Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig útskýrir maður aðferðafræði félagsvísinda?

Jón Gunnar Bernburg

Besta leiðin til þess að útskýra aðferðafræði félagsvísinda er að nota þau hugtök sem félagsvísindamenn nota sjálfir til þess að fjalla um rannsóknir sínar. Annars vegar er um að ræða hugtök sem lýsa hvaða grundvallarnálgun býr að baki mismunandi rannsóknaraðferðum. Helst ber að nefna skiptingu í megindlegar (e. quantitative) og eigindlegar (e. qualitative) aðferðir. Munurinn á þessum aðferðum endurspeglar bæði mun á því hvernig félagsvísindafólk nálgast viðfangsefni sitt og ólík markmið rannsókna í félagsvísindum. Hins vegar er um að ræða ýmis hugtök um hvernig gera skuli rannsóknir, svo sem hönnun mælitækja og framkvæmd úrtakskannanna. Hugtökin gera fræðimenn líka meðvitaða um vandamál sem upp geta komið við gagnasöfnun, úrvinnslu og túlkun niðurstaðna. Í framhaldinu verður fjallað stuttlega um skiptingu aðferða í megindlegar og eigindlegar en umfjöllun um sérhæfðari málefni látin bíða betri tíma.

Með megindlegum aðferðum er í grundvallaratriðum átt við að rannsóknaraðferðum náttúruvísinda er beitt á viðfangsefni félagsvísinda. Litið er svo á að félagslegan veruleika megi skoða með því að mæla hann og magnbinda, eða skrá með tölum. Franski félagsfræðingurinn Emile Durkheim (1858-1917) var einn sá fyrsti til að færa rök fyrir því að svona aðferðafræði skyldi beitt í félagsvísindum. Í riti sínu Reglum um félagsfræðilega aðferð (fr. Les régles de la méthode sociologique), sem út kom árið 1895, hélt Durkheim því fram að hægt væri að rannsaka félagsleg viðfangsefni á hlutlægan hátt eins og um efnislega hluti væri að ræða. Félagsvísindafólk ætti að finna lögmál félagslegra fyrirbæra á sama hátt og náttúruvísindin uppgötvuðu lögmál á sviði eðlisfræði, efnafræði og líffræði. Þannig bæri að stefna að því að setja fram almennar kenningar og tilgátur um tengsl félagslegra fyrirbæra, afla reynslugagna um þau og beita tölulegum samanburði til að prófa tilgátur.


Rýnihópar teljast til eigindlegra rannsóknaraðferða. Þá er litlum hópi fólks safnað saman og hann látinn ræða tiltekið málefni, gjarnan undir handleiðslu rannsakandans.

Eigindlegar rannsóknaraðferðir má aftur á móti rekja til hugmynda og kenninga (til dæmis hughyggju, fyrirbærafræði og samskiptakenninga) þar sem áhersla er lögð á að einstaklingurinn sé virkur túlkandi veruleikans. Því er aðeins hægt að útskýra athafnir fólks með því að afla gagna um hvaða merkingu það leggur í aðstæður sínar og reynslu. Ennfremur er félagslegur veruleiki óstöðugur og túlkun háð síbreytilegu samhengi og samskiptaferlum. Eigindlegar rannsóknir beinast að því að afla gagna um það hvernig fólk túlkar umhverfi sitt og aðstæður. Þetta er gert með því að fylgjast með fólki í daglegu umhverfi þess og taka viðtöl þar sem spurningar og svör eru ekki á stöðluðu formi heldur miða að því að fá viðmælanda til að lýsa reynslu sinni og upplifun. Útkoma svona rannsókna er ekki tölulegur samanburður heldur hugtök eða þemu sem lýsa hvað er sameiginlegt með reynslu eða upplifun mismunandi hópa og einstaklinga.

Óhætt er að segja að megindlega nálgunin hafi verið meira áberandi í flestum greinum félagsvísinda síðan í byrjun tuttugustu aldar; þær rannsóknir eru orðnar útbreiddastar sem hafa að markmiði að mæla og bera saman athafnir, viðhorf og einkenni einstaklinga og hópa með tölulegum hætti. Af þeim má nefna spurningalistakannanir, tilraunir, innihaldsgreiningu auglýsinga og frétta og notkun lýðtalna á borð við þær sem finna má á Hagstofu Íslands. Eigindlegar aðferðir á borð við viðtalsrannsóknir, þátttökuathuganir og notkun rýnihópa eru þó töluvert mikið notaðar, einkum í rannsóknum á jaðar- og minnihlutahópum og svo auðvitað í mannfræðilegum rannsóknum á framandi menningarheimum. Þótt oft hafi ríkt átök milli fræðimanna um ágæti megindlegra rannsóknaraðferða umfram eigindlegar, og öfugt, eru margir nú á þeirri skoðun að nota þurfi báðar aðferðir til þess að byggja upp heildstæða þekkingu á sviði félagsvísinda.

Mynd: AIDS action - Issue 32 - Projects.

Höfundur

Jón Gunnar Bernburg

prófessor í félagsfræði við HÍ

Útgáfudagur

21.11.2005

Spyrjandi

Anna Aradóttir

Tilvísun

Jón Gunnar Bernburg. „Hvernig útskýrir maður aðferðafræði félagsvísinda?“ Vísindavefurinn, 21. nóvember 2005, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=5420.

