Sólin Sólin Rís 10:20 • sest 16:07 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:27 • Sest 15:40 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:11 • Síðdegis: 23:50 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:43 • Síðdegis: 17:39 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:20 • sest 16:07 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:27 • Sest 15:40 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:11 • Síðdegis: 23:50 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:43 • Síðdegis: 17:39 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er andoxunarefni? Hvað gera þau fyrir okkur og úr hvað fæðu fáum við þau?

Laufey Steinsdóttir, Guðmundur Gunnar Garðarsson og Heiða María Sigurðardóttir

Orðið oxun (e. oxidization) merkir upphaflega það að ein eða fleiri súrefnisfrumeindir bætast við frumeindir eða sameindir annarra efna. Af efnafræðilegum ástæðum er orðið síðan einnig haft um það þegar vetnisfrumeind er fjarlægð. Við oxun geta myndast svokölluð sindurefni (e. free radicals) sem hafa eina eða fleiri óparaðar rafeindir og eru því mjög hvarfgjörn. Sindurefni geta bæði valdið lifandi frumum skaða og skemmt matvæli. Andoxunarefni (e. antioxidants), einnig kölluð þráavarnarefni, hlutleysa sindurefni með því að veita þeim þær aukarafeindir sem á vantar til að fylla ysta hvel þeirra. Þetta gerir sindurefnin stöðug og kemur í veg fyrir skaðleg áhrif þeirra.


Til andoxunarefna teljast til að mynda C-vítamín, E-vítamín, og beta-karótín, sem öll finnast í allnokkru magni í bæði ávöxtum og grænmeti. Ýmsar rannsóknir hafa verið gerðar á því hvort andoxunarefni sem þessi geti styrkt ónæmiskefið og komið í veg fyrir sjúkdóma. Þótt rannsóknir séu nokkuð misvísandi bendir ýmislegt til þess að andoxunarefni, sérstaklega E-vítamín, geti minnkað hættuna á hjarta- og æðasjúkdómum. Beta-karótín virðist hamla myndun krabbameins, en einungis þegar það fæst úr venjulegum mat. Í töfluformi getur það jafnvel haft skaðleg áhrif. Andoxunarefni geta einnig dregið úr hættu á æðakölkun og blóðtappa og minnkað hrukkumyndun.

Að lokum er vert að benda á svar Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni Hvert er öflugasta andoxunarefnið? Og stafar öldrun ekki aðallega af oxun í líkamanum?

Heimildir og mynd


Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2005.

Höfundar

nemandi í Háskóla unga fólksins

nemandi í Háskóla unga fólksins

Heiða María Sigurðardóttir

prófessor við Sálfræðideild

Útgáfudagur

8.7.2005

Spyrjandi

Jóhann Ingi

Tilvísun

Laufey Steinsdóttir, Guðmundur Gunnar Garðarsson og Heiða María Sigurðardóttir. „Hvað er andoxunarefni? Hvað gera þau fyrir okkur og úr hvað fæðu fáum við þau?“ Vísindavefurinn, 8. júlí 2005, sótt 22. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=5122.

Laufey Steinsdóttir, Guðmundur Gunnar Garðarsson og Heiða María Sigurðardóttir. (2005, 8. júlí). Hvað er andoxunarefni? Hvað gera þau fyrir okkur og úr hvað fæðu fáum við þau? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5122

Laufey Steinsdóttir, Guðmundur Gunnar Garðarsson og Heiða María Sigurðardóttir. „Hvað er andoxunarefni? Hvað gera þau fyrir okkur og úr hvað fæðu fáum við þau?“ Vísindavefurinn. 8. júl. 2005. Vefsíða. 22. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5122>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er andoxunarefni? Hvað gera þau fyrir okkur og úr hvað fæðu fáum við þau?
Orðið oxun (e. oxidization) merkir upphaflega það að ein eða fleiri súrefnisfrumeindir bætast við frumeindir eða sameindir annarra efna. Af efnafræðilegum ástæðum er orðið síðan einnig haft um það þegar vetnisfrumeind er fjarlægð. Við oxun geta myndast svokölluð sindurefni (e. free radicals) sem hafa eina eða fleiri óparaðar rafeindir og eru því mjög hvarfgjörn. Sindurefni geta bæði valdið lifandi frumum skaða og skemmt matvæli. Andoxunarefni (e. antioxidants), einnig kölluð þráavarnarefni, hlutleysa sindurefni með því að veita þeim þær aukarafeindir sem á vantar til að fylla ysta hvel þeirra. Þetta gerir sindurefnin stöðug og kemur í veg fyrir skaðleg áhrif þeirra.


Til andoxunarefna teljast til að mynda C-vítamín, E-vítamín, og beta-karótín, sem öll finnast í allnokkru magni í bæði ávöxtum og grænmeti. Ýmsar rannsóknir hafa verið gerðar á því hvort andoxunarefni sem þessi geti styrkt ónæmiskefið og komið í veg fyrir sjúkdóma. Þótt rannsóknir séu nokkuð misvísandi bendir ýmislegt til þess að andoxunarefni, sérstaklega E-vítamín, geti minnkað hættuna á hjarta- og æðasjúkdómum. Beta-karótín virðist hamla myndun krabbameins, en einungis þegar það fæst úr venjulegum mat. Í töfluformi getur það jafnvel haft skaðleg áhrif. Andoxunarefni geta einnig dregið úr hættu á æðakölkun og blóðtappa og minnkað hrukkumyndun.

Að lokum er vert að benda á svar Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni Hvert er öflugasta andoxunarefnið? Og stafar öldrun ekki aðallega af oxun í líkamanum?

Heimildir og mynd


Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2005....