Sólin Sólin Rís 10:54 • sest 15:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:02 • Síðdegis: 20:23 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:45 • Síðdegis: 14:25 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:54 • sest 15:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:02 • Síðdegis: 20:23 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:45 • Síðdegis: 14:25 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig varð Ísland til?

SHB

Ísland hefur hlaðist upp við síendurtekin eldgos á nokkrum tugmilljónum ára. Undir Íslandi er svokallaður heitur reitur, en það eru staðir á jörðinni sem einkennast af mikilli eldvirkni og rísa hátt yfir umhverfið. Þannig er heitur reitur líka undir Hawaii-eyjum svo dæmi sé tekið.

Ísland byrjaði að myndast fyrir um það bil sextíu milljón árum þegar jarðskorpan undir Norður-Atlantshafi tók að gliðna. Nýtt berg myndast á gosbeltinu sem liggur þvert yfir landið. Það berst til hliðanna samfara gliðnuninni og eldra berg sekkur í sæ. Þannig er elsta berg landsins tæplega 14-16 milljón ára á annesjum austan- og vestanlands, en yngsta bergið er þar sem nýliðin eldgos hafa orðið, svo sem í Heklu og Grímsvötnum.

Á Vísindavefnum eru fjölmörg svör um eldvirkni og myndunarsögu Íslands, meðal annars:

Höfundur

Sævar Helgi Bragason

stjörnufræðikennari

Útgáfudagur

10.5.2005

Spyrjandi

Þorsteinn Ólafsson, f. 1990
Jón Birnir og Arnór Dan, f. 1997

Tilvísun

SHB. „Hvernig varð Ísland til?“ Vísindavefurinn, 10. maí 2005, sótt 4. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4992.

SHB. (2005, 10. maí). Hvernig varð Ísland til? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4992

SHB. „Hvernig varð Ísland til?“ Vísindavefurinn. 10. maí. 2005. Vefsíða. 4. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4992>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig varð Ísland til?
Ísland hefur hlaðist upp við síendurtekin eldgos á nokkrum tugmilljónum ára. Undir Íslandi er svokallaður heitur reitur, en það eru staðir á jörðinni sem einkennast af mikilli eldvirkni og rísa hátt yfir umhverfið. Þannig er heitur reitur líka undir Hawaii-eyjum svo dæmi sé tekið.

Ísland byrjaði að myndast fyrir um það bil sextíu milljón árum þegar jarðskorpan undir Norður-Atlantshafi tók að gliðna. Nýtt berg myndast á gosbeltinu sem liggur þvert yfir landið. Það berst til hliðanna samfara gliðnuninni og eldra berg sekkur í sæ. Þannig er elsta berg landsins tæplega 14-16 milljón ára á annesjum austan- og vestanlands, en yngsta bergið er þar sem nýliðin eldgos hafa orðið, svo sem í Heklu og Grímsvötnum.

Á Vísindavefnum eru fjölmörg svör um eldvirkni og myndunarsögu Íslands, meðal annars:

...