Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju eru síberíutígrisdýr kölluð því nafni ef þau lifa ekki í Síberíu? Hvaðan kemur nafnið?

Jón Már Halldórsson

Það er rétt að svokölluð síberíutígrisdýr lifa ekki í Síberíu en sennilega er þetta heiti upprunalega tilkomið vegna misskilnings eða vanþekkingar á landsvæðum. Í Rússlandi eru þessi tígrisdýr yfirleitt kennd við Amurfljótið eða Ussuriland og því kölluð amurtígrisdýr eða ussuritígrisdýr.



Landsvæðið þar sem dýrin lifa tilheyrir rússnesku fylkjunum eða stjórnsýsluumdæmunum Primorsky og Khabarovsk. Heimamenn nefna þessi stjórnsýslusvæði ásamt Kamtsjatka, Chukotka og Magadan einu nafni Austur-Rússland eða á ensku 'Far East'. Síbería liggur vestan við þetta svæði og nær allt vestur að Úralfjöllum. Hins vegar hefur sú hefð skapast meðal annarra en Rússa að nota nafnið Síbería yfir allt landsvæði Rússlands sem er fyrir austan Úralfjöll þar með talið svæðið þar sem amurtígrisdýrin lifa.

Þessi tígrisdýr einnig verið nefnd eftir Mansjúríu í Kína og kölluð mansjúríutígrisdýr. Meðal annars kallaði náttúrufræðingurinn og landkönnuðurinn Przewalsky þau því nafni í skrifum sínum. Í þá daga voru þessir risavöxnu kettir tiltölulega algengir í Mansjúríu en nú teljast aðeins vera innan við 20 dýr þar. Í Ussurilandi handan landamæra Kína og Rússlands eru dýrin vel yfir 300 dýr.

Mynd: WWF

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

2.2.2005

Spyrjandi

Ingunn Kristjánsdóttir, f. 1990

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Af hverju eru síberíutígrisdýr kölluð því nafni ef þau lifa ekki í Síberíu? Hvaðan kemur nafnið?“ Vísindavefurinn, 2. febrúar 2005, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4739.

Jón Már Halldórsson. (2005, 2. febrúar). Af hverju eru síberíutígrisdýr kölluð því nafni ef þau lifa ekki í Síberíu? Hvaðan kemur nafnið? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4739

Jón Már Halldórsson. „Af hverju eru síberíutígrisdýr kölluð því nafni ef þau lifa ekki í Síberíu? Hvaðan kemur nafnið?“ Vísindavefurinn. 2. feb. 2005. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4739>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju eru síberíutígrisdýr kölluð því nafni ef þau lifa ekki í Síberíu? Hvaðan kemur nafnið?
Það er rétt að svokölluð síberíutígrisdýr lifa ekki í Síberíu en sennilega er þetta heiti upprunalega tilkomið vegna misskilnings eða vanþekkingar á landsvæðum. Í Rússlandi eru þessi tígrisdýr yfirleitt kennd við Amurfljótið eða Ussuriland og því kölluð amurtígrisdýr eða ussuritígrisdýr.



Landsvæðið þar sem dýrin lifa tilheyrir rússnesku fylkjunum eða stjórnsýsluumdæmunum Primorsky og Khabarovsk. Heimamenn nefna þessi stjórnsýslusvæði ásamt Kamtsjatka, Chukotka og Magadan einu nafni Austur-Rússland eða á ensku 'Far East'. Síbería liggur vestan við þetta svæði og nær allt vestur að Úralfjöllum. Hins vegar hefur sú hefð skapast meðal annarra en Rússa að nota nafnið Síbería yfir allt landsvæði Rússlands sem er fyrir austan Úralfjöll þar með talið svæðið þar sem amurtígrisdýrin lifa.

Þessi tígrisdýr einnig verið nefnd eftir Mansjúríu í Kína og kölluð mansjúríutígrisdýr. Meðal annars kallaði náttúrufræðingurinn og landkönnuðurinn Przewalsky þau því nafni í skrifum sínum. Í þá daga voru þessir risavöxnu kettir tiltölulega algengir í Mansjúríu en nú teljast aðeins vera innan við 20 dýr þar. Í Ussurilandi handan landamæra Kína og Rússlands eru dýrin vel yfir 300 dýr.

Mynd: WWF

...