Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er lýðfræði?

Gísli Gunnarsson (1938-2020)

Hugtakið lýðfræði er þýðing á erlenda orðinu "demography/demografie". Demos merkir fólk og graphic merkir lýsing. Samsetta orðið "demography" er notað um lýsingu á fólksfjölda, einkum tölulegs eðlis, sem varðar fyrirbæri eins og mannfjölgun eða -fækkun, fæðingartíðni, dánartíðni, giftingartíðni, frjósemi og önnur einkenni tiltekins hóps fólks.


Upplýsingar um fólksfjölda tilheyra lýðfræði.

Orðið "lýðfræði" er þjált í munni en segir mjög lítið. Sumir fræðimenn nota það aldrei, þar á meðal sá sem hér heldur á penna. Í staðinn hefur orðið "fólksfjöldafræði" einkum verið notað. Það er nákvæmari þýðing á erlenda orðinu en lýðfræði og segir meira, en mörgum þykir það orð vera þunglamalegt. Því er höfundur þessa pistils farinn að nota "manntalsfræði" sem þýðingu á heitinu demógrafía sem að mati hans er miklu betri og skilvirkari þýðing en hin heitin tvö.

Mynd: The Travel Help.

Höfundur

Gísli Gunnarsson (1938-2020)

prófessor emeritus í sagnfræði við HÍ

Útgáfudagur

11.12.2005

Spyrjandi

Þórveig Jóhannsdóttir

Tilvísun

Gísli Gunnarsson (1938-2020). „Hvað er lýðfræði?“ Vísindavefurinn, 11. desember 2005, sótt 24. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=5475.

Gísli Gunnarsson (1938-2020). (2005, 11. desember). Hvað er lýðfræði? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5475

Gísli Gunnarsson (1938-2020). „Hvað er lýðfræði?“ Vísindavefurinn. 11. des. 2005. Vefsíða. 24. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5475>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er lýðfræði?
Hugtakið lýðfræði er þýðing á erlenda orðinu "demography/demografie". Demos merkir fólk og graphic merkir lýsing. Samsetta orðið "demography" er notað um lýsingu á fólksfjölda, einkum tölulegs eðlis, sem varðar fyrirbæri eins og mannfjölgun eða -fækkun, fæðingartíðni, dánartíðni, giftingartíðni, frjósemi og önnur einkenni tiltekins hóps fólks.


Upplýsingar um fólksfjölda tilheyra lýðfræði.

Orðið "lýðfræði" er þjált í munni en segir mjög lítið. Sumir fræðimenn nota það aldrei, þar á meðal sá sem hér heldur á penna. Í staðinn hefur orðið "fólksfjöldafræði" einkum verið notað. Það er nákvæmari þýðing á erlenda orðinu en lýðfræði og segir meira, en mörgum þykir það orð vera þunglamalegt. Því er höfundur þessa pistils farinn að nota "manntalsfræði" sem þýðingu á heitinu demógrafía sem að mati hans er miklu betri og skilvirkari þýðing en hin heitin tvö.

Mynd: The Travel Help....