Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig verkar þessi skynvilla?

Heiða María Sigurðardóttir

Upphaflega var spurningin svona:

Hæ. Meðfylgjandi "sjónhverfing" barst mér í tölvupósti fyrir stuttu. Getið þið útskýrt hvernig þetta virkar?

Slakið á og horfið einbeitt í um 30 sekúndur á miðja myndina. Ekki hreyfa augun. Beinið svo sjónum ykkar að tómum vegg, helst ljósmáluðum. Þið munuð sjá ljóshring. Blikkið því næst augunum og þá sjáið þið svolítið ótrúlegt. Hvern sjáið þið?


EKKI LESA LENGRA FYRR EN ÞIÐ HAFIÐ PRÓFAÐ

Þeir sem fóru eftir leiðbeiningunum og litu á vegginn ættu að vera sammála um að þar var líkt og Jesús Kristur væri lifandi kominn! Þessi skynvilla er dæmi um svokallaða neikvæða myndleif (e. negative afterimage) sem verður til þegar horft er lengi á bjartan flöt. Við það fara menn að sjá fyrir sér óskýra eftirmynd þess sem horft var á, en í andstæðum litum og birtustigi; það sem var svart verður hvítt, rautt verður grænt og blátt verður gult (og öfugt). Þetta kannast fólk við sem hefur horft lengi á ljós frá ljósaperu eða sólinni og séð eftir það fyrir sér litla ljósdepla sem virtust svífa fyrir augunum á þeim. Á myndunum hér að neðan er líkt eftir neikvæðri myndleif stóru myndarinnar að ofan, fyrst með því að snúa litum hennar við (til vinstri) og svo með því að gera útlínur myndarinnar óskýrar (til hægri).


Horfi menn á stóru myndina fyrir ofan sjá þeir neikvæða myndleif sem líkist litlu myndunum.

Til að skýra neikvæðar myndleifar verður að kanna á hvaða hátt heilinn táknar liti og birtustig. Í bæði sjónu (e. retina) augans og í heilastöð sem nefnist hliðlægt hnélík (e. lateral geniculate nucleus) eru sérstakar taugafrumur sem kallast andstæðufrumur (e. opponent neurons). Eins og allar taugafrumur hafa andstæðufrumurnar ákveðna grunnvirkni sem er alltaf til staðar jafnvel þótt þeim berist engin boð frá öðrum frumum. Það sem er sérstakt við andstæðufrumur er að þær auka eða minnka virkni sína eftir lit eða birtustigi ljóss. Til eru frumur sem bregðast á andstæðan hátt við rauðu og grænu ljósi, minnka til dæmis virknina við rautt ljós en auka hana við grænt. Aðrar andstæðufrumur gera slíkt hið sama við gult og blátt ljós. Ennfremur eru til frumur sem svara andstætt við mismunandi birtustigi ljóss, það er svörtu og hvítu.

Hvað kemur þetta Jesúmyndinni hér að ofan við? Tökum dæmi um andstæðufrumur sem bregðast við birtustigi ljóss og þar sem mikil virkni þýðir 'hvítt' en lítil virkni 'svart'. Virknin eykst því í frumunum sem "sjá" hvítu flekkina á stóru Jesúmyndinni en minnkar hjá þeim sem fá boð frá dökku flekkjunum. En þegar taugafrumum berast boð um sama áreitið í langan tíma venjast þær því. Frumurnar sem sáu hvítu flekkina eru því ekki alveg jafn virkar og áður og flekkirnir virðist þess vegna ekki jafn skærir. Sömuleiðis eru frumurnar sem sáu svörtu flekkina ekki jafn vanvirkar og því virðast flekkirnir ekki jafn kolsvartir. Gæti maður haldið augunum grafkyrrum á sama fleti (en það getur maður aldrei undir venjulegum kringumstæðum) myndu frumurnar raunar venjast áreitinu algjörlega þannig að maður hætti að sjá nokkurn skapaðan hlut! Þegar maður tekur því loksins augun af myndinni hafa andstæðufrumurnar vanist ljósinu svo mjög að virkni þeirra er komin í ójafnvægi. Frumurnar sem sáu hvítu flekkina eru orðnar vanvirkar og þessi vanvirkni vekur upp skynjun um svartan lit. Þær sem sáu svörtu flekkina eru aftur á móti ofvirkar og maður fer að sjá hvítt. Því sér maður daufa neikvæða eftirmynd af Jesúmyndinni, eða myndleif.

