsskorpu eru um 30:70 þannig að samkvæmt því er meðalþykkt jarðskorpunnar $40\cdot 0,3 + 6,5\cdot 0,7=16,6$ km. Miðað við það að þvermál jarðar er um 12.740 km en meðalþvermál hænueggs 5 cm, mundi samsvarandi skurn á egginu vera 0,13 mm sem er líklega nærri réttu lagi.

Lagskipting jarðar og dýpi á mörkum lagamóta.

En lítum aðeins betur á jarðskorpuna. Mörk jarðskorpu og jarðmöttuls eru skilgreind með svonefndum móhoróvicic-mörkum eða „móhó“ (eftir króatíska jarðskjálftafræðingnum A. Mohorovicic, 1857-1936), þar sem hljóðhraði jarðskjálftabylgna eykst skyndilega. Við mörkin verður stökkbreyting í efnasamsetningu: Jarðmöttullinn kallast útbasískur, hafsbotnsskorpan basísk og meginlandsskorpan ísúr eða súr. Með þessum heitum er vísað til styrks SiO2 í berginu, en á 19. öld litu efnafræðingar á bergbráð sem lausn af „kísilsýru“ og ýmsum öðrum efnum, og steindirnar í berginu sem sölt (siliköt) af henni.

Hins vegar er til önnur skilgreining á skorpu jarðar sem þá nefnist „berghvel“ eða „stinnhvolf“ en undir því tekur við „deighvel“. Berghvolfið er sem sagt úr hörðu bergi og samsett úr hinni „efnafræðilegu jarðskorpu“ og efsta hluta jarðmöttulsins, en deighvelið er seigfljótandi vegna þess að þar er efnið við bræðslumark sitt. Berghvelið er mjög misþykkt: Við miðhafshryggina er það innan við 10 km en þykknar út frá þeim og verður 150 km undir meginlöndum.

Mynd:

Höfundur

Sigurður Steinþórsson

prófessor emeritus

Útgáfudagur

21.6.2000

Síðast uppfært

6.4.2021

Spyrjandi

Borghildur Óskarsdóttir

Tilvísun

Sigurður Steinþórsson. „Hver er meðalþykkt jarðskorpunnar og hvað er það stór hluti af radíus jarðar?“ Vísindavefurinn, 21. júní 2000, sótt 24. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=556.

Sigurður Steinþórsson. (2000, 21. júní). Hver er meðalþykkt jarðskorpunnar og hvað er það stór hluti af radíus jarðar? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=556

Sigurður Steinþórsson. „Hver er meðalþykkt jarðskorpunnar og hvað er það stór hluti af radíus jarðar?“ Vísindavefurinn. 21. jún. 2000. Vefsíða. 24. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=556>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver er meðalþykkt jarðskorpunnar og hvað er það stór hluti af radíus jarðar?
Meðalþykkt jarðskorpunnar er um 17 km. Það er um það bil 0,2% af geisla (radíus) jarðar sem er 6370 km.


Jarðskorpunni er skipt í meginlandsskorpu, sem er um 40 km þykk að meðaltali, og hafsbotnsskorpu sem er 6-7 km þykk. Hlutföll flatarmáls meginlands- og hafsbotnsskorpu eru um 30:70 þannig að samkvæmt því er meðalþykkt jarðskorpunnar $40\cdot 0,3 + 6,5\cdot 0,7=16,6$ km. Miðað við það að þvermál jarðar er um 12.740 km en meðalþvermál hænueggs 5 cm, mundi samsvarandi skurn á egginu vera 0,13 mm sem er líklega nærri réttu lagi.

Lagskipting jarðar og dýpi á mörkum lagamóta.

En lítum aðeins betur á jarðskorpuna. Mörk jarðskorpu og jarðmöttuls eru skilgreind með svonefndum móhoróvicic-mörkum eða „móhó“ (eftir króatíska jarðskjálftafræðingnum A. Mohorovicic, 1857-1936), þar sem hljóðhraði jarðskjálftabylgna eykst skyndilega. Við mörkin verður stökkbreyting í efnasamsetningu: Jarðmöttullinn kallast útbasískur, hafsbotnsskorpan basísk og meginlandsskorpan ísúr eða súr. Með þessum heitum er vísað til styrks SiO2 í berginu, en á 19. öld litu efnafræðingar á bergbráð sem lausn af „kísilsýru“ og ýmsum öðrum efnum, og steindirnar í berginu sem sölt (siliköt) af henni.

Hins vegar er til önnur skilgreining á skorpu jarðar sem þá nefnist „berghvel“ eða „stinnhvolf“ en undir því tekur við „deighvel“. Berghvolfið er sem sagt úr hörðu bergi og samsett úr hinni „efnafræðilegu jarðskorpu“ og efsta hluta jarðmöttulsins, en deighvelið er seigfljótandi vegna þess að þar er efnið við bræðslumark sitt. Berghvelið er mjög misþykkt: Við miðhafshryggina er það innan við 10 km en þykknar út frá þeim og verður 150 km undir meginlöndum.

Mynd:

...