Sólin Sólin Rís 10:20 • sest 16:07 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:27 • Sest 15:40 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:11 • Síðdegis: 23:50 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:43 • Síðdegis: 17:39 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:20 • sest 16:07 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:27 • Sest 15:40 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:11 • Síðdegis: 23:50 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:43 • Síðdegis: 17:39 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er hægt að eyðileggja jörðina með mengun?

Þorsteinn Vilhjálmsson

Þessa spurningu má skilja á ýmsa vegu en áhugaverðast er að skoða eftirfarandi tvær spurningar, nánar tiltekið:

  1. Getur mannkynið eyðilagt allt líf á jörðinni með mengun eða öðrum ráðum?
  2. Getur mannkynið gert jörðina óbyggilega mönnum?
Eins og við er að búast þekkir enginn svarið við fyrri spurningunni fyrir víst; þessi tilraun hefur aldrei verið gerð og verður vonandi aldrei! Svarið við spurningunni er þó líklega: „Já, nokkurn veginn“. Þetta svar er hins vegar ekki alveg augljóst; það er hvorki sjálfgefið að mannkynið geti eyðilagt lífið á jörðinni né heldur hvaða merkingu eigi að gefa þeirri fullyrðingu.

Í umræðum um eyðingu ósonlagsins á undanförnum árum hefur komið fram að þessi eyðing hefði haldið áfram að aukast hröðum skrefum ár frá ári ef menn hefðu ekki tekið í taumana í iðnríkjum jarðarinnar. Með öðrum orðum hefði verið „hægt“ að eyða ósonlaginu ef menn hefðu ekki stungið við fótum, og það hefði að minnsta kosti valdið miklu tjóni í lífríki jarðar.

Svipaða sögu er að segja um gróðurhúsaáhrifin, að þau geta valdið miklu tjóni ef ekkert væri að gert.

Hæpið er þó líklega að tala um að þessi tvenns konar áhrif geti valdið algerri „eyðileggingu“ lífsins hér á jörð.



Hættan á eyðileggingu jarðarinnar á stuttum tíma af völdum manna er líklega mest af svokölluðum kjarnorkuvetri. Ef veruleg kjarnorkustyrjöld blossaði upp á jörðinni mundi geislavirkt ryk þyrlast upp í háloftin, breiðast út um alla jörð og draga úr sólarljósi sem næði til jarðar. Engin sumur mundu koma nokkur ár í röð og dýr og jurtir mundu deyja í hrönnum. Lífið sem eftir stæði ef eða þegar hildarleiknum lyki kynni að verða gerólíkt því sem nú er, þannig að það væri alls engin fásinna að tala um eyðileggingu. Þetta mundi þó fara eftir því hversu mikið af kjarnavopnum yrði sprengt og á hve löngum tíma.

Ein ástæðan til þess að menn geta gert sér sæmilega glögga mynd af þessu er sú að svipaðar hamfarir hafa átt sér stað nokkrum sinnum í jarðsögunni, til dæmis fyrir 65 milljón árum þegar risaeðlurnar dóu út og einnig talsvert fyrr. Meginorsakirnar í þessum tilvikum hafa verið annaðhvort stór loftsteinn sem þyrlar upp miklu ryki eða verulegar og langvinnar eldgosahrinur, nema hvorttveggja sé. Með því að smella á efnisorðin í lok svarsins má finna meiri fróðleik um þessa atburði hér á Vísindavefnum.

Vert er að staldra við það hvernig við getum hugsað okkur að hluti lífsins á jörðinni geti lifað af kjarnorkuvetur eða kuldaskeið af öðrum ástæðum. Við þurfum þá að hafa hugfast að lífverurnar geta flutt sig til á jörðinni. Þegar kólnar geta þær sem lifa í fjöllum fært sig neðar og þær sem búa fjarri miðbaug til norðurs eða suðurs geta fært sig nær honum. Lífríki jarðar sem heild er afar fjölskrúðugt og lífsskilyrði þess eru mjög mismunandi eftir stöðum. Þess vegna býr það yfir mikilli hæfni til að laga sig að breyttum aðstæðum, en að vísu í þeim skilningi einum að eitthvað verður eftir af lífríkinu þegar hamfarir verða, en það er þá kannski varla svipur hjá sjón.

