Á sumum tungumálum er Andrés önd nefndur Donald Duck eins og á frummálinu ensku. Á öðrum tungumálum er hann kallaður Donald en Duck breytt yfir í annað orð sem þá er væntanlega komið úr því tungumáli. Svo er líka til að hann fái alveg nýtt nafn, eins og til dæmis á íslensku. Hér fyrir neðan má sjá hvað Andrés önd er kallaður á hinum ýmsu tungumálum:
enska | Donald Duck |
danska | Anders And |
hollenska | Donald Duck |
finnska | Aku Ankka |
franska | Donald Duck |
þýska | Donald Duck |
indónesíska | Donal Bebek |
ítalska | Paperino |
lettneska | Donalds Daks |
norska | Donald Duck |
pólska | Kaczor Donald |
portúgalska | Pato Donald |
serbneska | Paja Patak |
slóvenska | Kacer/Styko Donald |
spænska | Pato Donald/Pato Pascual |
sænska | Kalle Anka |
tyrkneska | Donald Amca |
japanska | Donarudo Dakku |
- Donald Duck. Wikipedia, frjálsa alfræðiorðabókin.
- Myndin er af síðunni Andrés Önd.
Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2005.