Jón Gunnar Bernburg. (2005, 21. nóvember). Hvernig útskýrir maður aðferðafræði félagsvísinda? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5420

Jón Gunnar Bernburg. „Hvernig útskýrir maður aðferðafræði félagsvísinda?“ Vísindavefurinn. 21. nóv. 2005. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5420>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig útskýrir maður aðferðafræði félagsvísinda?
Besta leiðin til þess að útskýra aðferðafræði félagsvísinda er að nota þau hugtök sem félagsvísindamenn nota sjálfir til þess að fjalla um rannsóknir sínar. Annars vegar er um að ræða hugtök sem lýsa hvaða grundvallarnálgun býr að baki mismunandi rannsóknaraðferðum. Helst ber að nefna skiptingu í megindlegar (e. quantitative) og eigindlegar (e. qualitative) aðferðir. Munurinn á þessum aðferðum endurspeglar bæði mun á því hvernig félagsvísindafólk nálgast viðfangsefni sitt og ólík markmið rannsókna í félagsvísindum. Hins vegar er um að ræða ýmis hugtök um hvernig gera skuli rannsóknir, svo sem hönnun mælitækja og framkvæmd úrtakskannanna. Hugtökin gera fræðimenn líka meðvitaða um vandamál sem upp geta komið við gagnasöfnun, úrvinnslu og túlkun niðurstaðna. Í framhaldinu verður fjallað stuttlega um skiptingu aðferða í megindlegar og eigindlegar en umfjöllun um sérhæfðari málefni látin bíða betri tíma.

Með megindlegum aðferðum er í grundvallaratriðum átt við að rannsóknaraðferðum náttúruvísinda er beitt á viðfangsefni félagsvísinda. Litið er svo á að félagslegan veruleika megi skoða með því að mæla hann og magnbinda, eða skrá með tölum. Franski félagsfræðingurinn Emile Durkheim (1858-1917) var einn sá fyrsti til að færa rök fyrir því að svona aðferðafræði skyldi beitt í félagsvísindum. Í riti sínu Reglum um félagsfræðilega aðferð (fr. Les régles de la méthode sociologique), sem út kom árið 1895, hélt Durkheim því fram að hægt væri að rannsaka félagsleg viðfangsefni á hlutlægan hátt eins og um efnislega hluti væri að ræða. Félagsvísindafólk ætti að finna lögmál félagslegra fyrirbæra á sama hátt og náttúruvísindin uppgötvuðu lögmál á sviði eðlisfræði, efnafræði og líffræði. Þannig bæri að stefna að því að setja fram almennar kenningar og tilgátur um tengsl félagslegra fyrirbæra, afla reynslugagna um þau og beita tölulegum samanburði til að prófa tilgátur.


Rýnihópar teljast til eigindlegra rannsóknaraðferða. Þá er litlum hópi fólks safnað saman og hann látinn ræða tiltekið málefni, gjarnan undir handleiðslu rannsakandans.

Eigindlegar rannsóknaraðferðir má aftur á móti rekja til hugmynda og kenninga (til dæmis hughyggju, fyrirbærafræði og samskiptakenninga) þar sem áhersla er lögð á að einstaklingurinn sé virkur túlkandi veruleikans. Því er aðeins hægt að útskýra athafnir fólks með því að afla gagna um hvaða merkingu það leggur í aðstæður sínar og reynslu. Ennfremur er félagslegur veruleiki óstöðugur og túlkun háð síbreytilegu samhengi og samskiptaferlum. Eigindlegar rannsóknir beinast að því að afla gagna um það hvernig fólk túlkar umhverfi sitt og aðstæður. Þetta er gert með því að fylgjast með fólki í daglegu umhverfi þess og taka viðtöl þar sem spurningar og svör eru ekki á stöðluðu formi heldur miða að því að fá viðmælanda til að lýsa reynslu sinni og upplifun. Útkoma svona rannsókna er ekki tölulegur samanburður heldur hugtök eða þemu sem lýsa hvað er sameiginlegt með reynslu eða upplifun mismunandi hópa og einstaklinga.

Óhætt er að segja að megindlega nálgunin hafi verið meira áberandi í flestum greinum félagsvísinda síðan í byrjun tuttugustu aldar; þær rannsóknir eru orðnar útbreiddastar sem hafa að markmiði að mæla og bera saman athafnir, viðhorf og einkenni einstaklinga og hópa með tölulegum hætti. Af þeim má nefna spurningalistakannanir, tilraunir, innihaldsgreiningu auglýsinga og frétta og notkun lýðtalna á borð við þær sem finna má á Hagstofu Íslands. Eigindlegar aðferðir á borð við viðtalsrannsóknir, þátttökuathuganir og notkun rýnihópa eru þó töluvert mikið notaðar, einkum í rannsóknum á jaðar- og minnihlutahópum og svo auðvitað í mannfræðilegum rannsóknum á framandi menningarheimum. Þótt oft hafi ríkt átök milli fræðimanna um ágæti megindlegra rannsóknaraðferða umfram eigindlegar, og öfugt, eru margir nú á þeirri skoðun að nota þurfi báðar aðferðir til þess að byggja upp heildstæða þekkingu á sviði félagsvísinda.

Mynd: AIDS action - Issue 32 - Projects....