Seinni spurningin hér á undan, hvort við getum gert jörðina óbyggilega mönnum, er auðveldari viðfangs, en vitaskuld má þó líka kalla slíkt eyðileggingu, að minnsta kosti frá sjónarmiði mannanna. Enginn vafi er á því að mannkynið getur útrýmt sjálfu sér með ýmsum ráðum, til dæmis með styrjöldum, kjarnorkuvopnum, eyðingu ósonlagsins, gróðurhúsaáhrifum, eitrun lofts eða neysluvatns og svo framvegis. Kannski getur dæmisaga um rottur á Nýja-Sjálandi skýrt þetta svolítið betur:
Þegar maðurinn (Homo sapiens) kom fyrst til Nýja-Sjálands fyrir um það bil 1000 árum voru þar engin spendýr á landi nema leðurblökur. Eitt af þeim dýrum sem kom með mönnunum var rottan. Menn hafa síðan oft reynt að útrýma henni með ýmsum ráðum hvers tíma, en það hefur lengst af gengið illa. Þegar lagt er til dæmis út eitur verða einhver dýr fyrst til að éta það og deyja en hin dýrin sjá það og læra að varast eitrið, þannig að stofninn lifir þó að einstaklingar úr honum láti lífið.

En í seinni tíð hafa menn fundið ráð við þessu til að eyða rottum á afmörkuðum svæðum. Seinvirku eitri er þá dreift um allt svæðið í senn þannig að fyrstu dýrin deyja ekki fyrr en öll dýrin hafa fengið eitrið í sig og bíða dauðans.
Ef við höfum í huga fjölbreytnina og hugkvæmnina í verkum mannanna bendir ekkert til þess að mannkyninu ætti að vera ofvaxið að búa til svo seinvirkt „eitur“ að menn hafi allir meðtekið það áður en það skaðleg áhrif þess koma fram fyrir alvöru.

Breski stjarnvísindamaðurinn Martin Rees, sem nú er forseti Breska vísindafélagsins (Royal Society), hefur nýlega skrifað bók þar sem hann rökstyður að endalok mannkynsins hér á jörð kunni að vera skammt undan ef ekkert er að gert. Bókin heitir í bandarískri útgáfu Our Final Hour: A Scientist's Warning en í breskri útgáfu nefnist hún Our Final Century?: Will the Human Race Survive the Twenty-first Century? Hægt er að lesa um bókina og kenningar Rees á veraldarvefnum með því að smella á tenglana í þessari efnisgrein.

Höfundur þakkar Sigurði Steinþórssyni og Tómasi Jóhannessyni góðar athugasemdir við fyrri gerð svarsins.

Mynd: FP Software Lab

Höfundur

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

29.4.2005

Spyrjandi

Vilborg Inga Magnúsdóttir, f. 1993

Tilvísun

Þorsteinn Vilhjálmsson. „Er hægt að eyðileggja jörðina með mengun?“ Vísindavefurinn, 29. apríl 2005, sótt 22. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4969.

Þorsteinn Vilhjálmsson. (2005, 29. apríl). Er hægt að eyðileggja jörðina með mengun? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4969

Þorsteinn Vilhjálmsson. „Er hægt að eyðileggja jörðina með mengun?“ Vísindavefurinn. 29. apr. 2005. Vefsíða. 22. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4969>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er hægt að eyðileggja jörðina með mengun?
Þessa spurningu má skilja á ýmsa vegu en áhugaverðast er að skoða eftirfarandi tvær spurningar, nánar tiltekið:

  1. Getur mannkynið eyðilagt allt líf á jörðinni með mengun eða öðrum ráðum?
  2. Getur mannkynið gert jörðina óbyggilega mönnum?
Eins og við er að búast þekkir enginn svarið við fyrri spurningunni fyrir víst; þessi tilraun hefur aldrei verið gerð og verður vonandi aldrei! Svarið við spurningunni er þó líklega: „Já, nokkurn veginn“. Þetta svar er hins vegar ekki alveg augljóst; það er hvorki sjálfgefið að mannkynið geti eyðilagt lífið á jörðinni né heldur hvaða merkingu eigi að gefa þeirri fullyrðingu.

Í umræðum um eyðingu ósonlagsins á undanförnum árum hefur komið fram að þessi eyðing hefði haldið áfram að aukast hröðum skrefum ár frá ári ef menn hefðu ekki tekið í taumana í iðnríkjum jarðarinnar. Með öðrum orðum hefði verið „hægt“ að eyða ósonlaginu ef menn hefðu ekki stungið við fótum, og það hefði að minnsta kosti valdið miklu tjóni í lífríki jarðar.

Svipaða sögu er að segja um gróðurhúsaáhrifin, að þau geta valdið miklu tjóni ef ekkert væri að gert.

Hæpið er þó líklega að tala um að þessi tvenns konar áhrif geti valdið algerri „eyðileggingu“ lífsins hér á jörð.



