Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Í ensku er fag 'sígaretta' stytting úr fag-end, 'stubbur, stúfur'. Upphafleg merking er því endi á sígarettu en færist síðan yfir á alla sígarettuna í óformlegu máli. Orðið virðist frá því í lok 19. aldar.
Orðið fag þekkist í amerísku slangurmáli um sígarettur þegar árið 1915 en um kvenlegan karlmann frá því um 1920 og frá því um 1940 nánast eingöngu um samkynhneigðan mann. Skýringin á notkuninni um sígarettur er talin sú að vindla- og pípureykingarmönnum í Bandaríkjunum hafi þótt kvenlegt að reykja sígarettur sem fóru að verða mjög algengar í lok fyrri heimsstyrjaldar. (Dictionary of American Slang 1967:176).
Fag í merkingunni 'samkynhneigður karlmaður' er stytting úr orðinu faggot í sömu merkingu. Elsta dæmi í Oxford English Dictionary (V:663-664) er frá 1914. Þar er orðið talið slangur sem upprunalega komi frá Bandaríkjunum. Í Dictionary of American Slang segir aftur á móti að enskir skólastrákar hafi notað fag allt frá 1830 um strák sem var í þjónustu einhvers, skósvein og að þaðan sé merkingin 'samkynhneigður' komin.
Svo virðist því sem báðar merkingarnar þekkist í ensku vestan hafs og austan þótt sígarettumerkingin virðist hin algengari í Bretlandi.
Mynd: Chud.com.
Guðrún Kvaran. „Af hverju er orðið "fags" notað yfir sígarettur í Bretlandi en um homma í Bandaríkjunum?“ Vísindavefurinn, 13. júlí 2005, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=5129.
Guðrún Kvaran. (2005, 13. júlí). Af hverju er orðið "fags" notað yfir sígarettur í Bretlandi en um homma í Bandaríkjunum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5129
Guðrún Kvaran. „Af hverju er orðið "fags" notað yfir sígarettur í Bretlandi en um homma í Bandaríkjunum?“ Vísindavefurinn. 13. júl. 2005. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5129>.