Svipaða skýringu er hægt að gefa á neikvæðu eftirmyndinni sem fólk sér ef það horfir lengi á blómið hér fyrir neðan; þegar litið er af blóminu fara andstæðufrumurnar sem venjast græna litnum að gefa skilaboð um rauðan lit og þær sem venjast rauðum lit gefa skilaboð um grænt. Eftirmynd blómsins hefur því rauð krónublöð og græn laufblöð.


Frekara lesefni á Vísindavefnum

Litir

Sjónskynjun

Skynjun almennt

Heimildir og myndir

  • Aldís Guðmundsdóttir og Jörgen Pind (2003). Almenn sálfræði: Hugur, heili, hátterni. Reykjavík: Mál og menning.
  • Carlson, N. R. (2001). Physiology of behavior (7. útgáfa). Needham Heights, MA: Allyn and Bacon.
  • Goldstein, E. B. (2002). Sensation and perception. Pacific Grove, CA: Wadsworth.
  • Mynd af Jesú er af Þetta er einhver magnaðasta sjónhverfing sem ég hef séð. Dubya.
  • Mynd af blómi er af Sensory processes.

Höfundur

Heiða María Sigurðardóttir

prófessor við Sálfræðideild

Útgáfudagur

23.11.2005

Spyrjandi

Haraldur Steinþórsson

Tilvísun

Heiða María Sigurðardóttir. „Hvernig verkar þessi skynvilla?“ Vísindavefurinn, 23. nóvember 2005, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=5427.

Heiða María Sigurðardóttir. (2005, 23. nóvember). Hvernig verkar þessi skynvilla? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5427

Heiða María Sigurðardóttir. „Hvernig verkar þessi skynvilla?“ Vísindavefurinn. 23. nóv. 2005. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5427>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig verkar þessi skynvilla?
Upphaflega var spurningin svona:

Hæ. Meðfylgjandi "sjónhverfing" barst mér í tölvupósti fyrir stuttu. Getið þið útskýrt hvernig þetta virkar?

Slakið á og horfið einbeitt í um 30 sekúndur á miðja myndina. Ekki hreyfa augun. Beinið svo sjónum ykkar að tómum vegg, helst ljósmáluðum. Þið munuð sjá ljóshring. Blikkið því næst augunum og þá sjáið þið svolítið ótrúlegt. Hvern sjáið þið?


EKKI LESA LENGRA FYRR EN ÞIÐ HAFIÐ PRÓFAÐ

Þeir sem fóru eftir leiðbeiningunum og litu á vegginn ættu að vera sammála um að þar var líkt og Jesús Kristur væri lifandi kominn! Þessi skynvilla er dæmi um svokallaða neikvæða myndleif (e. negative afterimage) sem verður til þegar horft er lengi á bjartan flöt. Við það fara menn að sjá fyrir sér óskýra eftirmynd þess sem horft var á, en í andstæðum litum og birtustigi; það sem var svart verður hvítt, rautt verður grænt og blátt verður gult (og öfugt). Þetta kannast fólk við sem hefur horft lengi á ljós frá ljósaperu eða sólinni og séð eftir það fyrir sér litla ljósdepla sem virtust svífa fyrir augunum á þeim. Á myndunum hér að neðan er líkt eftir neikvæðri myndleif stóru myndarinnar að ofan, fyrst með því að snúa litum hennar við (til vinstri) og svo með því að gera útlínur myndarinnar óskýrar (til hægri).


