Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju eru til svona margar dýrategundir?

ÞV

Meginskýringin á þessu er fólgin í þróunarkenningunni. Tegundir dýra og jurta verða til með þróun þar sem tvær tegundir koma í stað einnar og verða til út frá henni.

Til að skilja þetta betur skulum við líta á dæmi. Hugsum okkur hóp dýra sem teljast til sömu tegundar og hafa samgang innbyrðis, þannig að hvaða karldýr sem er getur átt afkvæmi með hvaða kvendýri sem er. Slíkan hóp getum við kallað stofn (e. population).

Nú gerist það að aðstæður breytast á svæðinu þar sem stofninn býr þannig að hluti hans einangrast frá hinum. Þetta getur til dæmis gerst við það að veður kólnar og dýrin komast ekki lengur yfir fjallaskarð sem er á svæðinu. Einnig getum við séð fyrir okkur stöðuvatn með lækkandi vatnsborði sem verður að lokum að tveimur aðgreindum vötnum.

Eftir að hóparnir skiljast hvor frá öðrum er eins víst að þeir lifi við ólík skilyrði. Þeir halda áfram að þróast og laga sig að skilyrðunum og að því kemur von bráðar að þeir eru ekki lengur af sömu tegund, heldur hafa tvær tegundir orðið til úr einni. Þetta er aðeins eitt dæmi um það, hvernig tegundamyndun getur gerst.

Hér skiptir miklu að gera sér ljóst að saga lífsins á jörðinni er mjög löng, nokkrir milljarðar ára, en það er lengri tími en svo að við getum skilið það í fljótu bragði. En þessi óralangi tími er auðvitað meginskýringin á því að tegundirnar skuli vera orðnar svo margar sem raun ber vitni.

Þegar þessi mál eru hugleidd þarf að hafa í huga hvað orðið tegund merkir í líffræði. Það er einfaldlega hópur þeirra dýra eða jurta sem geta átt frjó afkvæmi saman. Þess vegna teljast hestur og asni ekki til sömu tegundar þó að þeir geti átt afkvæmi, múldýr eða múlasna, en þau eru ekki frjó. Þegar við horfum á hunda af ýmsum afbrigðum kann okkur að sýnast þeir býsna ólíkir í útliti. Innri líffæri þeirra eru hins vegar ekki eins ólík og því geta þeir til dæmis átt frjó afkvæmi og teljast þess vegna til sömu tegundar.

Lesandinn getur fundið fleiri og rækilegri svör um þessi efni með því að smella á efnisorðin hér fyrir neðan.

Höfundur

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

18.4.2005

Spyrjandi

Bríet Ósk, f. 1995

Tilvísun

ÞV. „Af hverju eru til svona margar dýrategundir?“ Vísindavefurinn, 18. apríl 2005, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4903.

ÞV. (2005, 18. apríl). Af hverju eru til svona margar dýrategundir? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4903

ÞV. „Af hverju eru til svona margar dýrategundir?“ Vísindavefurinn. 18. apr. 2005. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4903>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju eru til svona margar dýrategundir?
Meginskýringin á þessu er fólgin í þróunarkenningunni. Tegundir dýra og jurta verða til með þróun þar sem tvær tegundir koma í stað einnar og verða til út frá henni.

Til að skilja þetta betur skulum við líta á dæmi. Hugsum okkur hóp dýra sem teljast til sömu tegundar og hafa samgang innbyrðis, þannig að hvaða karldýr sem er getur átt afkvæmi með hvaða kvendýri sem er. Slíkan hóp getum við kallað stofn (e. population).

Nú gerist það að aðstæður breytast á svæðinu þar sem stofninn býr þannig að hluti hans einangrast frá hinum. Þetta getur til dæmis gerst við það að veður kólnar og dýrin komast ekki lengur yfir fjallaskarð sem er á svæðinu. Einnig getum við séð fyrir okkur stöðuvatn með lækkandi vatnsborði sem verður að lokum að tveimur aðgreindum vötnum.

Eftir að hóparnir skiljast hvor frá öðrum er eins víst að þeir lifi við ólík skilyrði. Þeir halda áfram að þróast og laga sig að skilyrðunum og að því kemur von bráðar að þeir eru ekki lengur af sömu tegund, heldur hafa tvær tegundir orðið til úr einni. Þetta er aðeins eitt dæmi um það, hvernig tegundamyndun getur gerst.

Hér skiptir miklu að gera sér ljóst að saga lífsins á jörðinni er mjög löng, nokkrir milljarðar ára, en það er lengri tími en svo að við getum skilið það í fljótu bragði. En þessi óralangi tími er auðvitað meginskýringin á því að tegundirnar skuli vera orðnar svo margar sem raun ber vitni.

Þegar þessi mál eru hugleidd þarf að hafa í huga hvað orðið tegund merkir í líffræði. Það er einfaldlega hópur þeirra dýra eða jurta sem geta átt frjó afkvæmi saman. Þess vegna teljast hestur og asni ekki til sömu tegundar þó að þeir geti átt afkvæmi, múldýr eða múlasna, en þau eru ekki frjó. Þegar við horfum á hunda af ýmsum afbrigðum kann okkur að sýnast þeir býsna ólíkir í útliti. Innri líffæri þeirra eru hins vegar ekki eins ólík og því geta þeir til dæmis átt frjó afkvæmi og teljast þess vegna til sömu tegundar.

Lesandinn getur fundið fleiri og rækilegri svör um þessi efni með því að smella á efnisorðin hér fyrir neðan....