Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Heyrn katta nær yfir óvenju breitt tíðnisvið. Lægsta tíðni sem þeir heyra er um 20 Hz (en Hz táknar bylgjur á sekúndu) sem er nokkuð svipað og hjá okkur mannfólkinu. Hins vegar skynja kettir hljóðbylgjur af óvenju hárri tíðni, eða allt að 65 þúsund Hz. Til samanburðar eru hærri mörk heyrnar hjá mannfólkinu í kringum 20 þúsund Hz, og hæsta tíðni sem hundar og skyld dýr greina er í kringum 35-40 þúsund Hz.
Sennilega hafa kettir öðlast svo góða heyrn sökum þess að mýs og önnur lítil nagdýr sem þeir veiða gefa frá sér tíst af hárri tíðni, langt fyrir ofan heyrnarsvið manna. Það hefur því þróunarfræðilegt aðlögunargildi fyrir ketti að nema svo há hljóð; þeir kettir sem heyrðu vel í bráð sinni komust frekar af en aðrir kettir.
Þróunarsaga katta hefur gefið þeim ýmis tæki til að heyra jafn vel og raun ber vitni, til að mynda stór eyru.
Kettir eiga ekki bara auðvelt með að greina hátíðnihljóð, heldur eru þeir einnig afar slyngir í að greina hvaðan hljóð koma. Ytra eyrað hjálpar verulega til við að staðsetja hljóðgjafann og virkar því sem einskonar radar. Kötturinn getur greint á milli tveggja hljóðgjafa sem eru í innan við hálfs metra fjarlægð hvor frá öðrum. Köttur getur einnig metið fjarlægð hljóðgjafans með mikilli nákvæmni og mun nákvæmar en þekkist meðal annars hjá mönnum og hundum. Þetta skýrist líklega af því að kettir eru rándýr sem veiða úr launsátri. Þeir þurfa því að styðjast mikið við heyrn sína til að staðsetja bráðina nákvæmlega, sérstaklega þegar þeir veiða að næturlagi.
Eins og hjá okkur mannfólkinu dofnar heyrn katta þegar aldurinn færist yfir. Rannsóknir hafa sýnt að heyrn katta við 10 ára aldur er umtalsvert lakari en hjá 2 ára köttum. Slík hnignun hefur óneitanlega mjög neikvæð áhrif á hæfni kattanna til veiða og á hrörnun heyrnarinnar sjálfsagt einhvern þátt í því að villtir kettir verða yfirleitt ekki langlífir.
Mynd:mark.degrassi.ca