Hættan á eyðileggingu jarðarinnar á stuttum tíma af völdum manna er líklega mest af svokölluðum kjarnorkuvetri. Ef veruleg kjarnorkustyrjöld blossaði upp á jörðinni mundi geislavirkt ryk þyrlast upp í háloftin, breiðast út um alla jörð og draga úr sólarljósi sem næði til jarðar. Engin sumur mundu koma nokkur ár í röð og dýr og jurtir mundu deyja í hrönnum. Lífið sem eftir stæði ef eða þegar hildarleiknum lyki kynni að verða gerólíkt því sem nú er, þannig að það væri alls engin fásinna að tala um eyðileggingu. Þetta mundi þó fara eftir því hversu mikið af kjarnavopnum yrði sprengt og á hve löngum tíma.

Ein ástæðan til þess að menn geta gert sér sæmilega glögga mynd af þessu er sú að svipaðar hamfarir hafa átt sér stað nokkrum sinnum í jarðsögunni, til dæmis fyrir 65 milljón árum þegar risaeðlurnar dóu út og einnig talsvert fyrr. Meginorsakirnar í þessum tilvikum hafa verið annaðhvort stór loftsteinn sem þyrlar upp miklu ryki eða verulegar og langvinnar eldgosahrinur, nema hvorttveggja sé. Með því að smella á efnisorðin í lok svarsins má finna meiri fróðleik um þessa atburði hér á Vísindavefnum.

Vert er að staldra við það hvernig við getum hugsað okkur að hluti lífsins á jörðinni geti lifað af kjarnorkuvetur eða kuldaskeið af öðrum ástæðum. Við þurfum þá að hafa hugfast að lífverurnar geta flutt sig til á jörðinni. Þegar kólnar geta þær sem lifa í fjöllum fært sig neðar og þær sem búa fjarri miðbaug til norðurs eða suðurs geta fært sig nær honum. Lífríki jarðar sem heild er afar fjölskrúðugt og lífsskilyrði þess eru mjög mismunandi eftir stöðum. Þess vegna býr það yfir mikilli hæfni til að laga sig að breyttum aðstæðum, en að vísu í þeim skilningi einum að eitthvað verður eftir af lífríkinu þegar hamfarir verða, en það er þá kannski varla svipur hjá sjón.

Seinni spurningin hér á undan, hvort við getum gert jörðina óbyggilega mönnum, er auðveldari viðfangs, en vitaskuld má þó líka kalla slíkt eyðileggingu, að minnsta kosti frá sjónarmiði mannanna. Enginn vafi er á því að mannkynið getur útrýmt sjálfu sér með ýmsum ráðum, til dæmis með styrjöldum, kjarnorkuvopnum, eyðingu ósonlagsins, gróðurhúsaáhrifum, eitrun lofts eða neysluvatns og svo framvegis. Kannski getur dæmisaga um rottur á Nýja-Sjálandi skýrt þetta svolítið betur:
Þegar maðurinn (Homo sapiens) kom fyrst til Nýja-Sjálands fyrir um það bil 1000 árum voru þar engin spendýr á landi nema leðurblökur. Eitt af þeim dýrum sem kom með mönnunum var rottan. Menn hafa síðan oft reynt að útrýma henni með ýmsum ráðum hvers tíma, en það hefur lengst af gengið illa. Þegar lagt er til dæmis út eitur verða einhver dýr fyrst til að éta það og deyja en hin dýrin sjá það og læra að varast eitrið, þannig að stofninn lifir þó að einstaklingar úr honum láti lífið.

En í seinni tíð hafa menn fundið ráð við þessu til að eyða rottum á afmörkuðum svæðum. Seinvirku eitri er þá dreift um allt svæðið í senn þannig að fyrstu dýrin deyja ekki fyrr en öll dýrin hafa fengið eitrið í sig og bíða dauðans.
Ef við höfum í huga fjölbreytnina og hugkvæmnina í verkum mannanna bendir ekkert til þess að mannkyninu ætti að vera ofvaxið að búa til svo seinvirkt „eitur“ að menn hafi allir meðtekið það áður en það skaðleg áhrif þess koma fram fyrir alvöru.

Breski stjarnvísindamaðurinn Martin Rees, sem nú er forseti Breska vísindafélagsins (Royal Society), hefur nýlega skrifað bók þar sem hann rökstyður að endalok mannkynsins hér á jörð kunni að vera skammt undan ef ekkert er að gert. Bókin heitir í bandarískri útgáfu Our Final Hour: A Scientist's Warning en í breskri útgáfu nefnist hún Our Final Century?: Will the Human Race Survive the Twenty-first Century? Hægt er að lesa um bókina og kenningar Rees á veraldarvefnum með því að smella á tenglana í þessari efnisgrein.

Höfundur þakkar Sigurði Steinþórssyni og Tómasi Jóhannessyni góðar athugasemdir við fyrri gerð svarsins.

Mynd: FP Software Lab...