Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað eru til mörg afbrigði af sauðkindinni?

Stefán Aðalsteinsson (1928-2009)

Svarið við þessari spurningu fer eftir því hvort átt er við villifé eða tamið sauðfé. Ef verið er að spyrja um hversu margar gerðir af villifé séu til þá er svarið eftirfarandi:

Í Asíu voru til fjórar gerðir af villifé í árdaga. Ein þeirra var Bighorn eða stórhyrningur (Ovis canadensis) sem líklega lifði í austanverðri Asíu, en flutti sig um set á kuldaskeiði til Norður-Ameríku og lifir þar enn. Undirgreinar af honum eru snjókindin (Ovis nivicola) í Síberíu og þunnhyrningurinn (Ovis dalli) í Alaska. Önnur gerð af villifé er Argali-sauðkindin (Ovis ammon), sú þriðja er Urial-sauðkindin (Ovis orientalis) og sú fjórða Múfflon-sauðkindin (Ovis musimon).



Sérfræðingur um villifé, Dr. M. L. Ryder, sem skrifaði eina umfangsmestu bók sem samin hefur verið um villt og tamið sauðfé í heiminum, telur sennilegast að allar þær gerðir villifjár sem hann fjallar um í bók sinni séu upprunalega komnar af einni frumtegund. Þessar tegundir geti allar æxlast innbyrðis og getið af sér frjó afkvæmi, þannig að þær teljast þá til einnar og sömu tegundar (species) í skilningi líffræðinnar.

Ef spurt er um hversu margar gerðir af tömdu saufé eru til í heiminum þá er afar erfitt að svara því. Ástæðan er sú að í mörgum löndum eru til margar gerðir af sauðfé þar sem hver gerð fyrir sig er hreinræktuð. Hinar ólíku gerðir geta verið mjög frábrugðnar hver annarri og gefið af sér afar ólíkar afurðir. Sumar eru sérhæfðar ullarkindur sem framleiða afar fína og mjúka ull, aðrar eru kjötskepnur, oft með grófari og verðminni ull, enn aðrar eru notaðar til mjólkurframleiðslu og þannig mætti lengi telja.

Heimild: Ryder, M. L. (1983). Sheep and man. Norwich, Duckworth.

Mynd: Stefan Meyers Naturfotografie

Höfundur

fyrrverandi framkvæmdastjóri norræns genabanka fyrir búfé

Útgáfudagur

24.11.2004

Spyrjandi

Sigurður Svavarsson

Tilvísun

Stefán Aðalsteinsson (1928-2009). „Hvað eru til mörg afbrigði af sauðkindinni?“ Vísindavefurinn, 24. nóvember 2004, sótt 24. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4626.

Stefán Aðalsteinsson (1928-2009). (2004, 24. nóvember). Hvað eru til mörg afbrigði af sauðkindinni? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4626

Stefán Aðalsteinsson (1928-2009). „Hvað eru til mörg afbrigði af sauðkindinni?“ Vísindavefurinn. 24. nóv. 2004. Vefsíða. 24. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4626>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað eru til mörg afbrigði af sauðkindinni?
Svarið við þessari spurningu fer eftir því hvort átt er við villifé eða tamið sauðfé. Ef verið er að spyrja um hversu margar gerðir af villifé séu til þá er svarið eftirfarandi:

Í Asíu voru til fjórar gerðir af villifé í árdaga. Ein þeirra var Bighorn eða stórhyrningur (Ovis canadensis) sem líklega lifði í austanverðri Asíu, en flutti sig um set á kuldaskeiði til Norður-Ameríku og lifir þar enn. Undirgreinar af honum eru snjókindin (Ovis nivicola) í Síberíu og þunnhyrningurinn (Ovis dalli) í Alaska. Önnur gerð af villifé er Argali-sauðkindin (Ovis ammon), sú þriðja er Urial-sauðkindin (Ovis orientalis) og sú fjórða Múfflon-sauðkindin (Ovis musimon).



Sérfræðingur um villifé, Dr. M. L. Ryder, sem skrifaði eina umfangsmestu bók sem samin hefur verið um villt og tamið sauðfé í heiminum, telur sennilegast að allar þær gerðir villifjár sem hann fjallar um í bók sinni séu upprunalega komnar af einni frumtegund. Þessar tegundir geti allar æxlast innbyrðis og getið af sér frjó afkvæmi, þannig að þær teljast þá til einnar og sömu tegundar (species) í skilningi líffræðinnar.

Ef spurt er um hversu margar gerðir af tömdu saufé eru til í heiminum þá er afar erfitt að svara því. Ástæðan er sú að í mörgum löndum eru til margar gerðir af sauðfé þar sem hver gerð fyrir sig er hreinræktuð. Hinar ólíku gerðir geta verið mjög frábrugðnar hver annarri og gefið af sér afar ólíkar afurðir. Sumar eru sérhæfðar ullarkindur sem framleiða afar fína og mjúka ull, aðrar eru kjötskepnur, oft með grófari og verðminni ull, enn aðrar eru notaðar til mjólkurframleiðslu og þannig mætti lengi telja.

Heimild: Ryder, M. L. (1983). Sheep and man. Norwich, Duckworth.

Mynd: Stefan Meyers Naturfotografie ...