Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er löglegt að framleiða djarfar fullorðinsmyndir á Íslandi?

Árni Helgason

Svarið við þessari spurningu veltur nokkuð á því hvað átt er við með djarfar fullorðinsmyndir. Samkvæmt 210. gr. hegningarlaga 19/1940 með síðari breytingum er refsivert að búa til, selja, útbýta og dreifa klámmyndum.

210. gr. Ef klám birtist á prenti, skal sá, sem ábyrgð ber á birtingu þess eftir prentlögum, sæta sektum … eða fangelsi allt að 6 mánuðum.

Sömu refsingu varðar það að búa til eða flytja inn í útbreiðsluskyni, selja, útbýta eða dreifa á annan hátt út klámritum, klámmyndum eða öðrum slíkum hlutum, eða hafa þá opinberlega til sýnis, svo og að efna til opinbers fyrirlestrar, eða leiks, sem er ósiðlegur á sama hátt. [Þegar slíkt efni sýnir börn á kynferðislegan eða klámfenginn hátt getur refsing þó orðið fangelsi allt að 2 árum.]

Við getum því ályktað sem svo að ef klám kemur fyrir í „djarfri fullorðinsmynd“ fellur myndin undir ákvæðið. Ef ekki er að sjálfsögðu refsilaust að framleiða slíka mynd.

Nánari útskýring á hugtakinu klám er ekki auðfundin. Hegningarlögin voru sett árið 1940 og þær skilgreiningar sem hafðar voru til hliðsjónar þá veita takmarkaða aðstoð enda hefur skilningur manna á hugtakinu breyst talsvert síðan þá. Utan lögfræðilegrar umræðu hafa margir reynt að skilgreina og afmarka hugtakið klám og mætti hér meðal annars benda á svar á Vísindavefnum við spurningunni Hvað er klám?

Í lagalegum skilningi hefur klám verið skilgreint sem „ögrandi framsetning á kynlífi í auðgunartilgangi, án ástar, blíðu eða ábyrgðar“ andstætt erótík eða kynþokkalist sem er skilgreind sem „bókmenntaleg eða listræn tjáning ástar“. Ennfremur er gerður nokkur greinarmunur á klámi og grófu klámi en hið síðarnefnda tekur til barna- og dýrakláms og kláms þar sem ofbeldi kemur við sögu.

Við þessa skilgreiningu hafa íslenskir dómstólar miðað í málum varðandi klámmyndir og dreifingu þeirra. Skilgreiningin er frá árinu 1986 og var hún sett fram af sérfræðinganefnd Menningarstofnunar Sameinuðu þjóðanna. Hæstiréttur hefur þrívegis byggt niðurstöður sínar á þessari skilgreiningu, síðast í máli H 321/2000.

Þannig er einkum horft til þess að kynfæri og kynlíf sé sett fram á ögrandi hátt án þess að hafa nokkuð með bókmenntalega eða listræna tjáningu að gera.

Því getur mynd talist djörf og „fullorðins“, til dæmis vegna þess að nekt og kynlíf koma við sögu án þess þó að hún flokkist sem klámmynd.

En þrátt fyrir að þessi skilgreining og markalína skýri málið talsvert eru auðvitað margar myndir á gráu svæði og mat á því hvað telst klámmynd og hvað erótísk mynd fer alltaf eftir efnistökum myndar hverju sinni.

Höfundur

Árni Helgason

lögfræðingur og fyrrverandi laganemi við HÍ

Útgáfudagur

2.3.2005

Spyrjandi

N.N.

Tilvísun

Árni Helgason. „Er löglegt að framleiða djarfar fullorðinsmyndir á Íslandi?“ Vísindavefurinn, 2. mars 2005, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4779.

Árni Helgason. (2005, 2. mars). Er löglegt að framleiða djarfar fullorðinsmyndir á Íslandi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4779

Árni Helgason. „Er löglegt að framleiða djarfar fullorðinsmyndir á Íslandi?“ Vísindavefurinn. 2. mar. 2005. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4779>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er löglegt að framleiða djarfar fullorðinsmyndir á Íslandi?

Svarið við þessari spurningu veltur nokkuð á því hvað átt er við með djarfar fullorðinsmyndir. Samkvæmt 210. gr. hegningarlaga 19/1940 með síðari breytingum er refsivert að búa til, selja, útbýta og dreifa klámmyndum.

210. gr. Ef klám birtist á prenti, skal sá, sem ábyrgð ber á birtingu þess eftir prentlögum, sæta sektum … eða fangelsi allt að 6 mánuðum.

Sömu refsingu varðar það að búa til eða flytja inn í útbreiðsluskyni, selja, útbýta eða dreifa á annan hátt út klámritum, klámmyndum eða öðrum slíkum hlutum, eða hafa þá opinberlega til sýnis, svo og að efna til opinbers fyrirlestrar, eða leiks, sem er ósiðlegur á sama hátt. [Þegar slíkt efni sýnir börn á kynferðislegan eða klámfenginn hátt getur refsing þó orðið fangelsi allt að 2 árum.]

Við getum því ályktað sem svo að ef klám kemur fyrir í „djarfri fullorðinsmynd“ fellur myndin undir ákvæðið. Ef ekki er að sjálfsögðu refsilaust að framleiða slíka mynd.

Nánari útskýring á hugtakinu klám er ekki auðfundin. Hegningarlögin voru sett árið 1940 og þær skilgreiningar sem hafðar voru til hliðsjónar þá veita takmarkaða aðstoð enda hefur skilningur manna á hugtakinu breyst talsvert síðan þá. Utan lögfræðilegrar umræðu hafa margir reynt að skilgreina og afmarka hugtakið klám og mætti hér meðal annars benda á svar á Vísindavefnum við spurningunni Hvað er klám?

Í lagalegum skilningi hefur klám verið skilgreint sem „ögrandi framsetning á kynlífi í auðgunartilgangi, án ástar, blíðu eða ábyrgðar“ andstætt erótík eða kynþokkalist sem er skilgreind sem „bókmenntaleg eða listræn tjáning ástar“. Ennfremur er gerður nokkur greinarmunur á klámi og grófu klámi en hið síðarnefnda tekur til barna- og dýrakláms og kláms þar sem ofbeldi kemur við sögu.

Við þessa skilgreiningu hafa íslenskir dómstólar miðað í málum varðandi klámmyndir og dreifingu þeirra. Skilgreiningin er frá árinu 1986 og var hún sett fram af sérfræðinganefnd Menningarstofnunar Sameinuðu þjóðanna. Hæstiréttur hefur þrívegis byggt niðurstöður sínar á þessari skilgreiningu, síðast í máli H 321/2000.

Þannig er einkum horft til þess að kynfæri og kynlíf sé sett fram á ögrandi hátt án þess að hafa nokkuð með bókmenntalega eða listræna tjáningu að gera.

Því getur mynd talist djörf og „fullorðins“, til dæmis vegna þess að nekt og kynlíf koma við sögu án þess þó að hún flokkist sem klámmynd.

En þrátt fyrir að þessi skilgreining og markalína skýri málið talsvert eru auðvitað margar myndir á gráu svæði og mat á því hvað telst klámmynd og hvað erótísk mynd fer alltaf eftir efnistökum myndar hverju sinni.

...