Sérfræðingur um villifé, Dr. M. L. Ryder, sem skrifaði eina umfangsmestu bók sem samin hefur verið um villt og tamið sauðfé í heiminum, telur sennilegast að allar þær gerðir villifjár sem hann fjallar um í bók sinni séu upprunalega komnar af einni frumtegund. Þessar tegundir geti allar æxlast innbyrðis og getið af sér frjó afkvæmi, þannig að þær teljast þá til einnar og sömu tegundar (species) í skilningi líffræðinnar. Ef spurt er um hversu margar gerðir af tömdu saufé eru til í heiminum þá er afar erfitt að svara því. Ástæðan er sú að í mörgum löndum eru til margar gerðir af sauðfé þar sem hver gerð fyrir sig er hreinræktuð. Hinar ólíku gerðir geta verið mjög frábrugðnar hver annarri og gefið af sér afar ólíkar afurðir. Sumar eru sérhæfðar ullarkindur sem framleiða afar fína og mjúka ull, aðrar eru kjötskepnur, oft með grófari og verðminni ull, enn aðrar eru notaðar til mjólkurframleiðslu og þannig mætti lengi telja. Heimild: Ryder, M. L. (1983). Sheep and man. Norwich, Duckworth. Mynd: Stefan Meyers Naturfotografie
Hvað eru til mörg afbrigði af sauðkindinni?
Sérfræðingur um villifé, Dr. M. L. Ryder, sem skrifaði eina umfangsmestu bók sem samin hefur verið um villt og tamið sauðfé í heiminum, telur sennilegast að allar þær gerðir villifjár sem hann fjallar um í bók sinni séu upprunalega komnar af einni frumtegund. Þessar tegundir geti allar æxlast innbyrðis og getið af sér frjó afkvæmi, þannig að þær teljast þá til einnar og sömu tegundar (species) í skilningi líffræðinnar. Ef spurt er um hversu margar gerðir af tömdu saufé eru til í heiminum þá er afar erfitt að svara því. Ástæðan er sú að í mörgum löndum eru til margar gerðir af sauðfé þar sem hver gerð fyrir sig er hreinræktuð. Hinar ólíku gerðir geta verið mjög frábrugðnar hver annarri og gefið af sér afar ólíkar afurðir. Sumar eru sérhæfðar ullarkindur sem framleiða afar fína og mjúka ull, aðrar eru kjötskepnur, oft með grófari og verðminni ull, enn aðrar eru notaðar til mjólkurframleiðslu og þannig mætti lengi telja. Heimild: Ryder, M. L. (1983). Sheep and man. Norwich, Duckworth. Mynd: Stefan Meyers Naturfotografie
Útgáfudagur
24.11.2004
Spyrjandi
Sigurður Svavarsson
Tilvísun
Stefán Aðalsteinsson (1928-2009). „Hvað eru til mörg afbrigði af sauðkindinni?“ Vísindavefurinn, 24. nóvember 2004, sótt 24. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4626.
Stefán Aðalsteinsson (1928-2009). (2004, 24. nóvember). Hvað eru til mörg afbrigði af sauðkindinni? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4626
Stefán Aðalsteinsson (1928-2009). „Hvað eru til mörg afbrigði af sauðkindinni?“ Vísindavefurinn. 24. nóv. 2004. Vefsíða. 24. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4626>.