Horfi menn á stóru myndina fyrir ofan sjá þeir neikvæða myndleif sem líkist litlu myndunum.

Til að skýra neikvæðar myndleifar verður að kanna á hvaða hátt heilinn táknar liti og birtustig. Í bæði sjónu (e. retina) augans og í heilastöð sem nefnist hliðlægt hnélík (e. lateral geniculate nucleus) eru sérstakar taugafrumur sem kallast andstæðufrumur (e. opponent neurons). Eins og allar taugafrumur hafa andstæðufrumurnar ákveðna grunnvirkni sem er alltaf til staðar jafnvel þótt þeim berist engin boð frá öðrum frumum. Það sem er sérstakt við andstæðufrumur er að þær auka eða minnka virkni sína eftir lit eða birtustigi ljóss. Til eru frumur sem bregðast á andstæðan hátt við rauðu og grænu ljósi, minnka til dæmis virknina við rautt ljós en auka hana við grænt. Aðrar andstæðufrumur gera slíkt hið sama við gult og blátt ljós. Ennfremur eru til frumur sem svara andstætt við mismunandi birtustigi ljóss, það er svörtu og hvítu.

Hvað kemur þetta Jesúmyndinni hér að ofan við? Tökum dæmi um andstæðufrumur sem bregðast við birtustigi ljóss og þar sem mikil virkni þýðir 'hvítt' en lítil virkni 'svart'. Virknin eykst því í frumunum sem "sjá" hvítu flekkina á stóru Jesúmyndinni en minnkar hjá þeim sem fá boð frá dökku flekkjunum. En þegar taugafrumum berast boð um sama áreitið í langan tíma venjast þær því. Frumurnar sem sáu hvítu flekkina eru því ekki alveg jafn virkar og áður og flekkirnir virðist þess vegna ekki jafn skærir. Sömuleiðis eru frumurnar sem sáu svörtu flekkina ekki jafn vanvirkar og því virðast flekkirnir ekki jafn kolsvartir. Gæti maður haldið augunum grafkyrrum á sama fleti (en það getur maður aldrei undir venjulegum kringumstæðum) myndu frumurnar raunar venjast áreitinu algjörlega þannig að maður hætti að sjá nokkurn skapaðan hlut! Þegar maður tekur því loksins augun af myndinni hafa andstæðufrumurnar vanist ljósinu svo mjög að virkni þeirra er komin í ójafnvægi. Frumurnar sem sáu hvítu flekkina eru orðnar vanvirkar og þessi vanvirkni vekur upp skynjun um svartan lit. Þær sem sáu svörtu flekkina eru aftur á móti ofvirkar og maður fer að sjá hvítt. Því sér maður daufa neikvæða eftirmynd af Jesúmyndinni, eða myndleif.

Svipaða skýringu er hægt að gefa á neikvæðu eftirmyndinni sem fólk sér ef það horfir lengi á blómið hér fyrir neðan; þegar litið er af blóminu fara andstæðufrumurnar sem venjast græna litnum að gefa skilaboð um rauðan lit og þær sem venjast rauðum lit gefa skilaboð um grænt. Eftirmynd blómsins hefur því rauð krónublöð og græn laufblöð.


Frekara lesefni á Vísindavefnum

Litir

Sjónskynjun

Skynjun almennt

Heimildir og myndir

  • Aldís Guðmundsdóttir og Jörgen Pind (2003). Almenn sálfræði: Hugur, heili, hátterni. Reykjavík: Mál og menning.
  • Carlson, N. R. (2001). Physiology of behavior (7. útgáfa). Needham Heights, MA: Allyn and Bacon.
  • Goldstein, E. B. (2002). Sensation and perception. Pacific Grove, CA: Wadsworth.
  • Mynd af Jesú er af Þetta er einhver magnaðasta sjónhverfing sem ég hef séð. Dubya.
  • Mynd af blómi er af Sensory processes.
...