Sólin Sólin Rís 11:17 • sest 15:47 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:05 • Sest 19:08 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:55 • Síðdegis: 20:17 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:39 • Síðdegis: 14:18 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:17 • sest 15:47 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:05 • Sest 19:08 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:55 • Síðdegis: 20:17 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:39 • Síðdegis: 14:18 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver er eiginlega lagalegur réttur fósturs gagnvart móður sem reykir eins og strompur á meðgöngunni?

Helga Hafliðadóttir

Allir lifandi menn njóta rétthæfis, en það er lagalegt hugtak sem merkir 'hæfur til að vera aðili að réttindum og bera skyldur.' Almennt verða menn rétthæfir við fæðingu og hætta að vera rétthæfir við andlát.

Í íslenskri löggjöf er ekki að finna margar réttarheimildir um fóstur. Það hlýst einkum af því að fóstur telst ekki fullgildur einstaklingur í lagalegum skilningi og því ná helstu lagaákvæði er varða líf og heilsu einstaklinga ekki til þess. Fóstur eru þó rétthæf að takmörkuðu leyti.

Til þess að fóstur þroskist og dafni eðlilega í móðurkviði er nauðsynlegt að móðirin hugi að heilsu sinni. Ýmis efni geta haft skaðlegar afleiðingar fyrir fóstrið, svo sem áfengi og vímuefni. Í 30. grein barnaverndarlaga nr. 80/2002 er að finna úrræði barnaverndarnefndar vegna þungaðra kvenna. Þar segir í 1. mgr.:
Ef könnun barnaverndarnefndar leiðir í ljós að þunguð kona stofnar heilsu eða lífi ófædds barns síns í hættu með líferni sínu, sbr. 3. mgr. 21. gr., skal nefndin beita úrræðum þessara laga í samráði við hina þunguðu konu, og eftir atvikum gegn vilja hennar í samráði við forsjáraðila hennar ef hún hefur ekki náð lögræðisaldri, eftir því sem við getur átt og ætla má að að gagni geti komið.
Ef úrræðin eru ekki talin koma að gagni, kemur eftirfarandi fram í 2. mgr. greinarinnar:
Ef barnaverndarnefnd telur að úrræði skv. 1. mgr. komi ekki að gagni getur nefndin sett fram kröfu um sviptingu sjálfræðis samkvæmt ákvæðum lögræðislaga í því skyni að koma konunni til aðhlynningar og meðferðar á viðeigandi stofnun. Um málsmeðferð gilda ákvæði lögræðislaga.

Í 3. mgr. 21. gr. kemur fram að ef barnaverndarnefnd fær tilkynningu eða vitneskju með öðrum hætti um að þunguð kona kunni að stofna heilsu eða lífi ófædds barns síns í hættu með líferni sínu, til dæmis með áfengis- og fíkniefnaneyslu, getur nefndin kannað málið.



Það er því í höndum barnaverndarnefndar að ákveða hvort rétt sé að kanna aðstæður eftir að tilkynning hefur borist um að þunguð kona kunni að stofna lífi ófædds barns síns í hættu. Fagfólk hjá barnaverndarnefnd metur síðan hvort aðstæður séu það alvarlegar að grípa þurfi til þeirra aðgerða sem 30. gr. barnaverndarlaga býður upp á. Þetta er í hnotskurn sú vernd sem fóstri er veitt samkvæmt lögum.

Mynd:

Höfundur

nemi í lögfræði við HÍ

Útgáfudagur

10.11.2005

Spyrjandi

Friðrik Arnarson

Tilvísun

Helga Hafliðadóttir. „Hver er eiginlega lagalegur réttur fósturs gagnvart móður sem reykir eins og strompur á meðgöngunni?“ Vísindavefurinn, 10. nóvember 2005, sótt 2. janúar 2025, https://visindavefur.is/svar.php?id=5399.

Helga Hafliðadóttir. (2005, 10. nóvember). Hver er eiginlega lagalegur réttur fósturs gagnvart móður sem reykir eins og strompur á meðgöngunni? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5399

Helga Hafliðadóttir. „Hver er eiginlega lagalegur réttur fósturs gagnvart móður sem reykir eins og strompur á meðgöngunni?“ Vísindavefurinn. 10. nóv. 2005. Vefsíða. 2. jan. 2025. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5399>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver er eiginlega lagalegur réttur fósturs gagnvart móður sem reykir eins og strompur á meðgöngunni?
Allir lifandi menn njóta rétthæfis, en það er lagalegt hugtak sem merkir 'hæfur til að vera aðili að réttindum og bera skyldur.' Almennt verða menn rétthæfir við fæðingu og hætta að vera rétthæfir við andlát.

Í íslenskri löggjöf er ekki að finna margar réttarheimildir um fóstur. Það hlýst einkum af því að fóstur telst ekki fullgildur einstaklingur í lagalegum skilningi og því ná helstu lagaákvæði er varða líf og heilsu einstaklinga ekki til þess. Fóstur eru þó rétthæf að takmörkuðu leyti.

Til þess að fóstur þroskist og dafni eðlilega í móðurkviði er nauðsynlegt að móðirin hugi að heilsu sinni. Ýmis efni geta haft skaðlegar afleiðingar fyrir fóstrið, svo sem áfengi og vímuefni. Í 30. grein barnaverndarlaga nr. 80/2002 er að finna úrræði barnaverndarnefndar vegna þungaðra kvenna. Þar segir í 1. mgr.:
Ef könnun barnaverndarnefndar leiðir í ljós að þunguð kona stofnar heilsu eða lífi ófædds barns síns í hættu með líferni sínu, sbr. 3. mgr. 21. gr., skal nefndin beita úrræðum þessara laga í samráði við hina þunguðu konu, og eftir atvikum gegn vilja hennar í samráði við forsjáraðila hennar ef hún hefur ekki náð lögræðisaldri, eftir því sem við getur átt og ætla má að að gagni geti komið.
Ef úrræðin eru ekki talin koma að gagni, kemur eftirfarandi fram í 2. mgr. greinarinnar:
Ef barnaverndarnefnd telur að úrræði skv. 1. mgr. komi ekki að gagni getur nefndin sett fram kröfu um sviptingu sjálfræðis samkvæmt ákvæðum lögræðislaga í því skyni að koma konunni til aðhlynningar og meðferðar á viðeigandi stofnun. Um málsmeðferð gilda ákvæði lögræðislaga.

Í 3. mgr. 21. gr. kemur fram að ef barnaverndarnefnd fær tilkynningu eða vitneskju með öðrum hætti um að þunguð kona kunni að stofna heilsu eða lífi ófædds barns síns í hættu með líferni sínu, til dæmis með áfengis- og fíkniefnaneyslu, getur nefndin kannað málið.



Það er því í höndum barnaverndarnefndar að ákveða hvort rétt sé að kanna aðstæður eftir að tilkynning hefur borist um að þunguð kona kunni að stofna lífi ófædds barns síns í hættu. Fagfólk hjá barnaverndarnefnd metur síðan hvort aðstæður séu það alvarlegar að grípa þurfi til þeirra aðgerða sem 30. gr. barnaverndarlaga býður upp á. Þetta er í hnotskurn sú vernd sem fóstri er veitt samkvæmt lögum.

Mynd: